Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 73
Sérkennilegt útlit heyrir sögunni til hjá Saab. Nýi glæsivagninn Saab 9000 er í sama JZvrópustíl“ og svo margir
aðrir, enda eru hlutjöllin Jrá ítalska hönnuðinum Giorgio Giugiaro. Björn Envall og undirsátar hans sáu síðan
um að gera úr því ekta Saab.
SÚPER-SAAB
SEM SEGIR SEX
Saab 9000 er sá sneggsti, íburðarmesti,
Jullkomnasti. . . besti í sögu Saab.
æ fleiri þrengja sér inn á. í fyrra voru
það Audi 200 Turbo og Volvo 760
Turbo, í ár bætast við Renault 25 V6
Turbo og Saab 9000 Turbo (sem eru
raunar með ólíkindum líkir).
Þetta er kraftmesti flokkur mögu-
legur fyrir framdrifna bíla í dag, en
með árunum hefur tekist að gera þá
æ kraftmeiri án þess að fara yfir þau
mörk sem framhjólin (sem þurfa
bæði að stýra og flytja vélarorkuna
niður) þola. Af flestum tækni-
mönnum eru mörkin nú talin liggja
nálægt 200 hestöflum þannig að hin
175 hestöfl Saab 9000 Turbo valda
ökumanni engum óþægindum í
stýri, þvert á móti segja þeir sem
komist hafa stuttlega í tæri við
fyrstu bílana að hegðun og aksturs-
eiginleikar séu í hæsta gæðaflokki.
Margir (sérstaklega Ameríkanar)
töldu Saab 900 einn besta fjöl-
skyldubíl ökumanns sem ekur mikið
og vill aka hratt en örugglega, en
Saab 9000 Turbo bætir þar enn um
betur.
Innréttingin er líka framför frá
fyrri „Sööbum", ekki síst öku-
mannsplássið sem sumir áttu bágt
með að venjast, menn sitja ekki
lengur eins hátt og upprétt við stýrið
og áður. Afstaða ökumanns var höfð
sem útgangspunktur í hönnun Saab
9000 og passar betur við fleiri mis-
munandi líkamsbyggingar, auk þess
sem stýrið er stillanlegt og mæla-
borðið hannað eins og eftir kröfum
þotuflugmanns. Út úr öllum rann-
sóknum sérfræðinga í herþotusmíði
í gegnum árin hefur komið sama
nfðurstaða; upplýsingar komast
best til heila flugmannsins (eða öku-
mannsins) með því að nota skýra
hvíta stafi á kringlóttri svartri skífu
með vísi í miðjunni, flöktandi stafir
tölvumæla og cmnað slíkt standa
langt að baki. Öllum tökkum Saab
9000 er raðað skipulega þannig að
ekki þurfi að leita að þeim út um allt
eins og algengt er enn, eða teygja sig
eftir þeim og líta af götunni á meðan.
Þessi einfalda og sjálfsagða starfs-
regla flugvélahönnuðarins týndist í
glysæði útlitsfrömuðanna á króm-
tímanum og hefur jafnvel enn ekki
komist inn hjá mörgum bílaverk-
smiðjum.
Saab 9000 Turbo er fyrsta útgáfan
af sameiginlegri röð bíla, en eins og
vera ber er toppmódellð kynnt fyrst
og hfnir seínna. Saab menn vilja
raunar helst ekki heyra á það minnst
nú, að ódýrari gerðir af 9000 séu á
lelðinni. Á meðan verður fólk að vera
sæmilega efnað til þess að njóta nýja
flaggskipsins, Saab 9000. Hann er
búinn öllum þeim venjulega og dýra
búnaði sem sjálfsagður þykir orðinn
í 800-900.000 króna bíl og mikið
lagt í innréttingu svo hún svari
harðnandi kröfum um lúxus. Vilji
fólk svo, fást sætin t.d. klædd með
úrvals leðri og rafhreyflar minnka
kaloríueyðslu við læsingar á hurðun-
um eða upphölun á rúðum og opn-
un/lokun topplúgunnar. Clarion
tæki dreifir óbjöguðum tónum út-
varps eða kassettu um bílinn, og
þannig mætti lengi telja.
Jafn stór og sterkur bíll og Saab
9000 með jafn mikinn aukabúnað
verður aldrei nein léttavara og þá
þarf góða vél ef hann á ekki að þurfa
að sjá á eftir einhverjum ódýrum
púddum. Ýmsar leiðir eru færar til
þess að framleiða nægilega orku, en
Saab markaði sína leið strax 1979
sem hrinti um leið af stað „turbo-
bylgjunni", sem fleytti þeim sjálfum
upp úr stöðu smáframleiðanda í
þann virðingarsess sem þefr bæta
nú enn. Þegar Saab 99 var orðinn
fastur í sessi eftir áratugs tilvist á
markaðnum vildu Saabarar fá áber-
andi flaggskip. Til þess að þurfa
ekki að finna eða hanna stærri vél
og endurhanna allan framenda
99unnar tóku þeir bara blað úr bók
Scania-Vabis sem höfðu yfir áratugs
reynslu í afgasdrifnum forþjöppum,
og skrúfuðu eina slíka á tveggja lítra
vélina sem var í Saab 99 fyrir.
Saab 9000 fylgir auðvitað sömu
formúlu, en nú hafa tæknimennim-
ir bætt við nær öllum öðrum
brögðum bílvélabransans og steypt
saman undlr vélarhlífinnl. Á fjög-
urra strokka vélinni er nýtt hedd
með fjóra ventla á strokk, forþjappan
blæs í gegn um millikæll og er búin
APC kerflnu fræga til að varna for-
kveikingu. Þetta allt er nákvæmlega
það sama og gerir 1500 rúmsenti-
Frh. á bls. 75
í akstri hejur Saab 9000 yfirburði yfir alla Jyrri Saaba og voru þeir
þó ekki þekktir að öðru en góðu. OJutJullkomin tveggja lítra vél með
Jorþjöppu og Jleira gejur viðbragð sem bragð er að: Aðeíns 8,3
sekúndurJrá kyrrstöðu upp í 100 km hraða.
Innanrými er einn sterkasti punktur Saab 9000. Farþegarýmið er 10 sentimetrum lengra og Saab 900, sem þó er 17
sentimetrum lengri. Eins og sést á þessari mynd er klæðníngin í hæsta gæðajlokki og útbúnaður sömuteiðis.