Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 89

Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 89
ONE LOVE [\vp!e ( kt Rcady Schubert samdi meira en 600 söng- lög og svo mætti lengi telja. Ef þú býrð á Reykjavíkursvæðinu eða í nágrenni þess þá eru útfarnir sérfræðingar í hljómplötudeild Fálkans. Laugavegi 24, og Hljóð- færahúsinu, Laugavegi 96. Pétur Guðlaugsson í Fálkanum er búinn sérstökum hæfileikum í þessu skyni og Árni Ragnarsson í Hljóðfærahús- inu hefur margra ára reynslu í svona leiðbeiningum. Að öllum líkindum hafa þeir bestan tíma til að spjalla við þig fyrripart dags um miðbik vikunnar. Utan Reykjavíkur er víst ekki mikið úrval af klassískum plötum í hljómplötuverslunum nema í Tónabúðinni á Akureyri. Þeir sem hafa virkilegan áhuga á tónlist, sama hvers kyns hún er, geta haft gaman af að grúska í öllu mögulegu sem henni viðkemur og smám saman getur grúskið orðið að söfnunaráráttu. Mikið plötusafn kallar síðan á góð hljómflutnings- tæki. Æðri tónlist þarf ekki að spila mjög sterkt (nema kannski Wagner °g hans líka) en hljómtækin ættu að vera vel stillt og laus við málmhljóð. Best er auðvitað að hlusta á tónlist af þessu tagi á hljómleikum. Ef þú gerist forfallinn klassík- hlustandi geturðu átt tvennt á hættu; annaðhvort finnst þér þessi tónlist svo stórkostleg að þú ferð að prédika um ágæti hennar í tíma og ótíma eða þá að þú gætir orðið að óforbetranlegum músíksnobbara. Hvort tveggja getur þó elst af með tímanum. í fyrra tilfellinu skaltu hafa hug- fast að æðri tónlist hefur verið til öldum saman og hér á landi eru þúsundir manna, sem hafa gaman af henni. Fáirðu hins vegar snobb- araeinkennin skaltu bera saman eftirfarandi samtöl: A: Fórstu á Vínkelskí-hljómleik- ana ájimmtudaginn var? B: Að sjáljsögðu. Hvaðfannstþér um b-mollið? A: Ég var nú ekkert oj hrijinn. Mér Jinnst hann miklu betri í E- dúrnum. B: Er það? Finnst þér ekki Richt- er passa þar betur? A: Jú og nei. Mér Jinnst hann alltaj spila allegrettóið oj hratt. Hann ætti að geja því örlítið meira rúbató. B: Vínkelskí hejur ótrúlega næmt eyajyrir smáatriðunum í b-moll- inu. A: Hann hejur öruggan stíl, já, en vantar£ölbreytnina. B: Og á það til að hunsa áherslu- merki tónskáldsins. A,- Mér Jinnst hann eiga betur heima C dýpri verkum með króm- antískum blæ. B: Eins og Brahms 2. A: Einmitt. Menn sem tala svona skilja ugur hvað hinn er að meina (eða hvað þeir eru að rugla sjálfir). Að minnsta kosti virðast þeir ekki hafa heilbrigt gaman af tónlist. Maður þarf ekki að setja sig í hátíðlegar stellingar yfir allri klassískri tónlist eins og kemur fram í næsta viðtali: A: Fórstu í Háskólabíó ájimmtu- daginn? B: Já, því miður. Algert mask í b-moll. A: Óttalegt mask, já. Hann ætti að halda sig við Liszt. B: Þeir vildu víst að hann reyndi við E-dúrinn en hann strækaði. A: Ræjilstuskan. B: Ég gat ekki einu sinni náð mér í kók í hléinu. A: Æjá, þetta var háljgerð tíma- sóun. Ætlarðu á Gaukinn í kvöld? I seinna viðtalinu töluðu saman menn sem bæði höfðu vit og áhuga á góðri tónlist. Og hafðu engar áhyggjur þótt þér finnist þú ekki vita mikið um tónlist- ina sem þú hlustar á. Ánægjan er aðaiatriðið. Þekkingin getur komið smám saman og þá getur jafnvel runnið upp fyrir þér að sígild tónlist þarf ekki að vera neitt endatakmark í sjálfu sér. Þú gætir allt eins farið að hlusta á trúarsöngva búdda- munka frá Tíbet, raga-tónlist frá Indlandi eða frumstæðaan reyr- flautuleik frá Salomónseyjum. (Viðtölin eru staðfærð upp úr grínbókinni Blujj Your Way in Music eftir Peter Gammond.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.