Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 70

Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 70
Nýjasti lúxus íslendinga: Glæsivagnar í pörtum TEXTI: OLAFUR SIGURÐSSON Aundanfömum vikum og mánuðum hefur ýmiss kon- ar glæsivögnum fjölgað óð- fluga á vegum landsins, þó að menn kvarti hástöfu.m yfir samdrætti og aflabresti. Mönnum er því vorkunn, sem líta þessa bíla sem efnahagslega vorboða um betri tíð. En skýringin á þessum glæsi- vögnum er öll önnur. Hennar er að leita í hugviti íslendinga, sem alltaf unum saman, senda bílinn í gám eða á vörupalli í stað þess að aka honum að skipshlið, flytja hann með kranabíl á verkstæði hér og setja hann saman aftur geta menn sparað sér tvö til fjögur hundmð þúsund krónur á dýmm bíium. Sparnaður- inn við þetta vesen er svipaður því sem venjulegt fólk eyðir í þokkalegan fjölskyldubíl. Með þessum hætti hefur mest ver- ið flutt inn af Mercedes Benz og Range Rover. Keyptar em dýrar gerð- aðallega verið fluttir inn nýir. Áætla má að maður sem kaupir dýrustu gerð af þeim bíl geti fengið hann inn í landið með sparnaði sem nemur milli 300 og 400 þúsund krónum. Það er sammerkt með öllum, sem fást við þennan innflutning, að vilja sem minnst um hann ræða og því erfitt að fá nákvæmar upplýsingar. Til viðbótar þeim bílum, sem hér hafa verið nefndir, hafa margir flutt inn mun ódýrari bíla, svo sem eldri Benza, kraftmikla Escort bíla og hefur beinst að því í ríkum mæli, að komast framhjá lögum og reglum, og þá sér í lagi tolla- og skattalögum. Ekki er því að leyna að mörgum réttsýnum manninum hefur sviðið það sárt, að þurfa að leggja fram fé í sameiginlega sjóði landsmanna, þó að hann þurfi að eiga þokkalegan bíl. Það er sem sé um gat í tollalögum, sem þessir glæsivagnar eru fluttir inn. Komið hefur í ljós að samkvæmt friverslunarreglum má ekki leggja toll á yfirbyggingar bíla. Það er vegna þess að hér á landi er byggt yfir nokkra rútubíla og strætisvagna á ári hveiju og yfir talsvert af sendibíl- um og vöruflutningabílum. Túlkun á þessum reglum er sú, að þegar mótor, gírkassi, hjólastell og fjaðra- kerfi hafa verið tekin undan bílum, er það sem eftir er yfirbygging. Árum saman voru fólksflutningabílar flutt- ir þannig inn að grindin kom sér og yfirbygging sér. Þó að fólksbílar séu ekki lengur smíðaðir á grind hefur þessi regla verið túlkuð þannig að það nægi að hjólastell séu tekin undan og mótor, gírkassi og drif. Þegar þessir bílar koma hingað er áætlað að það taki um 20 klukkustundir að setja þá saman að nýju. Með því að fá til þess menn að taka bíl í sundur í útlöndum, pakka hlut- fiZSi Benz, semjluttur var ttl landsins ípörtum og samsettur hér á stuttri stundu. Þessa mynd, og hinar myndirnar sem Jylgja þessari grein, tók Luxus aj glæsivögnum sem þannig eru til komnir. Hinar myndirnar sýna sinn hvorn bílinn aj gerðinni Audi og svo Porsche. ir af Mercedes Bens, sem falla hraðar í verði erlendis en þær ódýrari. Aðal- lega hefur verið um að ræða 280 SE af árgerð 1981, en einnig hafa komið eldri og nýrri. Þá hafa líka verið fluttir inn Mercedes Benz 500 SE, sem eru dýrustu bílar, sem Mercedes Benz framleiðir þessa dagana. Þeir myndu kosta hér nýir á þriðju milljón, en tveggja til þriggja ára bílar hafa komið hingað fyrir 900 til 11 hundruð þúsund krónur. Range Rover bílar hafa hins vegar fleira, en einnig eru fluttir inn sjald- gæfir bílar. Að minnsta kosti einn Porsche 924 hefur verið fluttur inn í pörtum. Audi Quatro, fjórhjóladrifs fólksbíll, hefur verið fluttur inn í fýrsta sinn og er nú til sölu á bílasölu í borginni. Hann sást hér fyrst á bílasýningunni í vor og var þá áætlað verð á honum 17 hundruð þúsund. Sá bíll var sendur aftur út að sýning- unni lokinn. Þá er ódýrari gerð af fjórhjóladrifs Audi til sölu, sem er Áudi 80 Quatro. Loks er nýlokið við að setja saman Jaguar XJS sportbíl, sem er nú án efa hraðskreiðasti bíll á landinu, og getur náð allt að 240 kílómetra hraða, samkvæmt erlendum blöð- um. Það er með þetta gat í tollalögum, eins og önnur, að búast má við að því verði lokað þá og þegar. Sjálfsagt finnst flestum að tollar á bílum mættu lækka, ekki síst með það í huga hversu háð við erum bílum í okkar stijálbýla landi. Hvort sú lækkun á að verða á dýrasta hluta markaðarins er annað mál. Ekki er þetta í fýrsta sinn, sem menn hafa fundið gat í tollalögum til að eignast ódýrari bíla. Fyrir rúm- um 20 árum komust menn að því að hægt var að spara sér verulegt fé með því að kaupa sér sendiferðabíl, setja glugga á afturhliðar, klæða hann síðan að innan og setja í hann sæti. Með þessu móti eignuðust margir mun ódýrari tveggja dyra stationbíla en ella hefði verið hægt. Sett var undir þann leka með þeim hætti að banna að setja glugga á sendibíla þangað til þeir væru orðnir nokkurra ára gamlir. Til að fram- fylgja þessari reglu voru sett lítil skilti, hvít með rauðu S við hlið skrásetningamúmers. Þessi regla er enn í gildi, eins og sjá má á fjölda sendibíla á götunum, sem enn em skreyttir þessu skilti. Hvort enn er einhver löngun til að breyta sendibíl- um í fólskbíla við núverandi aðstæð- ur skal ósagt látið. En þessi nýi innflutningur hefur eina sérkennilega hlið. Það er ekkert leyndarmál að snar þáttur í að kaupa dýra og áberandi bíla er að skapa sér sess meðal sinna jafningja og áber- andi stað í þjóðfélaginu. Því vaknar sú spuming hvort nýlegur Benz eða Range Rover skapar mönnum ekki minni sess, þegar gmnur getur leik- ið á að þeir hafi staðið í þessu braski til að eignast hann. Hins vegar er tiltölulega auðvelt að skilja þá, sem af hreinni og ómeng- aðri bíladellu vilja leggja mikið á sig til að eignast sérstæða og góða bíla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.