Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 75

Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 75
SAAB-9000 Frh. aj bls. 73 metra kappakstursvélum kleift að framleiða yfir 800 hestöíl, en Saab 9000 er ekki kappakstursbíll og lætur sér nægja 175 stór og feit hestöfl við aðeins 5300 snúninga á mín. Það sem meira var lagt upp úr er mikið snúningsátak (tork), lítil eyðsla og ekki síst afar hreinn út- blástur sem hægt er að bæta enn meir. Þessi vél mun duga Saab inn í 21. öldina og er ein sú tæknilega fullkomnasta sem fæst nú í fólksbíl. Hún skutlar þessum rúmlega 1300 kílóa þunga bíl á aðeins 8,3 sekúnd- um upp í 100 kílómetra hraða og hámarkshraðinn er vel yfir 220 kíló- metrar á klukkustund (hefur komist yfir 240!). í fyrsta sinn í sögu Saab er vélin höfð þversum milli fram- hjólanna og við hana er nýr fimm gíra kassi sem Saab-menn hönnuðu og smíða sjálfir. Sjálfskipting er ekki fáanleg strax, í hillum ZF og Getrag eða Borg-Wamer sem selt hafa Saab sjálfskiptingar er ekki til neitt pass- andi ennþá, en úr því verður bætt á næsta ári. Vél, kassi og fjöðrun er sem sagt allt nýhannað af Saab sjálfum, en boddískelin varð til í samvinnu við þijár ítalskar verksmiðjur, Alfa Rom- eo, Fiat og Lancia. Þetta samstarfs- verkefni hefur gengið undir nafninu Tipo Quattro, eða gerð 4, sem Giug- iaro teiknaði sameiginlega og hver lagar að sínum smekk. Lancia hefur nú birt myndir af sinni útgáfu sem nefnist Lancia Thema og af þeim má greinilega sjá skyldleikann við Saab 9000 þótt Thema sé fjögurra dyra með skotti og með annað kram og afturfjöðrun. Saab-menn segja að aðeins um 18 hlutir séu í rauninni þeir sömu hjá öllum, allt annað sé þeirra eigið, en Lancia Thema V6 hlýtur að verða einn af skæðum keppinautum Saab 9000. Já, Saab er komið langa leið frá sérvitringslega tvígengis apparatinu sem var þeirra eini bíll frá byijun 1947 til 1967 þegar 99an kom. Þessi fyrsti nýi bíll Svenska Aeroplan Akt- iebolaget í 17 ár sýnir hvert stefnir, Saab eru að færast upp á við og þvi verður haldið áfram. Það þýðir nefni- lega ekki fyrir jafn lítið fyrirtæki og fólksbíladeild Saab að ætla að reyna að keppa um bita á ódýrari enda markaðarins, ekki einu sinni á miðjunni. Leiðin liggur upp, þar er styrkur Saab og þar er betri af- komu að fá, þar sem alltaf er meira lagt á dýra bíla en ódýra. Næsta skrefið verður að láta þennan nýja ávöxt evrópsks samstarfs smám saman koma í stað 900 línunnar sem er úrelt með öllu í samanburði við 9000, og síðan hnígur Saab 90 hljóðlega út af. Þá er eftir ómengað gæðabíls- merki, það sama og á fullkomnustu orrustuþotum heims. Gult & Silfur er meðal fyrstu skartgripaverslana, sem flytja inn slípaða demanta í háum gæðaflokki. Hverjum demanti fylgir ábyrgðarskírteini, gæðastimpill okkar. Viljir þú fá nýjan stein er sá gamli tekinn upp í á fullu verði. Verð demantanna og sérþekking Gulls & Silfurs stenst erlendan samanburð. Demantur er rómantísk gjöf og um leið hagkvæm og skynsamleg fjárfesting. Gefðu demant. > # CEFÐU DEMANT » -i „ íjÉBþ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.