Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 86

Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 86
86 LUXUS FEBDALOG Hvemig má verja vetrarfninu? LUXUS kannar ýmsar leiðir Sumarleyfi fólks, sem vinnur fullt starf, er yfirleitt 24 til 28 dagar. - Virkir dagar vel að merkja og laugardagar ekki taldir með. - Raunverulegt leyfi er því um fimm til sex vikur á ári. Mörgum veitist erfitt að hafa ofan af fyrir sér í svo löngu leyfi. Fyrstu þrjár til fjórar vtkumar em kannski ágætar, en svo fer athafnaþráin að segja til sín. Og ef hvorki þarf að mála húsið né stússa í garðinum em leiðindin oft á tíðum skammt undan. Það er allt of sjaldgæft að fólk skipti sumarleyfi sínu í tvennt og geymi nokkrar vtkur til vetrarins. Sömuleiðis heyrir það til undan- tekninga að atvinnurekendur bjóði upp á slíkt fyrirkomulag af fyrra bragði. í nágrannalöndum okkar þykir það hins vegar bæði sjálfsagð- ur hlutur og eðTilegur að taka sér bæði sumar- og vetrarleyfi. Þetta þýðir þó ekki, að allir lands- menn hírist hér heima í frosti og byljum frá hausti til vors með viðeig- andi skammdegisþunglyndi, gikt og flensum. Ferðaskrifstofumar bjóða upp á spennandi ferðir út í hinn stóra heim, þar sem hægt er að þreyja þorrann og góuna með sól- skinsbros á vör, hvort sem það er á sandströnd eða í skíðabrekkum Mið- Evrópulanda. Og vitaskuld em ferð- imar ekki bundnar við strendur eða TEXTI: ÁSGEIR TÓMASSON skíðastaði, þó svo að skipulagðar hópferðir séu flestar á slík mið. Að Kanaríklúbbnum standa Flugleiðir og ferðaskrifstof- umar Útsýn, Úrval og Sam- vinnuferðir-Landsýn. Aðrar ferða- skrifstofur selja einnig Kanaríeyja- ferðir með þotum Flugleiða, þótt þær séu ekki í þeim klúbbi. Ferðimar suður á bóginn hefjast með jólaferð- inni 19. desember. Löngu er uppselt í þá ferð og biðlistar langir. JFöstu áskrifendumir fylltu þessa ferð fljót- lega. Þeir, sem einu sinni hafa kom- ist upp á lag með að eyða jólum og áramótum á Kanaríeyjum, fara þangað aftur og aftur," segir Helgi Daníelsson hjá Samvinnuferðum. Ferðir Kanaríklúbbsins standa fram í apríl á næsta ári. Aðsókn hingað til hefur verið góð í fyrstu ferðimar í janúar og febrúar. Þá er að sögn Sæmundar Guðvinssonar fréttafulltrúa Flugleiða nokkuð meira um það nú en áður, að fólk hyggist dvelja sex vikur á Kanarí í vetur í stað þriggja. J>að er tiltölulega ódýrt að bæta á þennan hátt við öðm tímabili," sagði hann. „Fólk vill reyna að stytta svart- asta skammdegið hér heima og það verður sífellt algengara að þeir, sem á annað borð ráða tíma sínum eða geta valið um hvenær þeir taka frí sitt, velji veturinn.“ Hægt er að komast til Kanaríeyja á annan hátt en með Kanaríklúbbn- um. Amarflug selur þangað ferðir. I pakka flugfélagsins em innifaldir tveir dagar í Amsterdam, í upphafi og enda ferðar. Hægt er að fram- lengja Amsterdamdvölina eins og hver vill. Þá bjóða Flugleiðir upp á Kanaríferðir með viðkomu í London. Þá getur fólk staldrað þar við eins og það lystir og síðan flogið til Kanarí- eyja með spænska flugfélaginu Iberia. Þegar sólin á Kanarí leggur sig að loknum annasömum sólbaðsdegi tekur kallinn í tunglinu við. En það er næstum eins og hann falli í ,,skuggann“ fyrir ljósadýrðinni á Playa del Ingle’s og í Puerto Rico, því næturlífið er rétt að byrja. Það byrjar í rólegheitum á kaffihúsi, færist svo yfir á næsta veitingahús, þjóðlegt eða alþjóðlegt og endar í ærlegum snúningi á góðu diskóteki. Skipulagðar næturklúbbaferðir og grísaveislur, eru löngu orðnar heimsfrægar á Kanarí og hér heima, en menn fara í spilavítið á eigin ábyrgð. Það má með sanni segja að þegar sólin sest spretta allir aðrir á fætur og einbeita sér að þeim hluta lífsins sem stendur langt fram yfir sólsetur. Verð frá: Leiguflug 3 vikur kr. 25.747,- Áætlunarflug 1 vika kr. 20.633,- Brottfarir: Leiguflug: 19. des., 9. jan., 30. jan., 20. febr., 13. mars og 3. apríl. Áætlunarflug: alla miðviku- daga frá og með 31. október. Innifalið: flug, gisting i 2ja manna stúdíóíbúð, akstur til og frá flugvelli á Kanarí og íslensk fararstjórn. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.