Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 45

Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 45
Þegar ný blöð eða tímarit hefja göngu sína reyna aðstandendur þeirra oftast að brydda upp á einhverjum nýjungum í efnisþáttum, og ekki síst framsetningu. - Þegar aðstandendur LUXUS voru að velta fyrir sér fyrirkomulaginu á fyrsta stóra viðtali tímaritsins kom upp sú hugmynd að fá hina nýstofnuðu Stjörnuspekimið- stöð við Laugaveginn hér í Reykjavík til að gera stjörnukort viðmælandans og fá þannig eins konar leiðarhnoða inn í persónu hans. - Viðmælandinn, Sigurður Sigurjónsson leikari, var beðinn um fæðingardag, -ár og -klukkustund, sem eru þær upplýsingar sem tölva Stjörnuspekimiðstöðvarinn- ar þarf til að keyra út kortið, sem síðan var túlkað fyrir blaðamanni af Gunnlaugi Guðmundssyni stjörnuspek- ■ngi. Loks fékk Sigurður að skoða stjörnukortið sitt í nokkra daga áður en viðtalið átti sér stað. TEXTI: PÁLL PÁLSSON Og það Jyrsta sem ég spurði Sigga ~ já, einhuern veginn er það nú Þannig að þegar maðurfer að tala við hann, þá ávarparmaður hann aldrei Sigurð heldur Sigga - þegar við vorum sestir inni í stofu heima ájá honum á Merkurgötunni í Hafn- ajirði, var hvort hann hejði séð sjáljan sig í stjörnukortinu. -Jú, ég verð að segja að það er þarna margt helvíti líkt mér, neyðar- 'ega líkt liggur mér við að segja, en annað ekki . . .“ - Grundvallarútkoman úr stjörnukortinu þínu er sú að þú sért mjög mótsagnakenndur persónu- leiki, og að sálarlíj þitt einkennist °J togstreitu d milli kaos og keijis; nð þú verðir að haja líjþitt íJöstum skorðum, en þolír hins vegar ekki hömlur. - Finnst þér þetta passa? -Já, þetta getur alveg passað við núg; þetta að hafa fastan punkt í tilverunni, en vera laus eða frjáls eins og ég er í mínu starfi. En ég hef hins vegar aldrei upplifað þetta sem togstreitu, að minnsta kosti ekki meðvitað, og alls ekki meðvitað í þeim skilningi að ég hafi farið út í 'eiklist beinlínis til að leysa einhveija togstreitu í sálarlífinu. Hjá mér kom leiklistin eiginlega óvart; ég var bú- tnn með gagnfræðaprófið og hafði unnið eitt ár í byggingarvinnu þegar ég ákvað að skella mér í Leiklistar- skólann, þannig að ég var ekki eins og margir sem eru með þetta á hreinu frá blautu bamsbeini. - En þetta er alveg laukrétt, að mér líkar vel að hafa undirstöðuna á hreinu, svo sem heimilislífið, og getað svo lyft mér á flug og fantaserað eins og í leiklistinni. Og þó að ég sé ráðinn hjá Þjóðleikhúsinu, sem verður að teljast fastasti punkturinn í leiklist á Islandi, þá er starfið þar svo fjöl- breytilegt - maður er alltaf að vinna með nýju fólki, nýjum leikstjóra, við ný leikrit og svo framvegis - að ég hef aldrei fundið fyrir neinni tog- streitu í þeim skilningi sem við emm að ræða hér. Það er helst þegar leikrit er keyrt stíft að maður fari að finnast maður kominn í einhveija rútínu, til dæmis sum bamaleikrit eins og Lína Langsokkur eða vinsæl- ar sýningar eins og Gæjar og píur. Svo er það oft þannig að það er bara eitt leikrit í gangi á vorin, sem er sýnt á hverju kvöldi, og þá finnst manni oft eins og maður þurfti að hafa meira fyrir hlutunum, að mað- ur sé í stríði sex kvöld vikunnar. Og stærsti hlutinn í þessu starfi er auð- vitað að sýna fólki, finna viðbrögðin. Það væri kannski skemmtilegt að æfa leikrit og frumsýna, — hætta svo og byija á nýju stykki. En þá er maður náttúrlega í litlu sambandi við áhorfendurna, sem leikhúsið snýst fyrst og fremst um. - En það versta sem komið getur fyrir leikara er ef honum finnst hann vera kom- inn í rútínu. Maður hefur séð sorgleg dæmi um þetta til dæmis í Englandi þar sem sýning hefur kannski geng- ið í fjögur til fimm ár. Þar merkir maður þennan leiða, sem er sjald- gæfur hér vegna þess að við erum alltaf í nýjum og nýjum stykkjum. Maður yrði vitlaus ef maður væri í leikriti sem sýnt væri á hveiju kvöldi í þijú ár . . .“ - Geturðu ímyndað þér hvað þú hejðir gert ej þú hejðir ekki Jarið í leiklistina? „Já, ég tel næsta víst að ég hefði farið í einhveija iðn. En sem betur fer fyrir iðnaðinn í landinu varð ég ekki iðnaðarmaður, því ég get víst örugglega gortað mig af öllu öðru en því að vera handlaginn." — Stjörnukortið segir að þú þurjir aðjást viðjjölbreytt viðfangsefni og Jorvitnast um ólíklegustu hluti. Það er Ijóst að þú Jærð útrás Jyrir þetta í leiklistinni, en hvað með áhuga- málin þar Jyrir utan? „Já, það gildir greinilega það sama um þau, því ég hef verið hinn mesti dellukall í gegnum tíðina og prófað ýmislegt. Ég var til dæmis með kaf- aradellu um tíma, og það var einmitt í tengslum við hana sem ég kom fram í eitt fyrsta skiptið, þegar ég brunaði á sjóskíðum eina ferð framhjá bryggjunni í Hafnarfirði á sjómannadeginum. Ég ætlaði að gera það svolítið töff og það munaði engu að það yrði virkilega töff því ég lenti næstum á einum bryggjustólp- anum. - Jájá, ég kafaði heilmikið héma í sjónum og tíndi spúna í Þingvallavatni, það er heilmikið af botnföstum spúnum þar. En þegar næsta della tók við hjá mér, leiklist- ardellan, hætti maður að eiga fyrir mat svo ég neyddist til að selja bún- inginn og hef alltaf séð mikið eftir honum. Svo var ein dellan þannig að ég fór að taka upp á því að mála hérna heima hjá mér, hahaha . . ?“ - Mála heima? „Jájá, það er búið að gera mikið grín að því, sérstaklega því að ég var i öllum stílum: grafík, dúkristu, olíu, akryl og svo framvegis. Ég var náttúrlega bara að þessu fyrir sjálfan mig, og það er búið að henda flestum myndunum sem ég gerði. Þetta fór nú aldrei neitt út fyrir heimilið, og var bara afslöppun, og ég held að ég hafi aldrei verið efni í neinn stórmál- ara. Og ég var mikið gagnrýndur af kunningjunum fyrir að vera að vas- ast í of miklum stílum . . . Jájá, ég málaði meira að segja líka talsvert eftir númerum, og vil meina að það sé mjög skapandi að mála eftir núm- erum, sérstaklega ef maður fer ekki eftir þeim, þá veita þau ótal mögu- leika . . .“ - Fleiri dellur? „Ja, ég er með veiðidellu á mjög háu stigi, eins og svo margir íslend- ingar. A vorin verður þetta beinlínis sjúkt, veiðidellan herjar þá svo heift- arlega á mig að mér líður illa, og þá er eiginlega hætt að vera gaman að þessu. Ég fór t.d. núna áðan áður en þú komst suður á hafnargarð og veiddi tvo ufsa undir því yfirskini að dóttir mín, sem er þriggja ára, hefði svo gaman af því - sem hún hafði náttúrlega ekki. — Nú, svo safna ég öllu sem viðkemur Chaplin - öllum fjandanum: brúðum, ljósmyndum, plakötum . . . hveiju sem er. Ég á nú reyndar ekki sérstaklega stórt safn af munum tengdum Chaplin, en þó, bíddu aðeins . . .“ Siggi hleypur Jram og sækir pipar og saltstauka, sem eru útskeijir skór og hattur Chaplins. - „Einar Sveinn ballettdansari, sem er að læra í New York, sendi mér þessa. Hann er á þessari línu líka. Við deildum bún- ingsherbergi í Þjóðleikhúsinu síð- astliðinn vetur, og hann var með póstkort af kallinum hangandi uppi á vegg hjá sér og ég fór að spyrja hann út í það, og þá kom þetta sem sagt í ljós að við erum báðir Chaplin- safnarar, og póstkortið var lukku- merkið hans Éinars.“ - Fyrst þú ert svona mikill dellu- kall, megum við þá eiga von á því að þú gejir leiklistina upp á bátinn einn góðan veðurdag og gejir þig á vald, tja til dæmis Jlugdellu og geristjlugmaður? „Já, allt í sambandi við flug freist- ar mín mjög mikið, svifdrekaflug, fallhlífarstökk og svo framvegis. En nei, ég vona ég eigi aldrei eftir að hætta að leika.“ - Eftirminnilegasta leikrítið . . ? „Amadeus - það er alveg tvímæla- laust mitt eftirminnilegasta leikrit fram að þessu. Það var mikið breik fyrir mig sem leikara, þar sem ég gat sameinað trúðinn og alvöruna. í leikritinu er dregin upp alveg ný mynd af Mozart, sem gengur þvert á þær hugmyndir sem fólk hefur haft um persónu hans. Þess vegna kom upp nokkuð sem mér þótti mjög leiðinlegt. Það voru margir sem vildu skrifa það á minn reikning að hann birtist á sviðinu sem skrípafígúra, en samkvæmt heimildum var Amad- eus margfalt tjúllaðri en ég var nokkru sinni á sviðinu. Þetta voru kannski eðlileg viðbrögð hjá fólki, það er búið að sjá mig leika svo mikið skrípó. Og ég varð jafn hissa og flestir aðrir á því hvernig Amad- eus var í raun og veru þegar ég var að lesa leikritið og heimildir tengdar því. Kúkstalið var til dæmis yfir- gengilegt hjá honum, bréfin sem hann skrifaði systur sinni enduðu gjaman: „. . . ég vona að þú soffr vel og kúkir á þig í svefninum" eða eitthvað svoleiðis. En það er með raunveruleikann, að þegar á að setja hann upp á svið verður oft að draga verulega úr honum, því annars virk- ar hann svo stórkostlega ýktur. Það var stórlega dregið úr tjúllun Amad- eusar, en ég fékk samt í bakið að Siggi skrípóleikari væri að klúðra alvarlegu hlutverki . . .“ - Er ekki hræðilegt Jyrír leikara að Já svona Jastan stimpil á sig; trúðurínn, fyllibyttan, glæpamað- urínn og svo Jramvegis? „Jú, það er það náttúrlega, en með Amadeus held ég að þessi viðbrögð fólks hafi fyrst og fremst verið vegna þess að það þekkti ekki raunveru- lega persónu hans. Mér finnst ég hafa leikið góða breidd á mínum stutta ferli sem leikari. Hins vegar hef ég mikið komið fram í sjónvarp- inu sem skrípóleikari og þess vegna er mest talað um mig sem slíkan. Ég hef til dæmis verið með í mörgum áramótaskauptum - þegar öll þjóðin er límd við kassann og gleypa mann í sig og öllum finnst að það hafi nú verið miklu betra í fyrra. Og eftir að ég lék Elías í Stundinni okkar setja öll börn í landinu samasemmerki á milli mín og hans - þó að það hafi bara verið átta sinnum sem ég lék Elías. Það er því leikur í sjónvarpi sem helst festir leikara í ákveðnum hlutverkum, samanber erlenda framhaldsmyndaflokka. Fýrir mér er þetta spuming um góðan og vondan leikara, þó ég skilji vel að það geti truflað marga að sjá sama manninn mest í sömu rullun- um. Og fyrir mig er þetta ekki eins mikið vandamál og margir halda. Ef ég er spurður hvort mér finnist ekki erfitt að vera stimplaður gamanleik- ari, þá segi ég alltaf að mér finnist það bara fínt og upphefð í því. Það er frekar kostur en hitt í starfinu og hjálpar manni mikið, þó ekki væri nema vegna þess að þá fær maður meira að gera. Það er líka ekki síður erfitt - ef ekki erfiðara - að leika í kómedíu en tragedíu.“ — Nú má ráða aj stjörnukortinu þínu, að þarsem þú ert mjög tlljlnn- inganæmur og leggur miklð upp úr smáatríðum, þá verður þú nánast algjörlega sú persóna sem þú ert að leíka á svlðlnu. - Hvernlg nálgastu hlutverkin? „Já, þetta passar og passar ekki. í daglega lífinu er ekki hægt að segja að ég sé smámunasamur; ég held ég sé frekar tjásulegur en hltt svona dags daglega. Þetta er kannski ó- meðvitað í leiklistinni, en ég veit um marga leikara sem leggja meira upp úr smáatriðum en mér finnst ég gera, og mér finnst reyndar að ég mætti gera meira af því. Það er mikill kostur hjá leikara að nostra við smáatriðin, því margt smátt ger- ir eitt stórt. - Nú, hvemig ég nálgast þá persónu sem ég er að fara að leika þá er það nánast á jafn marga vegu og persónumar em margar. Ég man eftir leikara sem sagði í þessu sam- bandi, og það er eins og talað út úr mínu hjarta: „Þetta bara leikst!" - Maður getur ekkl útskýrt nákvæm- lega hvemig maður leikur, þetta bara leikst, vel eða illa. Það er kannski billegt að segja þetta, en svona finnst mér þetta vera í praxis. - Ég get ekki alltaf sagt af hveiju ég geri hlutina svona og svona, því ég veit það ekki sjálfur. I leiklistarskóla lærir maður ekki hvernig maður á að leika. Maður lærir leiklistarsögu og tæknileg atriði, en ekki hvernig maður á að leika. Það em auðvitað heilmiklar pælingar í gangi um hvemig leikari eigi að nálgast þær persónur sem hann er að fara að leika, en ég hef aldrei lagt mig sér- staklega eftir þvl að skilgreina slíkt, enda er það ekki aðferðin sem skiptir máli heldur útkoman." — Þú notast þá ekki vlð nettt ákveðið kerji, þegar þú ert að búa þig undir hlutverk? „Nei, það fer bara eftir því sem maður er að vinna að hveiju sinni. Hins vegar hef ég reynt að koma mér upp ákveðnu kerfi eða aðferð í sam- bandi við heimavinnuna, en hún er um það bil einn þriðji af undirbún- ingnum fyrir hvert leikrit. Og það felst aðallega í því að reyna að fast- setja tíma á hveijum degi til að vera einn með handritinu mínu. Það er oftast þegar aðrir á heimilinu em famir að sofa, og þá er ég með allslags stæla, sem ég hef ekki hug- mynd um hvemig nýtast mér, svo sem að æfa mig fyrir framan spegil eða inn á segulband. Níutíu prósent af heimavinnunni fer þó í að hugsa og lesa um hluti sem tengjast við- fangsefninu. Ég get líka alltaf verið að vinna þegar ég er einn, sama hvar ég er staddur, eins og í strætó eða bílnum mínum. Svo er hluti af vinn- unni að fara í raddþjálfun hjá Göggu, enda veitir mér ekki af, þvi ég hef ekki nógu skýran framburð. Líkamsþjálfun er náttúrlega líka stór þáttur í þessu öllu, maður verður að vera í góðu formi, enda eins gott þegéir maður er til dæmis alltaf að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.