Strandapósturinn - 01.06.1996, Síða 75
um haustið að Billi bróðir minn sem var 4 árum eldri en ég, fékk
lánaða bók í lestrarfélaginu, sem hét Tarsan apabróðir. Hann fór
að segja mér kafla úr þessari bók. Ég varð fljótt voðalega spennt-
ur, enda fór svo að ég fór að laumast í bókina þegar Billi var að
sinna útiverkum. Og nú gerðist kraftaverk, þó í upphafi bókar-
innar sé mikið af nöfnum á enskum lávörðum, greifum og greifa-
ynjum, sem reyndust mér að sjálfsögðu algjört torf, gat ég furðu
fljótt stautað mig í gegnum þetta. Naut ég þá líka þess að Billi var
búinn að segja mér söguþráðinn. Er skemmst frá því að segja að
eftir tiltölulega stuttan tíma var lestur mér ekkert vandamál. Þá
var þungu fargi létt af föður mínum.
Eitthvað mun hafa verið reynt að láta mig skrifa á þessum árum
og man ég eftir spjaldbroti og griffilstubb til þessara nota. Mér
fannst alltaf hálfgerð skömm að þessum verkfærum, almennileg-
ir krakkar fengu heilt spjald og heilan griffil.
Þegar ég var tíu ára kom að því að ég skyldi setjast á skólabekk.
Kennari var Gunnar Grímsson í Húsavík. Ég var einn í yngsta
bekk og settur við aftasta púlt með Bjarna Guðbjartarsyni frá
Tindi. Hann var ári eldri en ég en þó talsvert minni. Mér var mikil
ánægja að því að sitja hjá Bjarna, hann var ekki að láta námið
ofþjaka sig, en var fullur af alls kyns hugmyndum og uppátækj-
um til að krydda upp á tilveruna. Skólinn starfaði í 3 mánuði og
lauk með vorprófi.
Næstu tvo vetur féll skólahald niður í Heydalsárskólanum, ég
var því orðinn f3 ára þegar ég fór næst í skóla. Kennari var þá
Sæmundur Einarsson, ættaður að sunnan. Talsverð breyting
varð þá á kennsluháttum, til dæmis voru reikningsspjöldin og
grifflarnir nú lögð til hliðar. I staðinn komu reiknibækur og
blýantar. Alveg ofbauð þá sumum eyðslusemin, að fara að láta
krakka reikna í nýjar bækur og henda þeim svo. Nú var sú
breyting hjá mér að ég var elsti nemandi skólans. Það varð svo til
þess að ég hlaut nýtt embætti við skólann, veit ég ekki til að neinn
hafi blotið þá virðingarstöðu fyrr eða síðar. Umsjónarmaður
skólans hét það og embættisbréfið hljóðaði upp á að vera nokkurs
konar tengiliður milli kennara og nemenda, ásamt því að líta eftir
því að nemendur höguðu sér skikkanlega í leik og starfi innan og
73