Strandapósturinn - 01.06.1996, Blaðsíða 153
líkara en að hann dauðlangaði sjálfan að skerast í leikinn.
Hins vegar var Gummi Ben, sonur hans, stór vexti og þrekinn
nokkuð, fríður sýnum og í alla staði vel á sig kominn, enda talinn
glæsimenni á þessum slóðum.
Eg mun hafa verið um það bil átján ára er kynni okkar hófust.
Það var síðari hluta vetrar um það leyti sem róðrar hófust aftur að
loknu skammdegi. Eg réði mig sem landmann við bát sem þeir
áttu bræður, hann og Guðmundur Halldór, og gerðu út frá
Hesteyri. Bátur þessi hét Fönix og var Gummi Ben formaður á
fleytunni. Við vorurn þrír landmennirnir, annar piltur á líku reki
og ég og eldri maður norðan úr Víkum. Ekki munum við nú hafa
verið taldir neinir afreksmenn á þessu sviði, nema þá helst sá elsti,
enda við hinir algerir viðvaningar. Ekki er hægt að ganga fram
hjá þeirri staðreynd að ólíkir vorurn við þremenningarnir svo
ekki sé fastara að orði kveðið. Elsti maðurinn athugull og varfær-
inn til orðs og æðis, brosti aðeins góðlátlega að gasprinu í okkur
hinurn eða vandaði um við okkur, ef honum fannst málfarið
flausturslegt. Hann var meðalmaður á vöxt og stundum eins og
annars hugar, einkum þegar hann var á gangi að og frá vinnu-
stað. Jafnaldri rninn, eða svo gott sem, var stór vexti, eilítið álútur
eins og hann væri að leyna hæðinni, raddmaður mikill, brosmild-
ur og góðviljaður, tilbúinn til aðstoðar ef eitthvað út af bar. Hins
vegar var ég lítill vexti og væskilslegur, óöruggur og annað slagið
eins og hvurgi. Það var eins og ég væri skítfeiminn við allt og alla,
jafnvel hlutina sem ég var með í höndunum, óttaðist stöðugt að ég
gerði nú einhverja vitleysu, notaði ekki rétt handbiögð, eða væri
of seinn við verkið. Þurfti æði oft að fylgjast með því hvernig
hinum gekk og hvort mín frammistaða væri í nokkru samræmi
við þeirra afköst. Aðstaðan var að vísu fremur frumstæð þarna
eins og víðast hvar í verstöðvum á þessum árum, héldum til í
einföldum skúr, s.k. rauðaskúr, ásamt landmönnum af öðrum
bát og kuldinn ætlaði stundum okkur lifandi að drepa, sérstak-
lega okkur strákana. Þeir eldri kvörtuðu aldrei enda vanir volk-
inu, gerðu jafnvel grín að korkuskapnum í okkur, þar sem við
húktum yfir lóðabölunum og réðum ekkert við flókana sem oft
vildu valda vandræðum, þótt sumir þeirra væru kannski klaufa-
151