Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 131
þegar við vorum kornin út úr kaupstaðnum, hvort við myndum
eftir nokkru sem hefði gleymst. Þá varð til þessi vísa:
1 pokann tróðu píurnar
og pilluðu sig í sokkinn
fóru svo með föggurnar
en gleymdu að kyssa kokkinn.
En það var of seint að bæta úr því.
Okkur gekk vel yfir heiðarnar, vegurinn var orðinn vel þurr
þrátt fyrir það að búið var að hræða okkur með því að á honum
væru víða óbotnandi hvörf. Þorskafjarðarheiði er auð og ömur-
leg, hvergi stingandi strá að heitið geti, en víðsýnt er af henni,
ntaður sér til fjalla austur í Skagafirði.
Sama himnaríkisveðrið var og daginn áður, sólskin og sunnan-
þeyr.
Sömu hrörnunarmerkin voru á SnæQallaströndinni og á
Ströndunum, ekki nema annað og þriðja hvert býli í byggð. Þarna
hlýtur að vera ömurlegt um að litast í haustrigningum og fyrstu
snjóum. En ferðalánið lék við okkur, sólin skein og allt var yndis-
legt.
Langidalur, Langadalsströnd, Kaldalón. Eg undrast það ekki
að tónskáldið Sigvaldi Kaldalóns skyldi kenna sig við þennan stað,
þar sem ótal andstæður finnast.
Eða nöfnin á hlutunum Einangursá, Jökulholt, Skjaldfönn.
Þessvegna kemur svo þægilega á óvart nafnið Unaðsdalur, sem er
næst-ysta byggt ból á ströndinni. Enda hlýtur að vera unaðslegt
þarna á vorin, þegar sóleyjarnar glóa í varpanum og Æðey syndir
hvít af fugli snertispöl undan landi.
Eftir að hafa hresst okkur á nestinu og flatmagað um stund í
sólskininu, snerum við til baka suður um heiðar.
Það var hlegið og gantast í bílnum og — eins og Sveinn sagði:
Pað er engin poka á
Þorskafjarðarheiði
útsýn góða er að fá
og enginn ferðaleiði.
129