Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1996, Side 156

Strandapósturinn - 01.06.1996, Side 156
kannski reyna aftur.“ En það vildi sá gamli ekki, dæsti við um leið og hann gekk að rúmi sínu og talaði um tröll. Oft þurfti hann að finna að hátterni félaga míns, var sí og æ að leggja honum ein- hverjar lífsreglur, sem hinum tókst, að því er virtist, misjafnlega að fara eftir, taldi víst að Strandastrákurinn væri ekki til neinnar fyrirmyndar hvorki til orðs né æðis og að best væri að hafa varan á þegar hann ætti í hlut. Gummi hafði stundum gaman af því að leggja þarna orð í belg ýmist mér til málsbóta eða öfugt, en engu breytti þetta um vinskap okkar félaganna. Við vorum alla vertíð- ina hinir mestu mátar. Það fiskaðist lítið á þessari vertíð, hálfgerð ördeyða um allan sjó og hluturinn varð því ekki hár, en þetta var samt sem áður viss upplifun og góð reynsla fyrir óvana unglinga. Það voru mér allir góðir og ég kom heim um vorið ekki nálægt því eins bláeygur og ég áður var. Lífið var að vísu keimlíkt þarna vestra, en ekki alveg eins. Á Hesteyri var fleira fólk en á Horni og meira um samkomur og mannfagnaði. Ég hafði svo ekki mikil kynni af Gumma Ben fyrr en nokkuð mörgum árum síðar er ég fékk vinnu að sumarlagi á síldarstöð Kveldúlfs h/f þarna innar með firðinum. Gummi var þar þá einnig við störf eins og fleiri sveitungar, og þótt unnið væri á vöktum hittumst við annað slagið og röbbuðum saman um dag- inn og veginn, þar á meðal um ýmsar skoplegar tiltektir sumra sem þarna unnu. Ég hafði svolítið gaman af því á þessum árum að herma eftir vissum samtíðarmönnum og þótt ég væri nú enginn snillingur á því sviði fremur en öðrum, höfðu sumir gaman af þessu, að mér skildist, og þar á meðal Gummi. Hann virtist alltaf vera léttur í lund og hafa yndi af smávægilegum glettum. Oft vék hann sér að mér með kankvíst bros á vörum og vildi eindregið fá að heyra, hvernig þessi eða hinn hefðu orðað vissar óvæntar uppákomur. Átti ég þá að svara með þeirra orðfæri og raddblæ, hvað ég reyndi stundum viðstöddum til geðs. Ég kom æði oft á heimili Gumma Ben meðan ég átti heima í sveitinni og þar var manni alltaf vel tekið, húsfreyjan glaðvær og gamansöm, og andrúmsloftið viðkunnanlegt. stundum tók hún málstað minn, ef ég lenti í klandri sem oft kom fyrir á þessum 154
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.