Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 67

Luxus - 01.12.1984, Blaðsíða 67
eða réttmæti verkefnanna - ekki snerta hann, horfa á hann eða yrða á hann.“ „Símaþjónusta Hughes var stór salur, fullur af ungum karlmönnum sem allir voru mormónar og höfðu allir útskrifast úr sama háskólan- um. I hvert skipti sem síminn hringdi átu þeir upp hvert orð sem sagt var og skrifuðu allt niður. Hvert einasta orð, hósta, stama eða stunu í samtalinu. Þagnimar voru líka skráðar. Auk þess vom upplýsingar um hver hringdi, hvenær símtalið hófst og hvenær því lauk. Skýrsl- unni var síðan stungið niður á sinn stað í þar til gerðri spjaldskrá. Ef Hughes vildi forvitnast um einhver samtöl vom þau lesin upp fyrir hann og engu sleppt. Enginn gat hringt' í hann persónulega en sjálfur gat hann hringt hvert sem hann vildi og hvaðan sem hann var staddur í byggingunni." „Sennilega hef ég virkað vel á Hughes. Að minnsta kosti var ég valinn, ásamt tveim öðmm, til að vera hjá honum um óákveðinn tíma ~ 24 stundir á sólarhring. Að sjálf- sögðu fékk ég greitt fyrir 168 stunda vinnuviku — 128 stundir í yfirvinnu - svo að launin vom að minnsta kosti freistandi. Hann lagði sér ekki annað til munns en einn lítra af mjólk og hnetusúkkulaði (Hershey's) asamt sódavatni á hverjum degi. Ekkert annað. Á þessu lifði hann meðan hann hékk þarna aðgerðar- laus í búngalói sínu í heila þijá mánuði. Þótt hann væri sótthrædd- ur. eftir því sem ég hafði heyrt, þvoði hann sér aldrei nema um höfuðið og hendumar og skipti aldrei um föt. Hann gat setið tímanum saman og raðað servíettuöskjum í öll möguleg T'.ynstur og form. Ég held að hann hafi aldrei notað sömu uppröðunina tvisvar. Og svo horfði hann á gamlar kvikmyndir. Starf mitt var að sýna Þ®r. Stundum horfði hann aðeins í 10 mínútur, stundum í 20 eða 30, stundum horfði hann á alla mynd- ■na en stundum lét hann mig stöðva ntynd rétt áður en henni lauk. Þetta §at verið taugatrekkjandi í spennu- myndum þegar hann lét mig hætta rétt áður en flett var ofan af morð- ‘ngjanum. Yfirleitt horfði hann á bíómyndir 10-12 tíma í senn, en stundum upp 1 48 klukkutíma og jafnvel lengur. Hinn daginn greip ég um höfuðið. Hann spurði mig skelfdur hvort ég vaeri að kvefast, en þegar ég sagði honum að ég væri bara með svolítinn höfuðverk sendi hann mig heim og Sagði mér að hvíla mig þar til hann Þyrfti á mér að halda aftur. Ég fór heim og hafði það gott með fjöl- skyldu minni í 5 vikur á fullum launum." „Hughes kallaði mig alltaf Ron - Jafnvel í fyrsta skiptið sem hann yrti a mig. Það kom mér dálítið á óvart því að ég hafði ekki hugmynd um að hann vlssi hvað ég héti þá. En sumu fólki gaf hann hin undarlegustu Terry Moore-Hughes, ekkja milljarðamæringsins. Hún er 55 ára gömul og þetta er splunkuný mynd af henni. Þótt hún segist auðveldlega geta lifað aj vöxtunum aj eijðajénu er hún önnum kajin við að græða meiri peninga þessa dagana við gerð sjónuarpsþátta sem verða byggðir á bók hennar The Beauty and the Billionaire. nöfn. Einn náungi, sem ég vissi aldrei almennilega hvað gerði, var t.d. aldrei kallaður annað en Þriðji maðurinn. Seinna komst ég að því að tveir aðrir menn voru kallaðir sama nafni. Þeir færðu honum stundum dagblöðin.“ „Stundum fengum við það verk- efni að fara með upprennandi leik- konur, sem höfðu komist á samning hjá RKO, á flott veitingahús. Þessar stúlkur voru hver annarri líkar, hvort sem þær höfðu verið fegurðar- drottningar eða afgreiðslustúlkur áður; dökkhærðar, um 160 cm háar, bijóstamiklar og flatmjaðma. Þótt þær væru oftast nær í fýlgd foreldra sinna eða fylgikvenna auk mín, var leynilögreglumaður látinn fylgjast með ferðum okkar, hugsanlega til að fyrirbyggja að eitthvað ósiðsamlegt gæti gerst. Og til enn frekara öryggis var annar leynilögreglumaður látinn fylgjast með þeim fyrri. En - engin af þessum stúlkum varð nokkurn tíma fræg leikkona. Þær voru bara þarna til reynslu, held ég. Það voru hvort sem var engar kvikmyndir framleiddar hjá RKO um þetta leyti." „Einu sinni, þegar ég sat hálfsof- andi við einn af löngu göngunum uppi á 9. hæð byggingarinnar, heyrði ég einhvern koma hlaupandi. Ég reis upp við dogg og sá Hughes. Hann hljóp eftir ganginum á ótrú- legum hraða, eins og einhver væri á hælunum á honum, hraðar og hrað- ar þar til hann stökk allt í einu upp - og renndi sér á stífbónuðu gólfinu. Hann leit til mín með kindarlegu glotti, en ég leit undan. Síðan renndi hann sér aftur - og aftur - svona 10 sinnum. Að því búnu labbaði hann burt eins og ekkert hefði ískorist.” Eiginkonur auðkýfingsins Árið 1925 kvæntist Hughes Ellu Rice, dóttur auðkýfings og mennta- manns í Texas. Þau skildu 4 árum síðar. Hann gekk ekki aftur í hjóna- band fyrr en árið 1957 og þá með leikkonunni Jane Peters. Sú sam- búð entist til ársins 1971 en endaði þá með skilnaði. Ekki eignaðist milljarðamæringurinn erfingja með þessum konum og ekki er talið að hann hafi eignast neitt barn í lausa- leik heldur. En þegar erfðaskrá hans var opnuð, árið 1981, urðu margir til þess að gera kröfur í dánarbúið og réttaryfirheyrslumar vom einna lík- astar grínleikriti á köflum. Þar kom fram fjöldi fólks sem þóttist vera tengt Hughes, ýmist sem fyrrverandi eiginkonur hans eða afkomendur. Ein þessara „leynilegu eigin- kvenna" Hughes var Alyce Hovsepian Hughes, rauðhærð kona á sextugs- aldri. Hún hélt því fram að hún hefði kynnst Hughes á sjúkrahúsi árið 1946. Hann hafði lofað að gera hana annaðhvort að kvikmyndastjömu eða fegurðardrottningu Atlantic City. Hún átti að gangast undir eins konar próf fyrir hann og hluti af því var að stela gimsteinum úr stórversl- un einni í Fíladelfíu. Hann fékk hjá henni blóðsýni og þau giftust með leynd en bjuggu ekki saman. Hún sá hann ekki aftur fyrr en um haustið þegar hún var vistuð á geðsjúkra- húsinu í Trenton. Þá heimsótti hann hana, færði henni appelsínur og nauðgaði henni að viðstöddum einhverjum skuggalegum náunga sem ýmist var kallaður leikarinn Sam eða gyðingurinn Sam. Svo var það Alma Hughes. Hún segir að Hughes hafi fyrst séð hana í skartgripaverslun þegar hún kom þangað ásamt unnusta sínum til að velja trúlofunarhringa árið 1931 og beðið hennar. Hún neitaði auðvitað bónorðinu en samt fór það svo að hún fór að hitta hann á laun og hún eignaðist barn hans. En hann neit- aði að gangast við því af því að það var með blá augu. Svo hittust þau afturá laun árið 1968 (hann gekk þá undir dulnefninu Canroe) og 1973 giftust þau loksins. Þá lét hann gera á henni sérstaka skurðaðgerð svo að hún gæti alið honum bam. Og henni tókst það - 64 ára gamalli. Hún brast í grát þegar hún sagði frá því að hann hefði endalaust haldið fram hjá sér meðan hún var ófrísk og að hann hefði ráðið eintóma dverga í húshjálpina. Meðal þeirra sem þóttust vera af- komendur Hughes var hæglátur og kurteis svertingi sem sagðist heita Howard Hughes III. Honum brá ekki hið minnsta þegar honum var sagt að Hughes hefði alla tíð haft megn- ustu andstyggð á svörtum konum. Fleiri gerðu tilkall í eigur Hughes en rökin vom öll heldur ósannfær- andi. Þó tókst leikkonu einni, Terry Moore að nafni, að kría litlar 10 milljónir dollara út af erfðafénu. Enginn veit með vissu hvers vegna. Þar sem enginn löglegur erfingi fannst fóru öll auðævi milljarða- mæringsins þangað sem hann hafði sennilega ætlað þeim að fara - til Læknisfræðistofnunarinnar í Flor- ida. Er Howard Hughes enn á lífi? Howard Hughes á að hafa verið rænt árið 1947 ef marka má sam- tíma heimildir. Sennilegra er þó að hann hafi sjálfur látið sig hverfa um tíma. Um það leyti var einmitt byrjað að bera svolítið á mannfælni hans og stundum vildi hann ekki láta ónáða sig dögum saman. Honum var færður fábrotinn matur á skrif- stofuna og enginn vissi almennilega hvað hann aðhafðist. Árið 1966, eft- ir að hann hafði selt öll hlutabréfin í TWA, fór hann til Las Vegas í Nevada til að eyða þar síðustu árum ævinnar. Hann hafði bókað efstu hæðirnar á Desert Inn Hotel frá 27. nóvember. Hótelinu hafði verið breytt á met- tíma til að Hughes gæti fylgst með öllu sem hann vildi fylgjast með gegn um síma- eða sjónvarpskerfi. Reglusamir mormónar áttu að vinna þar og allar hurðir voru hafðar úr skotheldu stáli en málaðar svo að þær litu út eins og tréhurðir. Nokkru seinna keypti hann allt hótelið auk Sands Hotel og þriggja annarra af frægustu hótelum Las Vegas. Skömmu seinna keypti hann stærsta spilavíti heimsins, Harold’s Club í Reno. Árið 1971 hafði hann eytt megn- inu af lausafé sínu - um 300 milljón- um dollara - en í staðinn átti hann orðið Nevada-fylkið í Bandaríkjun- um - næstum því eins og það lagði sig. Frá því ári hefur ekkert til hans spurst með neinni vissu. En því meiri leynd sem hvíldi yfir milljarðamæringnum dularfulla, því fleiri sögur komust á kreik um hann. Ein af þeim mögnuðustu er eitthvað á þessa leið: Fimm árum eftir að John F. Kennedy var myrtur í Dallas, Texas barst út orðrómur þess efnis að hann væri á lífi, lamaður á sjúkra- húsi, á lítilli eyju í eigu Aristótelesar Onassis, skammt undan ströndum Grikklands. Þar með var komin lang- sótt skýring á samdrætti þeirra Jacqueline Kennedy og skipakóngs- ins gríska. Skömmu seinna kom annar sjúklingur á sjúkrahúsið; langur, skeggjaður og mjór náungi að nafni . . . Howard Hughes. Sá Howard Hughes sem var í Bandaríkj- unum var í rauninni tvífari hans. Sumir segja að tvifararnir hafi verlð tveir. Heilmiklum peningum hafði verið varið í smíði tölvu sem gat breytt ákveðinni rödd í rödd Hughes í síma - og líkt nákvæmlega eftir rithönd hans. Mennimir þrír, Hughes, Onassis og Kennedy, vom að bralla eitthvað saman á grísku eyjunni. Þeir vom að leggja á ráðin um hvemig þeir gætu sölsað undir sig eitt af olíuauð- ugustu ríkjum heimsins - íran. Hughes átti að gerast einvaldur í ríkinu undir nafninu Ajatolla Khom- eini . . . Já, það hefur margt verið soðið saman um þennan einræna auðkýf- ing. Sumt afþví er allfjarstæðukennt og slær jafnvel svæsnustu reyfara út. Einn af nánustu samstarfs- mönnum hans fullyrðir að hann hafi látist í Las Vegas árið 1976, nánast úr hungri. Hann var þá orðinn dof- inn á sálinni, saddur lífdaga og hafði ekki bragðað vott né þurrt dögum saman. Helmlldir: New Standard Encyclopaedia, 1961 Will the real Howard Hughes stand up? eftir J. Phelan Send in the clowns eftir Suzanne Finstad I cought flies for Howard Hughes efttr Ron Kistler o.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Luxus

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Luxus
https://timarit.is/publication/1644

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.