Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 50

Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 50
hún er ekki viss um hvort er viðeig- andi að láta í ljós við svona tilfelli, en beygir sig niður í fína melónurétt- inn - og springur!). Venus, ímynd kvenlegrar fegurð- ar, er ríkjandi stjarna vogarmerkis- ins sem ofangreind persónulýsing á við. Fæddar í þessu merki eru marg- ar af fegurstu konum heims, s.s. Brigitte Bardot, Rita Hayworth, Britt Ekland og Sarah Bernhardt, eða var hún ekki falleg? (Sólveig byijar aftur að hlæja!) - Hvort ég er fædd í réttu merki til þess að vera fegurðardrottning veit ég nú ekki vegna þess að við höfum átt svo margar fegurðar- drottningar á liðnum árum. En, jú ég held að þessi lýsing á mínu stjömumerki eigi ágætlega við mig þannig að merkið hlýtur að hafa sitt að segja í þessu tilfelli. - Huað erJegurð í augum Jegurð- ardrottningar? - Það er fyrst og fremst kvenleg reisn og hæfileikinn til að koma . . . vel fram. Kunna að bregðast rétt við hlutum og kunna að klæða sig, ekki endilega eftir tískunni, og kunna... - Spurningin er: Hvað erjegurð? — Þetta eru svo erfiðar spurning- ar! (Hlær) - Fallegur persónuleiki, vegna þess að fallegur persónuleiki hefur ekki lítið að segja. Hann hefur mikið að segja. Þú getur verið blíð, fín eða gróf og hörð. (Eða allt samtímis?) - Ekkert mál. (Hlær). Það fer eftir aðstæðum. Erþettaekki komiðþá?! - Svolítið meira. Hvað er . . ? - Fegurð er fuglasöngur úti í nátt- úrunni. Þegar og ef sú persóna sem maður umgengst höfðar til manns. Ég hef mjög gaman af því að ferðast, því að ég hef gaman af að koma á fallega staði. Eg leita eftir fallegum stöðum. Eins finnst mér list mikil fegurð. Til dæmis olíumálun, ég mála sjálf. Málverk - þau eru heima hjá mér. Ég hef nú ekki farið í Myndlistarskólann, en ég hef þetta svolítið frá móður minni vegna þess að hún lærði þegar hún var ung og hún málaði yfir 40 málverk sem eru á víð og dreif um landið og í öðrum löndum líka. Ég er svona ein af þessum áhugamálurum þjóðarinn- ar; þetta er eitt af mínum hobbíum fyrir utan ferðalög og skíði náttúr- lega. Ég hef nú ekki gefið mér tíma til að mála mikið núna, en ég málaði mikið á síðastliðnu ári. Ég set þetta bara svona á korkplötu - teikniborð, en ég á svo sem engar græjur. Ég tók nokkra tíma hjá konunni sem kenndi móður minni fyrir tuttugu árum og hún er að kenna mér það sem hún hefur þjálfað með sér í öll þessi ár. Það er að blanda liti og . . . - Þegar maður málar og ef maður nær góðum kontakt við það sem maður er að gera, þá kemur þetta ósjálfrátt þegar maður er vel upp- lagður eða í góðu formi þá getur maður komið með hluti sem, sem sagt, koma manni á óvart. Þá kemst maður í stuð - þá er ég farin að skapa, abstrakt og fleira. Mér finnst gaman að því og einnig finnst mér gaman að mála landslag og breyta því kannski, en ekki of mikið. - Þegar þú málar, Jinnst þér þú þá vera að reyna að gera eitthvað Jallegt -Jinnst þér þú reyna aðjá Jram Jegurð? - Já. Einmitt. Einhverja mýkt. Ég er þannig að ég reyni að fá einhverja mýkt fram; ekki einhveija virkilega hvassa punkta, heldur mýkt og mínir uppáhaldslitir, til dæmis, eru blár, heiðblár eins og himinninn, og líka gulur. Sólin og himinninn. Þegar maður málar þá kemur þetta frá manni sjálfum, það er engin mynd eins, en eftirlíkingar líst mér ekki á, segir Sólveig Þóris- dóttir, en hún hlaut þann heiður að vera kosin þriðja fegursta stúlkan í fegurðarsamkeppninni í ár. Þessar sem verða númer þijú fá líka kórónu, en bara litla. Hver er kominn til með að segja að það sé eitthvað verra að fá fyrirferðar- minnstu kórónuna? Það er eitthvað hugljúft við litlar kórónur, eitthvað óráðið við þær sem bera þær - sem höfðu eitthvað, sem dómnefndin gat ekki litið framhjá þrátt fyrir allt! - Hvaða tækijæri haja þærjeng- ið sem haja orðið númer þijú á undan þér, Sólveig? Stúdíómyndatökur SMzt I % Ljósmyndaþjónusta Siguröur Þorgeirsson Ijósm. Klapparstíg 16 Sími 14044 - Kristín Hrund Davíðsdóttir (1980) fékk tilboð frá París um ljós- myndafyrirsætustörf o.fl. Hún var þar í u.þ.b. eitt ár og hefði getað komist lengra ef hún hefði viljað, en ég held að hún hafi sjálf ekki haft neinn sérstakan áhuga. Líney Frið- Jinnsdóttir tók þátt í keppninni Ungfrú Evrópa 1962. Hún fór í heimsferðalag við fatasýningar á vegum Alheimsfegurðarsamkeppn- innar, eða „Comité de Beaute Inter- nationale", sem eru höfuðstöðvar allra smærri keppnanna. Evrópu- keppnin er aðeins deild út frá höfuð- stöðvunum. Aðrar sem nefna mætti hafa e.t.v. ekki farið sigurför um heiminn sem fegurðardísir, en þær hafa samt látið að sér kveða á ýmsan annan hátt. Edda Jónsdóttirt 1958) er myndlistarmaður, grafíklistar- kona. Sigrún Sigurðardóttir (1960) hefur verið mikið í fjölmiðlum og er eiginkona Jónasar Jónassonar (kon- an bak við manninn). Gígja Her- mannsdóttir er gift séra Önundi Björnssyni útvarpsmanni og er vel þekkt sem leikfimikennari. Sonja Egilsdóttir (1963) stofnaði verslun- ina Sonju. Árið 1983 var breytt um stúlku til Evrópukeppninnar, en þá fór Steinunn Bergmann í keppnina. Hún er ennþá sýningarstúlka hér heima. Annars hefur það oft gerst að þriðja sætið hefur fallið niður um leið og fleiri hafa orðið um það sam- tímis. Þá er aðeins kosin númer eitt og númer tvö, en þijár eða fleiri hljóta þriðja sætið. - Hvers vegna tókstu þátt í þess- ari Jegurðarsamkeppni? - Hvers vegna ekki!? Þetta býður upp á ýmis tækifæri. Mig langar til að vinna sem ljósmyndafyrirsæta. Frá því ég var 16-17 ára hefur fólk spurt mig að því hvers vegna ég tæki ekki þátt í svona keppni. Það var einfaldlega bent á mig utan úr bæ. Ég hef tekið þátt í einni keppni áður. Það var fýrir keppnina Ungfrú Útsýn 1981. í framhaldi af því ferð- aðist ég til Lignano á Ítalíu og birtist á Útsýnaralmanakinu í júlímánuði árið 1982. 80% af lífi manns fer í það að vinna, sofa o.s.frv. Þessi 20% sem eftir eru vil ég nota til þess að gera það sem mig langar til! Vissu- lega finnst mér gaman í vinnunni, sem er bæði áhugaverð og krefjandi. Ég vinn sem sölumaður (-kona) hjá Skrifstofuvélum hf. Því fylgja mikil samskipti við fólk og ferðalög en þó stefni ég að því að fara í framhalds- nám í tölvunarfræði. - Ferðu svo í keppnina um Ungfrú Európu? — Þessari keppni verður sjónvarp- að beint til milljóna áhorfenda um heim allan. Þetta verður í byijun janúarmánaðar árið 1985 og mun að öllum líkindum eiga sér stað í Madrid. Ég vona að ég verði verðugur fulltrúi. Brosa?! Ég ætla að gera mitt besta í þeim efnum, segir Sólveig - og brosir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.