Syrpa - 01.03.1947, Page 34

Syrpa - 01.03.1947, Page 34
komin út á götuna, rei£ hún af sér hattinn og sneri andlitinu á móti veðrinu. Síðan gekk hún hratt og léttilega burtu með þeim ofgnóttar- og ófullgerða yndisþokka, sem einkennir kornung- ar stúlkur. Hann sat grafkyrr, og það var eins og hann hryndi saman í sætinu. Það tók að skyggja. Storm- inn hafði lægt. Þjónn ýtti við öxlinni á honum: — Hérna er reikningurinn, herra minn! BARN O G MAÐUR — Árni, hangdu ekki alltaf svona utan í lrenni mömmu þinni. Farðu og leiktu þér að hjólbörun- um þínum. — Æ, lofaðu honum að vera. Hann er búinn að vera svo lengi í burtu frá mér. Gild æð sást þrútna á enni unga mannsins, en hann svaraði rólega og vingjarnlega: — Mér finnst, að við ættunr ekki að fara að ríf- ast, að drengnum áheyrandi. Finnst þér það, Elsa? Hún roðnaði ofur lítið og setti barnið varlega niður. — Árni minn, mælti hún blíðlega. — Viltu fara og leika þér að hjólbörunum? Drenghnokkinn hljóp þegjandi eftir garðstígn- unr og settist í hjólbörur sínar framan við húsið, en beint á móti grasflötinni, sem þau tvö sátu á. Hann var fölur eftir veikindin, og svartir baugar undir stórum, gráum augunum. Hann langaði ekkert til að leika sér, jrað þreytti hann svo. Og honunr varð illt í höfðinu, er hann stakk sér koll- hnís, þó að karlinn þarna væri að segja honunr, að hann ætti að vera duglegur strákur. Þetta höfðu þau líka verið að segja á spítalanum. En þetta var bara bull, því að þar voru engir dug- legir strákar. Undir eins og þeir voru orðnir frískir, fóru þeir burtu, og konurnar á spítalan- um voru svo heimskar og harðhentar. Hann kenndi til, þegar þær mældu í honum lritann, og þá kallaði hann á mömmu sína, þangað til hann sofnaði. Drengurinn var undirleitur, og það fór ekki vel um hann þarna í hjólbörunum. Hann gat auðvitað beðið um að fara að hátta, en ólíkt skemmtilegra hefði verið að sitja hjá mömmu, og ef karlinn hefði ekki verið þarna, þá hefði hann mátt það. Varir hans titruðu, eins og hann ætlaði að fara að beygja af. Svo rétti hann úr sér og greip báðum lröndum fast um kjálkana á 72 hjólbörunum, því að xrú sátu þau ekki lengur á stólunum, heldur lágu þau hlið við hlið í gras- inu, og karlinn strauk með puntstrái um hálsinn á mömmu hans, en mamma lagði höndina á brjóst hans og höfuðið á öxlina á honum. Liltla drenginn langaði til að sparka karlin- um burtu og hjúfra sig að mömmu sinni. Það var alltaf svo góð af henni lyktin. Og þegar liann væri orðinn eins stór og pabbi hans, ætlaði hann bara að drepa karlinn undir eins. Hann kenndi til innvortis, næstum eins og hann hefði magapínu og þó ekki alveg. — Mamma, snökti hann, en mamma hans, sem líka hét Elsa og var mjög ástfangin, heyrði ekki til hans. Svo reisti hann sig á fætur, sparkaði í grassvörðirfn og reif upp handfylli af stjúpmóður- blómum. Hann stóð á öndinni af ótta yfir því, sem hann lrafði gert, fékk ákafan hjartslátt og gaut augunum til móður sinnar. En hún hafði hjúfrað sig enn fastar að manninum og sá ekkert, því að hún hafði aftur augun. Þá hrópaði drengurinn með hvellri röddu, svo hátt að hljóðið barst langt í logninu: — Ég skal segja pabba mínum það! Ég skal segja pabba mínum það! Hann stóð kyrr með op- inn munninn, utan við sig af æsingu, því að hann vissi vel, að það, sem hann hafði sagt, var hræði- legt. — Hvað ertu að segja, drengur? Þetta var rödd móður hans, og lnin var svo dapurleg, að hann fann einhvern undarlegan sársaukakenndan titr- ing í fótunum. Hún kom hlaupandi og lyfti hon- um upp. Drengurinn sá, að hún var voteyg, en það var henni mátulegt. Það var lrann sjálfur svo oft. — Árni minn, hvers vegna segir þú þetta? Veiztu ekki, að pabbi þinn fór frá mömmu og Árna? Og hvað liefðum við átt að gera, ef Georg hefði ekki komið? Georg er svo góður, og hon- unr þykir vænt um þig, bara ef þú ert vænn drengur. Hann hvarf til hennar og lét hana rugga sér eins og pelabarni — var í raun og veru pelabarn og vildi ekki annað vera. Nú stóð honum alveg á sama um Georg. Hann horfði sigri hrósandi yfir öxlina á móður sinni á manninn á grasbal- anum, sem var æði stúrinn á svipinn. Mamma sleppti ekki drengnum sínum. Hún settist með hann á garðstólinn og ruggaði honum aftur og fram — Árnadrengurinn minn —. (K. Ó. íslenzkaði.) SYRPA

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/1642

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.