Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 61

Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 61
París fer óumdeilanlega með forystuhlutverkið í tísku- heiminum. Tískuhúsin þar í borg gefa línuna og tvisvar á ári fyllist borgin af innkaupastjórum tískuverslana annars staðar að úr heiminum sem og tískufréttaritur- um og öðrum, sem láta sig tískuna einhveiju varða. Sýningar standa frá morgni til miðnættis og ljós- myndarar sjást út um alla borg við myndatökur af tískusýningarstúlk- um. Stærsta myndin hér á opnunni er tekin í Rue du Faubourg Saint- Honoré þar sem stærstu nöfnin eru með verslanir í röðum, svo sem eins og Lanvin, Dior, Yves Saint-Laurent, Gucci, Louis Feraud, Ungaro, Balmain og fleiri. Og í þessari götu, sem og öðrum í París þar sem eitt- hvað er um vegfarendur að ráði, er kaffihús þar sem notalegt er að tylla sér niður í lengri eða skemmri tíma og fjárfesta í kaffisopa. Carmen er til sýnis í París líkt og við Ingólfsstrætið. Hér að vísu aðeins á hvita tjaldinu. En viljir þú njóta lifandi tónlistar er af nógu að taka í París. Þú getur t.d. farið í hina frægu óperu - og þú munt njóta þess þó óperusöngur sé ekki þitt uppáhald; í París er nefnilega eitt íburðarmesta óperuhús veraldar. Annars er líka nóg af annars lags músík í borginni, jazz, rokk og hvaðeina. Nefndu það bara. Nú, og svo ert þú líka alltaf að ganga fram á götusöngvara sem slá ekki hend- inni á móti smápeningunum þínum. Strákamir með gítarana á myndinni hér fyrir neðan sungu full- um hálsi lög Simons og Garfunkels af svo mikilli snilld, að mannfjöldinn sem safnast hafði saman til að hlýða á sönginn, ætlaði af göflunum að ganga þegar tveir lögreglumenn stöðvuðu skemmtunina. Karlinn á myndinni lengst til hægri átti ekki gítar og var of rámur til að geta önglað saman fyrir máftíð með sönglist. En þá var bara að aðgæta, hvort einhver hefði ekki hent ætilegum matarleifum í rusla- dallinn við gangstéttarbrúnina. Hann hefði trúlega fengið vatn í munninn við þá sjón sem blasti við okkur í næstu götu, tveim stómm kössum fullum af þessum löngu, góðkunnu franskbrauðum. Hér til vinstri sjáum við leiðsögu- mennina Henríettu og Rósamundu gera heiðarlegar tilraunir til að lesa út úr landakorti með eiginkonu höf- undar þessa greinarstúfs. Þær vom þarna komnar í sitt fínasta tilbúnar að taka á móti 30 íslenskum kvensum, sem ætluðu að kynnast París undir handleiðslu þeirra. Myndin þar fyrir neðan sýnir eina nýjustu verslunarmiðstöð Parísar, Fomm Les Halles, sem er skammt frá Pompidou safninu. Þar em eink- um fataverslanir og úrvalið geysi- gott, hvort sem þú ert að leita að gallabuxum eða spariklæðum sam- kvæmt nýjustu tísku. í verslunar- miðstöðinni og í nágrenninu er líka að finna marga fyrirtaks matsölu- staði. Sjáið sérkennilegt byggingar- lag miðstöðvarinnar og aldagamla bygginguna í baksýn. Það er ekki óalgengt að rekast þannig á and- stæður tímanna tvennra í henni París. Loks er að geta skemmtanalífsins, sem París er svo margfræg fýrir. Næturlífið er ótrúlega fjölskrúðugt og þú hefur það á tilfinningunni, að borgin taki aldrei á sig náðir. Kaffi- húsin em mörg hver opin fram til a I o Q klukkan fimm á morgnana og alls staðar er fólk á ferli. Þú getur alltaf fundið stað sem selur þér eitthvað í svanginn. Nokkuð sama hvar þú sest að snæðingi, Fransmenn em allir snillingar í matargerð. Næturklúbbar Parísar em margir heimsfrægir og nægir þar að minna á Rauðu mylluna og Lido. Einnig em sýningamar á Crasy Horse Sal- oon vel þekktar. Hér á síðunni er mynd frá sýnignaratriði þar á bæ. r c c/a ON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.