Strandapósturinn - 01.06.1987, Page 140
máli. Hann var því fróður um margt og skemmdlegur í viðræð-
um, hafði framúrskarandi góða skapsmuni, var síglaður og kátur,
hvernig sem allt veltist og gæðamaður hinn mesti.
Þó Jón gengi aldrei á búnaðarskóla á Islandi, þá var hann samt
vel að sér í sumum jarðyrkjustörfum, einkum þó í ofanafristu og
plægingum, þ.e. þúfnasléttun, og var hann því oft nefndur „jarð-
yrkjumaður". Hann hafði lengi unnið við jarðabætur með manni
þeim, sem Bjartmar nefndist Kristjánsson, en Bjartmar hafði
aftur á móti lært jarðyrkjustörf hjá Sigurði búfræðingi Magnús-
syni, sem lengi vann fyrir Strandasýslu. Báðir voru þeir Bjartmar
og Sigurður orðlagðir dugnaðarmenn.
Að Jón heitinn hafi ekki ætíð verið sem ánægðastur með lífskjör
sín hér, þó hann léti alls ekki hversdagslega á því bera og væri
jafnan glaður í bragði, dreg ég af inngangsorðum hans fyrir hinu
fáorða æviágripi, er hann gaf mér og minnzt er á hér að framan.
Þar segir hann:
„Vinur Ásgeir. — Ég kvíði fyrir að fara að skrifa á hvítan pappír
að ég hafi verið í heiminn borinn. Hefði ég gjört það 1887, þegar
við lögðum af stað frá íslandi og hætt þá að vera til, — það hefði
verið ,all right’; en því var nú fjandans ver“.
Jón hefði því, eftir þessu að dæma, geta tekið undir með
höfundi þessarar gömlu vísu:
Scerir hjarta og sollið brjóst
sorga-bitur naður.
Oft ég græt í leyni, er Ijóst
læt sem ég sé glaður.
So „au revoir“, my sincere friend.
I see you later on.
When I on unknown shore shall stand.
You meet me — good old John.
Heimskringla 30. nóv. 1916.
J. Asgeir J. Lindal.
138