Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1996, Side 83

Strandapósturinn - 01.06.1996, Side 83
°g þegar við höfðum komið okkur fyrir í trillunni var kúrsinn tekinn út fjörð í svalri morgungolunni. Við vorum svo settir í land við lítinn tanga skammt fyrir utan Borgabæinn. Á Borgum kom- um við beint í morgunkaffið hjá fósturforeldrum Þóris, systkin- unum Ólafi og Ingibjörgu. Næst stoppuðum við í Skálholtsvík hjá Jóni Magnússyni og Guðrúnu Grímsdóttur frá Kirkjubóli. Jón, sem var móðurbróðir þeirra Fremri-Brekkubræðra, Torfa og Ástvaldar og Benedikts á Neðri-Brunná, bauðst til að flytja okkur á trillu sinni fyrir Víkurhöfðann og yfir að Eyrarlandi, rétt við Krossárósinn. Við afleggjarann að Gröf skildu leiðir, Dalamenn héldu suður Krossárdal en ég fór heim að Gröf. Þar frétti ég að Siggi í Litla-Fjarðarhorni væri frammi á Gili og ætlaði norður yfir hálsinn nú fljótlega. Ákvað ég því að hinkra við til að hafa sam- fylgdina yfir hálsinn, sem ég hafði ekki farið síðan ég var f 0 ára og þá með fleira fólki að sumarlagi. Ekki þurfti ég lengi að bíða eftir Sigga og við stikuðum af stað upp hálsinn og fórum mikinn. Þurfti ég að taka á honum stóra mínum til að fylgja honum eftir, enda seta á skólabekk allt haustið ekki góður undirbúningur. Göngufæri var gott, frost og aðeins snjóföl á jörð. Eftir að hafa notið góðgerða og hvíldar í Litla-Fjarðarhorni lagði ég af stað í síðasta áfangann heim, venjulega fórum við fjallið þegar þessi leið var gengin, en nú fannst mér ráðlegra að fara veginn, þótt það væri nokkru lengra. Veðrabrigði höfðu orðið í ljósaskiptunum, frostið dottið niður, komin austan spýja, svarta myrkur og sleipa á jörð. Draugalegt fannst mér að ganga fyrir Hvalsárlendinguna og Rauðabergið enda var mikið brim og skruðningar sem því fylgir jafnan þarna. En heim að Heydalsá kom þreyttur og blautur maður og varð hvíldinni feginn. Jólin liðu fljótt við söng og gleði eins og venjulega heinia. Hinn árvissi aðalfundur ungmennafélagsins fyllti svo upp í skarðið milli hátíðanna eins og venjulega með ýmsum skemmtiatriðum og dansi fram undir morgun. Veðurfar þessa daga var þó frekar stirt og hlóð niður miklum snjó. Á nýársdag þegar ég hélt aftur af stað í skólann var komin kaffenni og ófærð. Pabbi fylgdi mér á leið yfir háfjallið, því nú var sú leið farin. Gott hefði verið að eiga 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.