Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1996, Side 78

Strandapósturinn - 01.06.1996, Side 78
Daginn eftir var skólinn settur með tilheyrandi ræðuhöldum og söng. Mér fannst mikið til um þá athöfn og fann að ég var örugglega kominn á menntabrautina. A Reykjaskóla eins og öllum Héraðsskólunum var nemendum ætlað að taka þátt í daglegum störfum innan skólans, svo sem ræstingu á herbergjum, göngum og kennslustofum og þjónustu í borðsal og eldhúsi. Við vorum þrjú í borðstofuflokk og unnum eina viku í senn, ein stúlka úr eldri deild, Þorgerður Jónsdóttir úr Miðfirðinum og tveir gaukar úr yngri deild, Jón frá Svínhóli og ég. Síðasta tímann fyrir hádegi, sem var útivistartími, urðum við að lalla niður í eldhús og fara að afhýða kartöflur. Þótti stundum fúlt, einkanlega ef veður var gott og allir úti. Strax fyrstu viku skólans lenti ég í ræstingaflokk og var ætlað að þvo yngri deildar salinn. Benedikt Gíslason frá Litla-Holti, nem- andi í eldri deild þvoði eldri deildina. Anna, konan sem sá um ræstingarnar, spurði mig hvort ég væri vanur að þvo gólf. Eg hélt það nú, ég var sko alvanur að þvo gólfin heima. Hún fór svo með okkur niður í kjallara, fékk okkur í hendur fötur með heitu vatni, spes gólftusku sem ég sá strax að mundi vera miklu betri en strigapokatuskurnar heima, síðan fékk hún okkur gólfskrúbbu sem búið var að festa á langt skaft. Mér leist ekkert á það verkfæri, við notuðum aldrei skaft á skrúbburnar heima, en ég sagði ekki neitt og þegar Anna hafði áminnt Bensa um að þar sem hann væri í eldri deild ætti hann að leiðbeina mér um tilhögun verksins, rölti ég á eftir honum upp á hæðina. Hann sagði mér nú hvernig ég ætti að færa til borð og stóla, svo þægilegt væri að komast að til að þvo gólfið. Svo vatt hann sér inn í eldri deildina og lokaði á eftir sér. Eg lokaði líka hurðinni og hófst þegar handa. Gegn um þunnt milliþilið heyrði ég vel hvernig Bensi rótaði til borðum og stólum, svo ég tók líka rösklega til mín megin. Síðan hellti ég mér í gólfið. Eg var jú alvanur að þvo gólfin fyrir mömmu frá unga aldri svo mér yrði nú varla skotaskuld úr því að þvo þetta gólf. Að vísu var það nokkuð stórt, en það var nú einhverskonar dúkur á því svo varla þyrfti að skrúbba það mjög mikið. Og ég varpaði mér á hnén og tók fyrir eins stóran blett og handleggirnir náðu, með blautri dulunni. Síðan skrúbbaði ég blettinn samviskusamlega, 76 J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.