Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 75

Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 75
um haustið að Billi bróðir minn sem var 4 árum eldri en ég, fékk lánaða bók í lestrarfélaginu, sem hét Tarsan apabróðir. Hann fór að segja mér kafla úr þessari bók. Ég varð fljótt voðalega spennt- ur, enda fór svo að ég fór að laumast í bókina þegar Billi var að sinna útiverkum. Og nú gerðist kraftaverk, þó í upphafi bókar- innar sé mikið af nöfnum á enskum lávörðum, greifum og greifa- ynjum, sem reyndust mér að sjálfsögðu algjört torf, gat ég furðu fljótt stautað mig í gegnum þetta. Naut ég þá líka þess að Billi var búinn að segja mér söguþráðinn. Er skemmst frá því að segja að eftir tiltölulega stuttan tíma var lestur mér ekkert vandamál. Þá var þungu fargi létt af föður mínum. Eitthvað mun hafa verið reynt að láta mig skrifa á þessum árum og man ég eftir spjaldbroti og griffilstubb til þessara nota. Mér fannst alltaf hálfgerð skömm að þessum verkfærum, almennileg- ir krakkar fengu heilt spjald og heilan griffil. Þegar ég var tíu ára kom að því að ég skyldi setjast á skólabekk. Kennari var Gunnar Grímsson í Húsavík. Ég var einn í yngsta bekk og settur við aftasta púlt með Bjarna Guðbjartarsyni frá Tindi. Hann var ári eldri en ég en þó talsvert minni. Mér var mikil ánægja að því að sitja hjá Bjarna, hann var ekki að láta námið ofþjaka sig, en var fullur af alls kyns hugmyndum og uppátækj- um til að krydda upp á tilveruna. Skólinn starfaði í 3 mánuði og lauk með vorprófi. Næstu tvo vetur féll skólahald niður í Heydalsárskólanum, ég var því orðinn f3 ára þegar ég fór næst í skóla. Kennari var þá Sæmundur Einarsson, ættaður að sunnan. Talsverð breyting varð þá á kennsluháttum, til dæmis voru reikningsspjöldin og grifflarnir nú lögð til hliðar. I staðinn komu reiknibækur og blýantar. Alveg ofbauð þá sumum eyðslusemin, að fara að láta krakka reikna í nýjar bækur og henda þeim svo. Nú var sú breyting hjá mér að ég var elsti nemandi skólans. Það varð svo til þess að ég hlaut nýtt embætti við skólann, veit ég ekki til að neinn hafi blotið þá virðingarstöðu fyrr eða síðar. Umsjónarmaður skólans hét það og embættisbréfið hljóðaði upp á að vera nokkurs konar tengiliður milli kennara og nemenda, ásamt því að líta eftir því að nemendur höguðu sér skikkanlega í leik og starfi innan og 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.