Strandapósturinn - 01.06.1987, Blaðsíða 69
Dungal var áður búinn að bera það fyrir rétti í Bæ að hann
hafði aðeins skotið púðurskoti á hundinn og hafi hann verið
staddur við réttarhöldin á Borðeyri hefur hann vafalaust haldið
fast við þann framburð.
Þarna stóð hnífurinn í kúnni. Aðalaðili málsins, hundurinn,
var ekki mættur. Var rétti því slitið að sinni og ekki meira aðhafst.
Var því efnt til annarra réttarhalda skömmu seinna og mættu
þar hinir sömu aðilar og áður auk hundsins. Eftir að réttur hafði
verið settur með formlegum hætti var hundurinn færður inn á
sýsluskrifstofuna, en vafasamt er þó, að hann hafi verið áminntur
um sannsögli. Hinsvegar var hann skoðaður í krók og kring af
sýslumanni, réttarvitnum og ritara. En ekkert fannst þó athuga-
vert við útlit hundsins eða ásigkomulag, enda var hann löngu
gróinn sára sinna, hafi þau einhver verið.
Þá upphófst mikil umræða milli sýslumanns og réttarvitna um
það, hvort ekki væri rétt að raka lærið á hundinum í þeim tilgangi
að leita eftir örum á lærinu eftir árverka af völdum byssuhagla.
Eftir mikið þukl og þreifingar var þó horfíð frá því ráði og slapp
hundurinn við svo búið óskaddaður af völdum réttvísinnar.
Sýslumaður virðist hafa viljað fá einhvern botn í þessi réttar-
höld. Gaf hann nú Kvíslafólki kost á að endurskoða framburð
sinn og staðfesta síðan þann framburð með eiði.
Þó var Jói undanþeginn því að vinna eið, sökum þess að hann
þótti ekki svo vel af guði gerður að hann væri fær um að vinna slíkt
verk. Ekki veit ég heldur hvort Sigurbjörn bóndi og kona Jóa hafi
eitthvað breytt framburði sínum áður en þau sóru. Þó þykir mér
það trúlegt. Haft var í flimtingum, að þegar kona Jóa kom frá því
að sverja hafi Jói spurt hana svo sem eins og í trúnaði „Var það
ekki sárt?“ Honum hefur áreiðanlega staðið mikill stuggur af
þessari athöfn og ímyndað sér að hún væri fólgin í einhverskonar
líkamlegum pyntingum.
En sögurnar gengu um sveitina og menn voru yfirleitt þeirrar
skoðunar að það hefði ekki verið viðeigandi hjá sýslumanni að láta
fara fram svardaga í ekki merkilegra máli, máli sem menn höfðu
talað um af léttúð og fannst vera ákjósanleg skemmtun og dægra-
dvöl í tilbreytingarleysi sveitarinnar.
67