Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 38

Strandapósturinn - 01.06.1987, Side 38
Ég má til að biðja þig um beit fyrir hérum 1300 fjár og þá sjálfsagt nátthagann, því ég vil ekki vera að flækja fénu að norðan út að Kollsá, enda er tíminn of naumur til þess því skipið á að koma þann 7. október. Ég bið þig líka vera í útvegum með vöktunarmann eftir því sem þarf. Ef þú gætir dálítið lappað við nátthagann, þá þarf líklega ekki nema 1 mann á nóttunni — í mesta lagi 2 menn. Ég bið þig líta eftir kláða eftir því sem þú getur og gjöra afturreka ef vart verður við kláða. Engin mylk ær er tekin og engin kind léttari en 90 pund. Ég man svo ekki fleira um þetta og kveð þig með bestu óskum til þín og þinna. Þinn einl. vin TBjarna- son. - Fjársöluútlit betra en í fyrra og sömuleiðis betra útlit með ull. Um kram engin frétt komin enn. — Torfi. — Ekki þori ég að þú takir fleira fé en ég hef áætlað. — Ólafsdal 31. ágúst 1895. Kæri vin! Bestu þakkir fyrir bréfin, afhendingarbókina og allt saman. Þá loksins sendi ég þér þær 56 kr. sem eftir stóðu af kaupi þínu. Það kemur skammarlega seint, en ég nennti ekki að senda það með pósti af því ferðin lá fyrir og þú sagðir því lægi ekki á. Ég er kominn í dálitla klípu með fjárlitinn. Ég keypti eftir vanda í sumar úti í Hólmi nóg af anilíni, en ég finn það ekki heima og óttast að það hafi farið eitthvað forgörðum í flutningunum. Kost- ar það að senda út í Hólm, nema að anilín fáist á Borðeyri. Ég bið þig því að fara með Benjamín inn á Tangann og vita hvort anilín fæst þar sem hæfilegt sé til merkinga. Ef svo er, þá að taka út í minn reikning — ég borga í haust — svo mikið sem dugar á ca. 6000 fjár. Það veitir líklega ekki af !4? Af þessu tekur þú hérum helfing handa þér og Páli Leví á Heggsstöðum, en sendir mér hitt með Benjamín. Það má til að fá litlar flöskur eða stór glös undir anilínið. Það er ekki flytjandi öðruvísi. Seinna skrifa ég þér um vigtardaga og sendi 1 reislu, en önnur reislan mun vera hjá þér, eða er ekki svo? Útlit með fjársölu segir J.(ón) V.(ídalín) að sé betra en í fyrra. Sauðaskipið á að koma á Borðeyri 8.-10. okt. Fyrirgefðu þessar línur þínum einl. vin. — 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.