Syrpa - 01.03.1947, Blaðsíða 15

Syrpa - 01.03.1947, Blaðsíða 15
þeim pabba og mömmu vonin vex, sem væru ára sex, en amma hoppar eins og kið, og unga nöfnu dansar við, en „bestifaðir“ fær sér steik og fer í jólaleik. Gunna sjálf er siðug drós, hún sér með andagt þessi Ijós, hún hugsar margt en hermir fátt þó hlæi hún ljúft og dátt. í hverri barnsins brúnalind, mér brosa sýnist engilmynd, því Gunna boðar blessuð jól, og blíða nýárssól. Þú jólastjarna stilt og hlý, æ stattu kyr hjá barni því, og horf þú ætíð, helga sól, í hennar brúnaskjól. Farið aldrei út á sveim, þér englar Guðs, frá lindum þeim, svo Gunnu sífellt gleðji jól og gullin nýárssól." Næstu jól fékk ég „hanagal" frá afa. Jólavísu svohljóðandi: „Góð og gleðileg jól, nú skal Gunna fá kjól, og svo gullfagurt letur að stafa. Sykurkökur í klút, nýjan hornspón af hrút og eitt hanagal frá honum afa.“ Svo fékk ég líka litskrúðugan hana úr pjátri, og var hægt að blása í stélið á honum. Eg lærði vísuna, og var mjög hrifin af „hanagalinu", en eitt sinn, jregar mér tókst ekki að ná hljóði úr hananum, brast þolinmæðin, og ég varpaði hon- Matthias Jochumsson við skrifborðið sitt SYRPA 53

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.