Strandapósturinn - 01.06.1996, Page 159
eins og verið væri að moka einhverju útbyrðis. Ég lét það eftir mér
að gá hverju þetta sætti og sá þá að þar var Gummi kominn og
með honum annar maður með meistararéttindi að því er mér
skildist, eða voru það kannski þessi svo kölluðu ráðherra-réttindi
sem nokkuð var um í þá daga, en þóttu ekki alltaf gefa örugglega
til kynna hvað viðkomandi væri mikill smiður. Maður þessi hafði
mikla tröllatrú á Gumma, fylgdi honum stöðugt að málum og átti
stundum engin orð til að lýsa hneykslan sinni á framferði þeirra
sem reyndu að mótmæla honum. Allt sem Gummi sagði voru lög,
allt annað hreinræktuð heimska. Ég fann að undir niðri hafði
Gummi lúmskt gaman af þessari takmarkalausu þjónkun manns-
ins og með því að sá hinn sami leit nokkuð stórt á sig og sín
réttindi og taldi okkur fúskarana skör neðar í mannvirðingarstig-
anum gat ég ekki á mér setið og lét það eftir mér að hripa vísu á
kubb eða ijalarstúf sem ég henti svo upp á þilfarið til þeirra
félaganna. Gummi greip þegar sendinguna og spurði sjálfan sig
um leið og hann hóf lesturinn: „Hvern skrattann er hann nú að
fara?“ Hóf að svo búnu lesturinn:
Um það heilann oft ég brýt
er það svona víða
að meistararnir moki skít
meðan að hinir smíða?
Að lestrinum loknum heyrði ég Gumma segja um leið og hann
leit með nokkuð tvíræðum svip niður í lestina: „Það er þokkaleg
kveðja sem þú sendir okkur, karlinn, eða hitt þó heldur". Félagi
hans tók þegar undir það og hvað réttast að ræða málið við
verkstjórann. „Það finnst mér alveg sjálfsagt“, samsinnti Gummi
þegar og gaf mér auga, en bætti svo við: „Það er engin minnkun
fyrir okkur að moka skít, það höfum við allir orðið að gera annað
slagið, bæði við og hann þarna niðri, og í þetta skipti sóttum við
beinlínis um það“. Félaginn herti á mokstrinum um leið og hann
sagði „Það er engin þörf á því fyrir okkur að liggja undir köpur-
yrðum fúskara". „Það gerir ekkert til“, svaraði Gummi. „Aðal-
157