Strandapósturinn - 01.06.1987, Blaðsíða 123
Já, ætli að við höfum ekki flest haft yndi af að dansa. Mér hefur
alltaf þótt það íþrótt íþróttanna.
Við dvöldum smástund þarna á grundunum, en þrátt fyrir
glampandi sólskin var eins og einhver helkuldi í loftinu. Við
drifum okkur því spölinn sem eftir var til Hólmavíkur. A hótelinu
fengum við ágætan mat, sem var vel þeginn, og komum okkur
fyrir á svefnstað. Við sváfum bæði á hótelinu sjálfu, sem auðsjáan-
lega var gamalt íbúðarhús og öðru enn aldurslegra húsi. Það var
samt allt gott og blessað nema hreinlætisaðstaðan, hún var vægast
sagt ófullnægjandi. Að rekkjustörfunum loknum dreifðist fólkið
út til að skoða staðinn, sem fæst okkar höfðu séð áður. Ég var víst
sú eina, sem átti þarnaættingja, Kristjönu Eysteinsdóttur, bróður-
dóttur mína. Hún kom með yngstu dóttur sinni ofan á hótel til
mín og þær óku með okkur nokkrar í skoðunarferð urn þorpið.
Mikið hefur verið byggt þarna upp á síðkastið og auðsjáanlega
mikið athafnalíf. Við ókum líka út undir Ós og fram að Þiðriks-
vallavatni.
Þarna er undurfallegt og ég öfundaði fólkið, sem var í Stranda-
seli, sumarhúsi Átthagafélags Strandamanna, sem stendur þarna
1 miðjum aðalbláberjabrekkunum.
Jæja, dagur kom eftir þennan dag, við sváfum víst öll vel. Þótt
það væri ball í næsta húsi, urðum við ekki vör við neitt. En þegar
horft var til fjalla, gaf á að líta. Engin furða var, þó að kalt væri
kvöldið áður.
Grá snjóhetta krýndi allar hæðir og hálsa, og þetta var fímmti
júlí! En við vissum orsökina, því „landsins forni fjandi“ var að
læðast inn Húnaflóann. En, iss, hverju breytti það, sama himna-
ríkisveðrið var og hafBi verið kvöldið áður.
Glöð í hjarta héldum við áleiðis norður á Strandirnar.
I Staðardalnum var ég einu sinni eldabuska hjá vegavinnu-
flokki mánaðartíma, nánar tiltekið í október. Ég er enn að furða
mig á að strákagreyin skyldu umbera mig, því að ég var óttalegur
auli við kokkaríið. En þeir hlógu bara að mistökunum hjá mér, og
hjálpuðu mér eftir megni. Stundum fórum við á sjó að fiska og
fæðið varð ekki dýrt hjá þeirn. Þessu ævintýri lauk með því að það
121