Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 8
UÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON
BOSS sérhæfir sig í
nýtískulegum herrafatnaði
Áður sérhæfði fyrirtækið sig í vinnufatnaði, einkennisbúningum,
úlpum og einföldum herra- og barnafatnaði. LUXUS ljósmyndaði
sýnishorn af nýjustu fatasendingu BOSS til Sævars Karls í Bankastræti
Fyrirtækið sem framleiðir Boss
fatnaðinn er hvorki franskt
né ítalskt og höfuðstöðvar
þess er ekki að finna í París, Mílanó
né neinni annarri háborg tískunnar.
Ef svo má segja, þá á Boss rætur
sínar að rekja til smábæjarins Metz-
ingen, um þrjátíu kílómetra frá
Stuttgart í Vestur-Þýskalandi. Þar
stjóma tveir bræður, Jochen og Uwe
Holy, fyrirtæki sínu af röggsemi og
festu. Svo mikil gróska er reyndar í
fyrirtæki þeirra, að í fyrra jókst sala
Boss fatanna um þijátíu prósent.
Nú skyldi maður ætla, að fyrir-
tæki, sem á slíkri velgengni að fagna,
væri nýtt af nálinni og byði upp á
eitthvað byltingarkennt, sem hefur
ekki sést áður. Fýrirtækið er orðið
TBXTI:
ÁSGBIR TOMASSON
sextíu ára gamalt. Það var stofnað af
afa þeirra bræðra, Hugo Boss klæð-
skera, árið 1924. Áratugum saman
sérhæfði fyrirtækið sig í vinnufatn-
aði, einkennisbúningum, úlpum og
einföldum herra- og bamafatnaði.
Árið 1967 tóku bræðumir við
rekstri fyrirtækisins. Þeir ákváðu
fljótlega að breyta með öllu um
stefnu: leggja einkennis- og vinnu-
fatnaðinum, en sérhæfa sig þess í
stað í nýtískulegum herrafatnaði.
Jochen og Uwe Holy em báðir við-
skiptamenntaðir. Ef til vill hefur það
ráðið einhveiju um, að þeir reyna
aðallega að höfða til kaupsýslu-
manna með klæðnaði sínum, -
ungra og frísklegra manna á uppleið
í viðskiptalífinu, sem gera kröfur til
fornlegheita, útlits og frágangs, en
vilja auk þess svolítinn frískleika í
sniðinu. Og ekki ber á öðm en að
viðskiptafræðingurinn og rekstrar-
hagfræðingurinn hafi veðjað rétt,
miðað við hversu mikilli velgengni
framleiðsla þeirra hefur átt að fagna
á undanfömum ámm.
„Vel klæddir hæfileikamenn, sem
fólk lítur upp til, em okkar besta
auglýsing," segir Jochen Holy. Ár-
lega ver hann tugum þúsunda
marka til að fylla klæðaskápa fræk-
inna íþróttakappa af Boss fatnaði.
Meðal þeirra má nefna tenniskapp-
ann Björn Borg, Júrgen Hingsen