Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 84

Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 84
skíði, en fyrst svo var ekki, var ekki um annað að ræða en klofa snjóinn. Við lögðum af stað snemma morguns eftir að ég hafði troðið mig út af rjómatertum og alls kyns góðgæti. Veður var bjart, talsvert frost en logn. Kom það sér nú vel því mikil lausa- mjöll var á jörð og hefði fljótt farið að skafa ef eitthvað hefði hreyft vind. Þæfingsófærð var á fjallinu og hvergi hvíld fyrir fót. Við fylgdum símalínunni eins og alltaf var gert og þegar við komurn yfir á Gæju, þ.e. dálítið eftir að fer að halla niður í Hvalsárdalinn, þar sem leiðin er hálfnuð milli bæjanna, kvödd- umst við feðgar. Eg tók pjönkur mínar sem pabbi hafði borið og hvor hélt sína leið. Eg stoppaði í Litla-Fjarðarhorni til að hvíla mig og meðtaka eitthvað á tankinn. Franklín bauðst til að fylgja mér yfir árnar í Kollafirðinum sem hann taldi að gætu verið varasam- ar. Það reyndist rétt, árnar voru talsvert uppbólgnar og runnu milli skara, bar hann mig því yfir báðar árnar. Þetta var ómetan- legt fyrir mig að þurfa ekki að byrja á að vaða árnar upp í klof áður en ég lagði á Bitruhálsinn. Ef ég man rétt þá var þetta í síðasta sinn sem ég sá Franklín, því um þetta leyti fór hann að kenna þess sjúkdóms sem dró hann til dauða sumarið eftir. Er ég honum æ síðan þakklátur fyrir þetta og fleiri viðvik sem ég á honum að þakka. Eg tók nú stefnuna á Stóra-Fjarðarhornssneið- ingana, þyngdist þá færðin fyrst fyrir alvöru og þegar ég kom upp undir brúnina var þar langur kafli sem ég óð fönnina í klof. Svitnaði ég nú mjög og var farinn að lýjast og þurfti oft að taka mér hvíld. Sóttist því ferðin seint. Þegar ég loks komst upp á hálsinn var mikið faiið að skyggja. Léttist nú færðin til muna yfir há-hálsinn og óx mér þá von um að mér myndi endast þróttur að ná til bæja og þótt fönnin væri mikil var auðveldara að láta sig velta undan brekkunni. Að Gröf kom ég um sex-leytið og man ég ekki á langri æfi að hafa orðið þreyttari. I Gröf tóku Guðmundur og Sína mér tveim höndum. Pabbi hafði hringt og látið vita að ég væri á leiðinni, en nú voru þau farin að undrast um mig vegna þess hvað ég var búinn að vera lengi. Fékk ég nú hina bestu aðhlynningu og var þreytan fljót að réna. Þarna kynntist ég nú því hvað Guðmundur var laginn að halda uppi líflegum samræðum þótt viðmælandinn væri bara feiminn og uppburðarlaus ungling- 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.