Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 60
Áskell er einnig fornt norrænt nafn og var áður Ásketill. í
mannanöfnum táknar ketill líklega hjálm eða hjálmbúinn höfð-
ingja. Hjálmar voru ekki almennings eign forðum daga.
Áskell er þá „höfðingi helgaður ásum“.
I Landnámu eru sex menn með þessu heiti. I Sturlungu tveir
Islendingar og einn Norðmaður. En svo gekk ver. Enginn Islend-
ingur ber Áskels- nafn 1703 og ekki heldur 1801, og það eru svo
Strandamenn sem vekja nafnið til nýs lífs. I manntalinu 1845 er
ársgamall sveinn, Áskell Pálsson á Kaldbak í Kaldrananessókn.
Engann nafna átti hann og ekki heldur tíu árum seinna. Jafnvel
1910 eru aðeins 12, þar af átta fæddir í Eyjafjarðar- og Þingeyjar-
sýslum. Nafnið er enn fremur fágætt.
Ein kona í Strandasýslu er nefnd Bríget árið 1703 og önnur í
Suður-Múlasýslu. Þar að auki eru þessar gerðir meðal Islendinga
þá: Bríet (20), Brigida (1), Brigíet (1), Birgit (24) og Birgitta (1).
Verður nú að leggja ofurlitla lykkju á leið sína. Allt það, sem hér
hefur verið nefnt að framan er af einum uppruna. I fornri írsku
er nafnið Brigit, síðar Brigid, í nútímaírsku Brighid. Þetta er af
keltneskri orðrót sem merkir „hin háa, mikla“. Þessu nafni hét
írsk eldgyðja.
Snemma komu fram helgar meyjar undir einhverjum gerðum
þess nafns. I dýrlingatölum eru nefndar heilög Birgitta af Svíþjóð
(1303—73) Birgisdóttir og heilög Brigid (Brigit, Bridget, Bride) af
írlandi, talin deyja 525, en um ævi hennar ogjafnvel tilvist er fátt
vitað með vissu. Það mun því ekki vera hún sem um er kveðið í
Heilagra meyja drápu (frá því um 1400):
Sóma vann í sínum dcemum
signað fljóð er Skotland tignar.
Brígiða hélt frá bernskudcegri
blóm greinanda meydóm hreinum.
Skipti hún því sem œ var eftir
jafnan heilt í drottins nafni.
Ástrík var hún fyr einu klaustri
abbadís með heiðri vísum.
58