Strandapósturinn - 01.06.1987, Blaðsíða 38
Ég má til að biðja þig um beit fyrir hérum 1300 fjár og þá
sjálfsagt nátthagann, því ég vil ekki vera að flækja fénu að norðan
út að Kollsá, enda er tíminn of naumur til þess því skipið á að
koma þann 7. október.
Ég bið þig líka vera í útvegum með vöktunarmann eftir því sem
þarf. Ef þú gætir dálítið lappað við nátthagann, þá þarf líklega
ekki nema 1 mann á nóttunni — í mesta lagi 2 menn.
Ég bið þig líta eftir kláða eftir því sem þú getur og gjöra
afturreka ef vart verður við kláða. Engin mylk ær er tekin og
engin kind léttari en 90 pund. Ég man svo ekki fleira um þetta og
kveð þig með bestu óskum til þín og þinna. Þinn einl. vin TBjarna-
son. -
Fjársöluútlit betra en í fyrra og sömuleiðis betra útlit með ull.
Um kram engin frétt komin enn. — Torfi. — Ekki þori ég að þú
takir fleira fé en ég hef áætlað. —
Ólafsdal 31. ágúst 1895.
Kæri vin! Bestu þakkir fyrir bréfin, afhendingarbókina og allt
saman. Þá loksins sendi ég þér þær 56 kr. sem eftir stóðu af kaupi
þínu. Það kemur skammarlega seint, en ég nennti ekki að senda
það með pósti af því ferðin lá fyrir og þú sagðir því lægi ekki á. Ég
er kominn í dálitla klípu með fjárlitinn. Ég keypti eftir vanda í
sumar úti í Hólmi nóg af anilíni, en ég finn það ekki heima og
óttast að það hafi farið eitthvað forgörðum í flutningunum. Kost-
ar það að senda út í Hólm, nema að anilín fáist á Borðeyri. Ég bið
þig því að fara með Benjamín inn á Tangann og vita hvort anilín
fæst þar sem hæfilegt sé til merkinga. Ef svo er, þá að taka út í
minn reikning — ég borga í haust — svo mikið sem dugar á ca.
6000 fjár. Það veitir líklega ekki af !4? Af þessu tekur þú hérum
helfing handa þér og Páli Leví á Heggsstöðum, en sendir mér
hitt með Benjamín. Það má til að fá litlar flöskur eða stór glös
undir anilínið. Það er ekki flytjandi öðruvísi. Seinna skrifa ég þér
um vigtardaga og sendi 1 reislu, en önnur reislan mun vera hjá
þér, eða er ekki svo? Útlit með fjársölu segir J.(ón) V.(ídalín) að sé
betra en í fyrra. Sauðaskipið á að koma á Borðeyri 8.-10. okt.
Fyrirgefðu þessar línur þínum einl. vin. —
36