Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 74

Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 74
74 LUXUS SVENNI OG JANA Frh. aj bls. 43 Svo er Peter Stringfellow, sem á Hippodrome, að undirbúa íslenska viku hjá sér í London. Þar verða tískusýningar með íslenskum mód- elum, Berglind Johansen fegurðar- drottning verður heiðursgestur, ís- lenskur matur, Miss World verður þama og hvað eina. LIJXUS: Við höfum ekkert minnst á auglýsingahliðina ennþá. JANA: Það er nú bara stærsti hlut- inn af þessu öllu saman. Það er rosalegur peningur sem fer í þær. Nú er t.d. að koma ný sjónvarpsaug- lýsing frá okkur. SVEINN: Það þýðir ekkert að hafa neina stöðnun í þessum skemmtan- abransa. Fólkið vill eitthvað nýtt og ef því er ekki sinnt, þá er alveg eins gott að loka. JANA: Samkeppnin er mikil og það er um að gera að ná þessum fjölda, sem fer á böll, inn. Stöðunum er alltaf að fjölga en Óli virðist alltaf halda sínum fjölda. Ég held meira að segja að hann fari stækkandi. SVEINN: Það hefur aldrei verið svona mikil aðsókn að Hollywood eins og undanfarið. JANA: Það er sama sagan upp frá. Eins og í sumar. Veðráttan hefur kannski haft sitt að segja, en mér er alveg sama. Það var rosaleg aðsókn. LUXUS: Hvaða áhugamál hafið þið þegar skemmtanabransanum sleppir? SVEINN: Ég hef mitt áhugamál sem ég vinn við líka. Það er hesta- mennskan. Ég er í Félagi tamninga- manna sem var stofnað fýrir nokkr- um árum. Við erum með tamningar og sýningar á íslenskum hestum á stefnuskrá. Ég er búinn að fara mörgum sinnum utan fyrir Sam- bandið vegna sýninga. Ég fer annað hvert ár á stærstu hestasýningu í Evrópu í Equitana í Þýskalandi. Það koma fleiri milljónir manns á þá sýningu. Svo var ég tvö ár í Kanada, fór sitthvort árið til Vancouver og Toronto. Það var æðisgengið. Við riðum eftir aðalgötu Toronto — og öll umferðin, maður! Það var eins og Reagan forseti væri á ferðinni. Við vorum með kúrekahatta á íslensk- um hestum. Svo er ég allan veturinn að temja uppi í Víðidal. Þetta er mitt aðaláhugamál - og vinnan hérna. JANA: Og heimilið. LUXUS: Er ekki dálítið erfitt að halda heimili þegar þið vinnið svona mikið? JANA: Við erum æðislega heppin. Við höfum svo góðabarnapíu, stelpu sem sefur alltaf heima um helgar og á fimmtudögum ef út það er farið - og hún er svo góð við strákinn. Svo getum við leitað til pabba, mömmu og tengdó eða frændfólks ef þannig stendur á. SVEINN: Annars fer ég miklu seinna í vinnuna en Jana svo að hann er yfirleitt kominn í ró þegar ég fer. Svo er hann með mömmu sinni allan daginn. Við tökum hann líka með okkur ef við þurfum að skreppa upp í Hollywood eða Broadway að degi til. JANA: Hann finnur ekki svo mikið íyrir þessu. Ég vinn ekki allan daginn. Hann er með okkur frá því hann vaknar - við erum alltaf heima fyrri part dags - og meira eða minna alla vikuna. SVEINN: Stundum segir hann við okkur: „Fer Unna,“ barnapían okkar, „ekki bráðum að korna?" Þá vill hann bara losna við okkur. Vill fá smá breytingu. JANA: Svo segir hann: „Eruð þið ekki að fara að vinna í kvöld?" Ef við segjum nei, þá segir hann: „Oooh!“ SVEINN: Þá er hann búinn að fá nóg af okkur. Við gætum þetta ekki ef við hefðum góða barnapíu. JANA: Þau eru líka svo miklir vinir. Ég myndi aldrei gera þetta ef hún hætti hjá okkur. Ég myndi ekki treysta mér til að fá hina og þessa. Sveinn sækir hana á kvöldin og ekur henni heim á morgnana. Við kom- um heim klukkan 5 og sofum kannski til 10. Við sofum yfirleitt aldrei fram eftir. LUXUS: Sofið þið aldrei lengur en 5 tíma? JANA: Nei. Ég vakna alltaf fyrir klukkan 10. Við sofnum svona um sexleytið. Þetta er svona fjögurra tíma svefn. SVEINN: En ég get stundum lokað augunum í svona 5 mínútur og þá er ég orðinn fínn aftur. JANA: (hlær): Já. Ég get það aftur á móti ekki. Ef ég get ekki lagt mig í tvo tíma þá sleppi ég því. SVEINN: Þetta fer bara eftir því hvað maður venur sig á. JANA: En þegar maður er búinn að vera á fullu frá fimmtudegi til mán- udagsmorguns, þá er maður orðinn svolítið þreyttur á mánudagskvöld. SVEINN: Og það kemur oft fyrir þeg- ar maður vaknar eftir vinnu - að þá er eins og maður sé „þunnur". Þetta er svo mikill hávaði og reykur og mikið að ske. JANA: Stundum, þú veist, er alveg eins og maður hafi verið að drekka. LUXUS (við Jönu): En hvað um áhug- amál þín? JANA: Égfermikiðísund. Hefmikla þörf fyrir að vera — úti; labba, hjóla mikið - hleyp og stundum á hestbak. Helst í rigningu. Það er svo hressandi. LUXUS: Til að hressa þig upp eftir vinnuna? JANA: Já. Ég verð að fá eitthvað kalt og hressandi framan í mig. Svo er ég í Módelsamtökunum, en ég hef nú aðeins að minnkað við mig þar. Þó sýni ég oft í hádeginu á hinum og þessum stöðum. Mér finnst það óskaplega gaman. Og svo hef ég verið í myndatökum hér og þar, bæði fyrir blöð og sjónvarp. SVEINN: Nú, svo er hún búin að troða mér í þetta. Ég sýni reyndar ekki föt. Ég mæti aðallega í mynda- tökur. JANA: Það verða einmitt myndir af honum í Luxus núna — fyrir Sævar Karl. Nú, svo hef ég áhuga á heimil- isstörfum. SVEINN: Við viljum helst vera heima. JANA: Mér finnst það æðislega gott. Eða fara í útilegur. Ég fæ mig stund- um svo gjörsadda á vinnunni, þegar ég vinn mikið, að ég vil helst vera heima og slappa af þegar ég á frí; fá góða vídeóspólu, elda góðan mat - kannski eina rauðvín með . . . Við erum ekkert fyrir að fara út á lífið í miðri viku, þú skilur (hlær). SVEINN: Það er heldur enginn tími til þess. JANA: Joúú — við höfum einstöku sinnum kikt í partí eða kokkteilboð. Svona rétt aðeins. SVEINN: Það er bara gaman. Við erum ekki orðin gömul, Jana. JANA: Nei, ég segi það nú. SVEINN: Svo erum við að byggja - mála penthouse með 30 fermetra garðsvölum. Eldhúsið fer upp í vik- unni. JANA: Það er okkar aðaláhugamál í augnablikinu. SVEINN: Ja, ekki beint áhugamál. Við verðum bara að gera þetta (hlær). JANA: Jú! Það er gaman að flytja í nýtt. Þetta er á tveimur hæðum, æðislega huggulegt. Við verðum í Garðabænum, sjáum yfir öll Bláfjöll- in og Hafnarfjörð. LUXUS: Verðið þið fyrir ónæði þegar þið farið út saman? SVEINN: Við þekkjum orðið svo of- boðslega mikið af fólki. JANA: Og margir sem þekkja mig í sambandi við myndatökur og svona - fullt af fólki sem heilsar mér. Ég hef kannski ekki hugmynd um hvaða fólk þetta er, því ég er stund- um ómannglögg en ég reyni náttúr- lega að vera kurteis og segi: Sæll eða sæl. JANA: Fólk segir kannski: „Hvað segirðu?“ Ég segi náttúrlega: ,Allt gott.“ Svo hugsa ég: „Guð almáttug- ur. Hver er þetta?“ Svo bara fer hann. Svo kemur líka fólk sem kvartar, þarf að segja mér hvað skeði í Broadway um helgina: „Ég týndi kápunni minni," „Ég fékk svo leiðin- legt borð,“ „Það hellti maður úr glasi yfir mig“ - og það er ýmislegt svona lagað sem getur komið upp. LUXUS: Úti í bæ? JANA: Jájá. Elskan mín. Á veitinga- húsum meira að segja. LUXUS: Sumt fólk lærir aldrei mannasiði. JANA: Svo er mikið hringt heim til okkar í sambandi við borðapantanir og annað. Við erum bara svo heppin að vera í bráðabirgðahúsnæði núna - með nýtt símanúmer, ha, ha! SVEINN: Fólk veit ekki hvar við erum. LUXUS: Eruð þið þá ekki í neinum prívatklúbbum? JANA: Jú, við erum jafnvel að stofna einn bráðlega. Prívat matarklúbb. Það er yfirkokkurinn í Broadway, yfirþjónninn og nokkrir aðrir. Við ætlum að hittast einu sinni í mán- uði, hvert hjá öðru, og elda æðislega góðan mat. Ég veit náttúrlega ekki hvað mað- ur endist lengi í þessu, en þetta eru búin að vera mjög viðburðarík og skemmtileg ár. Sveinn og Jana. EJtir allt að 17 tíma, erfiðar vaktir í Hollywood og á Broadway láta þau sér nægja um Jlmm tíma svejn. SVEINN: Ég hefði ekki viljað missa af þessum árum? JANA: Og ekki ég. Alls ekki. Maður kynnist þessum skemmtikröftum - öllu þessu rokkliði og bítlum sem maður er búinn að sjá í blöðunum, Rúna Júl., Björgvin, Þuríði, Berta og þér, svo ég nefni eitthvað. Maður kynnist þeim persónulega og þetta eru ágætis vinir manns í dag. Maður hittir þá kannski úti á götu og talar við þá eins og maður hafi þekkt þá í mörg ár. Maður kynnist svo mörgu góðu fólki gegn um þetta starf. LUXUS: Hafið þið tekið eftir einhverj- um breytingum á skemmtanalífinu á þessum tíma? SVEINN: Já. Núna virðist fólk gera í því að vera huggulega klætt, vel greitt, rakað og fínt. í hreinum föt- um svo að það er alveg unun á að horfa. Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er orðið huggulega klætt í Hollywood um helgar. JANA: Þau eru öll að keppast við að vera sem flottust, sem er í sjálfu sér mjög gott. SVEINN: Og þeir sem fylgjast ekki með eru bara hallærislegir. Strák- arnir hérna - þeir eru í jakkafötum með slaufu eða bindi - smóking jafnvel. JANA: Þetta er breytingin. Áður fyrr voru það gallabuxur og kúrekaskór. SVEINN: Þá gerðu menn í því að vera nógu sóðalegir, pönkaðir eða hippa- legir. JANA: Það er búið. LUXUS: Þetta er einmitt það sama og er að gerast víðast erlendis núna. JANA: Nákvæmlega. Og mér finnst persónulega að fullorðna fólkið megi fara að vara sig á yngra fólkinu. Foreldramir hljóta náttúrlega að hafa efni á að kaupa föt eins og börnin þeirra - en það þarf svo lítið til að vera fínn. Það þarf bara að greiða sér, snyrta sig og vera í hrein- um og pússuðum skóm. SVEINN: Vera í hreinum fötum og geta skipt um peysu. Fólk þarf ekki endilega að eiga stóra fataskápa, en það geta allir verið í hreinum fötum og burstuðum skóm. JANA: Ef fólk á föt, skyrtur til skipt- anna og 2-3 mismunandi bindi, þá er það nóg ef vel er hugsað um það. LUXUS: íslendingar eru semsé famir að ganga í burstuðum skóm eftir margra alda búsetu í landinu. JANA: Já. Svo virðist þetta breytast um þrítugt hjá mörgum. SVEINN: Þá er fólk komið á bygging- araldurinn. Þá em menn blankir og geta ekki keypt sér föt því að þau em rándýr. Skór kosta orðið 2000 krónur, 1500 krónur skyrtan og 10.000 krónur jakkaföt. JANA: Enda má maður ekki vera dómharður á fötin sem slík. Sumar konur geta ekkert að því gert þótt þær eigi bara einn kjól - þær eiga ekki meiri peninga - en snyrti- mennskan er númer eitt, tvö og þrjú. LUXUS: Og þar með sláum við botn- inn í þetta. SVEINN: Liggur þér eitthvað á?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.