Syrpa - 01.03.1947, Blaðsíða 40
Veiðimaðurinn frá Aluk
Til er gömul saga um veiðimann, sem fædd-
ur var og uppalinn í Aluk á Grænlandi. Hann
var svo samgróinn heimahögunum og hafði því-
líka ást á öllu umhverfinu, að hann gat aldrei
fengið af sér að fara á aðrar veiðastöðvar, enda
hafði hann alltaf nóg að bíta og brenna þar sem
hann var.
En þessi veiðimaður átti einn son, og þegar
drengurinn komst til vits og ára, fór hann að
brjóta heilann um, hvernig á því stæði, að hann
fengi aldrei að ferðast neitt frá Aluk.
Þegar allir aðrir úr byggðarlaginu fóru til veiða
í önnur héruð, langaði hann oft til að slást í för-
ina, en af því að honum þótti svo vænt um föður
sinn, reyndi hann að láta ekki á því bera. Stund-
um var hann samt að tala utan að því að gaman
væri að sjá sig um víðar en heima, en þá fékk
hann allaf sama svarið:
„Allan aldur minn hef ég alið í þessu byggðar-
lagi og aldrei augum litið aðra staði“.
En í hvert skipti, sem aðrir ungir menn lögðu
upp í ferðalag, og feðgarnir urðu einir eftir, varð
sonurinn þögull og utan við sig.
Er líða tók á sumarið, gat faðirinn ekki sof-
ið á morgnana, þegar sólin kom upp og breiddi
ljós sitt yfir lönd og höf. Menn sögðu að það
væri af því, að hann mætti ekki til þess hugsa
að vera ekki viðstaddur, þegar hún risi úr hafinu
og fyrstu morgungeislarnir brotnuðu á fann-
hvítum jakabreiðunum. Sú sjón var honum svo
hjartfólgin, að honum var um megn að yfirgefa
heimkynni sín.
Svona leið ár eftir ár, og að því kom, að faðir-
inn gat ekki fyrir elli sakir stundað veiðina leng-
ur, og varð þá sonurinn að taka allt á sínar herð-
ar. En þá fór útþráin að gera vart við sig að nýju,
og einn góðan veðurdag herti hann upp hugann
og sagði: „Nú ætla ég að láta verða af því að fara
að heiman og litast um annars staðar í veröld-
inni.“
Lengi beið hann eftir svari, en gamli maður-
inn mælti ekki orð frá munni, svo hann reyndi
enn á ný að kæfa niðri í sér ferðalöngunina. En
samt kom að því, þegar frá leið, að hann gat ekki
við sig ráðið og ákvað að hætta ekki fyrr en fað-
irinn léti undan.
Svo var það einn dag, þegar hann var kominn
heim af veiðum og þeir feðgarnir sátu einir saman
og biðu kvöldsins, að sonurinn sagði:
„Nú ætla ég að láta verða af því að fara héðan
og skoða mig um í fjarlægum landshlutum."
En það fór eins og fyrri daginn, að gamli mað-
urinn svaraði ekki neinu, en þegar sonurinn end-
urtók orð sín, þá sá liann sitt óvænna og sagði,
að þetta yrði þá svo að vera.
„En þú verður þá að lofa því,“ bætti hann við,
„að fara ekki mjög langt norður, og eins því að
koma aftur hingað heim.“
Nú glaðnaði yfir syninum, og hann fór í óða
önn að ganga frá bátnum sínum og undirbúa allt
til ferðarinnar.
Svo einn fagran og bjartan sumarmorgun
lögðu þeir af stað norður á bóginn. Langt, langt
reru þeir, og því lengra, sem þeir komust, því
fegurra þótti syninum um að litast.
Og þeir reru og reru, og því meira sem þeir
fjarlægðust átthagana, þeim mun skýrar stóðu
þeir gamla manniiium fyrir hugskotssjónum.
Og hann varð svo gagntekinn af heimþrá, að
hann hætti alveg að geta sofið. Um sólaruppkom-
una var hann alltaf á verði til að gá að því, hvort
hún væri nokkuð svipuð og heima; en alltaf fór
það svo, að eitthvert fjall skyggði á fyrstu geisla-
brotin, þegar sólin gægðist upp úr hafinu.
Lengi vel minntist gamli maðurinn ekkert á
þetta, en svo kom að því, að hann gat ekki borið
kvölina einn, svo hann sagði við son sinn:
78
SYRPA