Morgunblaðið - 18.09.2021, Síða 35

Morgunblaðið - 18.09.2021, Síða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. SEPTEMBER 2021 ✝ Magnús Pálsson fæddist á Vetur- húsum á Eskifirði 28. október 1926. Var hann yngstur tíu systkina sem öll eru nú látin. Systkini Magnúsar: Emeren- tíana Kristín, 1900, d. 1993, Ólafur, f. 1901, d. 1984, Kjart- an, f. 1903, d. 1986, Arnbjörg, f. 1905, d. 1932, Páll, f. 1910, d. 1999, Pétur Björgvin, f. 1912, d. 1989, Björg- ólfur, f. 1913, d. 1981, Bergþóra, f. 1918, d. 2007, og Steinþór, f. 1922, d. 1962. Móðir þeirra systk- ina var Þorbjörg Kjartansdóttir, f. 1884, d. 1962, frá Vöðlum og faðir þeirra Páll Þorláksson, f. 1877, d. 1940, fæddur á Keld- unúpi í Norður-Skaftafellssýslu. Foreldrar hans Þorlákur Pálsson og Emerentíana Oddsdóttir. Páll Þorláksson, faðir Magn- úsar, flutti sem barn með fóstur- foreldrum sínum austur í Hólma á Reyðarfirði en við andlát fóstra síns 1895 tók Páll við búsfor- ráðum ásamt fóstru sinni. Síðar reistu þau bú í Veturhúsum. Páll og Þorbjörg tóku svo við búi þar fáum árum síðar. Magnús stundaði ungur nám í Vegagerð ríkisins. Eftir komuna til Reykjavíkur hóf Magnús starf hjá tollgæslunni á Keflavík- urflugvelli. Starfaði þar í tæp 20 ár en hóf þá störf sem skrif- stofustjóri hjá skipaafgreiðslunni Jez Zimsen í Reykjavík. Starfaði hann þar í átta ár. Árið 1978 flutti hann til Egils- staða ásamt síðari konu sinni Sig- rid Luise Solveig Elisabet Toft, f. 1924, d. 2009, þau giftu sig árið 1974. Fyrri maður Sigridar var Einar Þorsteinsson, f. 1919, d. 1982. Börn þeirra: Kristín, f. 1949, Guðrún, f. 1950, Helga, f. 1952, d. 1970, og Þorsteinn, f. 1956. Magnús og Sigrid störfuðu fyrst hjá Kaupfélagi Héraðsbúa þar til þau tóku við Versl- unarmannafélagi Austurlands, ásamt því að Magnús var í stjórn Landssambands verslunarmanna þar til hann lét af störfum 1999. Magnús var formaður Versl- unarfélags Austurlands til starfs- loka 75 ára gamall. Magnús var í kór Egilsstaðakirkju í mörg ár. Síðustu tvö árin dvaldi Magnús á Hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum. Magnús verður kvaddur frá Egilsstaðakirkju í dag, 18. sept- ember 2021, klukkan 14. Athöfn- inni verður streymt á vefslóðinni: https://egilsstadaprestakall.com/ Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat Héraðsskólanum á Laugum. Árið 1950 giftist Magnús Sigríði Ey- mundsdóttur, 1930, d. 2009, sjúkraliða, frá Flögu í Skriðdal. Börn þeirra eru þrjú: 1) Eygló, f. 1949, hjúkr- unarfræðingur, gift Jóni Gunnarsyni, leik- ara og sjúkraliða, og eiga þau þau fjögur börn: Friðborgu, f. 1971, Símon Pál, f. 1974, d. 2017, Þorbjörgu, f. 1983, og Gunnar, f. 1985. 2) Ey- mundur, f. 1955, búfræðingur í Vallanesi, var giftur Kristbjörgu Kristmundsdóttur og eiga þau þrjú börn; Júlíus, f. 1977, Þór- unni, f. 1979, og Gabríel Svein, f. 1995. Seinni kona Eymundar er Eygló Björk Ólafsdóttir við- skiptafræðingur. Eymundur og Eygló eru með fyrirtækið Móður Jörð, lífræna ræktun. 3) Steinarr, f. 1962, tollvörður og söngvari, giftur Önnu Sólveigu Árnadóttur kennara og eiga þau þrjú börn: Rósu Sólveigu, f. 1991, Magnús Ívar, f. 1992, og Aríönnu, f. 2003. Magnús og Sigríður fluttu til Reykjavíkur eftir þriggja ára bú- skap á Reyðarfirði þar sem Magn- ús starfaði meðal annars hjá Magnús og mamma giftu sig árið 1974 og fluttu til Egilsstaða árið 1978. Það var þeirra gæfa og hamingja að finna hvort annað eftir að þau slitu samvistir við fyrri maka. Þau áttu góð ár sam- an á Egilsstöðum, ferðuðust inn- an lands og utan og nutu þess að vera saman. Það var alltaf gaman að koma austur í heimsókn og njóta gleði og væntumþykju. Eft- ir að mamma missti sjónina þurfti Magnús að tileinka sér matseld og bakstur á heimilinu. Hann var til að byrja með kannski ekki mjög fær í þeim efn- um en það tók hann ekki langan tíma að komast upp á lag með að elda fínan mat og baka úrvals- kökur. Að vísu kvartaði hann yfir því að í uppskriftum gætti mik- illar ónákvæmni svo sem eins og örlítið salt og miðlungshiti sem ómögulegt væri að vita hvað þýddi. Þegar mamma hvarf inn í heim óminnis hugsaði Magnús um hana heima á Selásnum í fjölda ára á aðdáunarverðan hátt með elsku og umhyggju. Alltaf var hann jákvæður og kvartaði ekki þótt hún þekkti hann ekki alltaf og vissi ekki hvar hún væri stödd. Hann passaði upp á að hún væri vel klædd, setti eyrnalokka í eyrun og hálsfesti um hálsinn. Þegar hún þurfti undir lokin að leggjast inn á hjúkrunarheimilið á Seyðisfirði heimsótti hann hana dagleg þangað, þar til yfir lauk. Ég á eftir að sakna samtala sem við áttum reglulega um landsins gagn og nauðsynjar og um það sem um var að vera innan fjölskyldunnar. Hann reyndi nokkuð að fá mig til að lesa sögu Framsóknarflokksins og taldi að það myndi gera mér gott. Ekki hef ég enn komist svo langt. Takk fyrir allt. Kristín Einarsdóttir. Mér er það bæði ljúft og skylt að minnast með örfáum orðum tengdaföður míns Magnúsar Pálssonar. Hann fæddist í Vetur- húsum við Eskifjörð og var yngstur af stórum systkinahóp en 26 ár voru á milli hans og elstu systur hans. Hópurinn var fjöl- skrúðugur; börn, barnabörn og uppeldisbörn í húsi sem þætti lít- ill sumarbústaður í dag. Rústir bæjarins sjást enn þá ef viðkom- andi þekkir þyrpingu þúfna í grænum teig í dalnum. Uppeldi þeirra og æsku hefur systir Magnúsar, Bergþóra, gert ágæt skil í nokkrum barnabókum sem hún ritaði og voru gefnar úr á sín- um tíma og meðal annars lesnar upp í Ríkisútvarpinu. Magnús að- stoðaði móður sína á heimilinu og starfaði sem ungur maður við uppskipun og vegavinnu og ann- að sem til féll. Einn er sá atburð- ur í æsku Magnúsar sem vert er að geta og hafði árif á líf allra heimilismannanna. Á stríðsárun- um, er þau systkinin Magnús, Páll og Bergþóra bjuggu enn heima ásamt móður sinni, björg- uðu þau flokki breskra hermanna sem vegna þekkingarskorts á ís- lenskri náttúru hafði farið í æf- ingaferð frá Reyðarfirði yfir til Eskifjarðar yfir fjallveg mikinn. Þeir hrepptu slíkt fárviðri á leið- inni að hluti herdeildarinnar varð úti í botni Eskifjarðar. Fyrir til- viljun urðu þeir bræður mann- anna varir í óveðrinu en móðir bræðranna hafði sett kertaljós í gluggann sem vísaði inn í dalinn því að í henni var beygur. Her- mennirnir sáu ljósið og það varð sumum þeirra til bjargar. Þeir voru þó svo þrekaðir að þeir gáf- ust margir upp á leiðinni. Með að- stoð Magnúsar, Páls og kvennanna sem fóru út í nóttina, leituðu mannanna og hjálpuðu þeim að komast í hús komust 48 menn í skjól í Veturhúsum en átta létust. Um þetta má lesa í Eskju í skrásetningu Bergþóru. Ekki urðu þakkirnar þó miklar í þetta skipti því þetta þótti slíkt feigðarflan og ekki sæmandi breskri herdeild að atburðurinn var þaggaður niður og væri ekki á vitorði margra ef Bergþóra hefði ekki fært þetta í letur. Reyndar kom herjeppi nokkru seinna með nokkrar niðursuðu- dósir því býlið stóð eftir matar- laust. Sextíu árum síðar er Magn- ús svo boðaður í breska sendiráðið og fær þar heiðurs- skjal með þakklætiskveðjum frá breska heimsveldinu. Þá voru Páll og Bergþóra látin. Þetta var stór stund í lífi fjölskyldunnar og mat Magnús þetta mikils. Þess skal getið að Þorsteinn J kvik- myndagerðarmaður hefur get at- burðinum góð skil í heimildar- mynd sinni Veturhús. Undir það síðasta var Magnús orðinn þreyttur og tilbúinn að kanna nýjar lendur. Hann hafði skipu- lagt útför sína í smáatriðum, valið sálmana, söngvarana, virkjað börn og barnabörn og vildi mik- inn söng og minna tal. Aldrei hef ég upplifað neitt þessu líkt. Þetta sýndi styrk Magnúsar og ein- stakan persónuleika. Hann var í góðu sambandi við börn, barna- börn og barnabarnabörn, fylgdist með þeim í lífinu og sýndi þeim umhyggju. Það var fallegt. Þetta eru fátækleg orð sem duga skammt til að lýsa svo vænum manni. Magnús skilur eftir sig stórt skarð. Guð blessi minningu hans. Jón Símon Gunnarsson. Ég var mjög ungur, kannski svona sex ára, þegar ég ákvað að Magnús afi væri einn af mínum bestu vinum. Ég man að mér fannst erfitt að treysta fullorðnu fólki í þá daga. Skælbrosandi og óhugnanlegt rak það nefið langt inn fyrir persónulegt rými manns og spurði nærgöngulla spurninga með háværri barnaröddu. Afi gerði aldrei neitt þannig. Hann var bara kúl og hress og mér fannst ég aldrei vera þvingaður nálægt honum. Ég skynjaði, þrátt fyrir ungan aldur og reynsluleysi af lífinu, að þarna væri maður sem mér þótti mikið í spunnið. Og þótt ég hafi fullorðn- ast smávegis með árunum breytt- ist sýn mín á afa aldrei. Við vor- um og verðum alltaf perluvinir. Magnús afi hafði húmor fyrir lífinu og það var ávallt einn af há- punktum sumarsins að heim- sækja hann og Sigríði konu hans í notalegu íbúðina þeirra á Egils- stöðum. Þar var góð stemning. Snemma kom í ljós að við deild- um miklum áhuga á sundferðum svo úr varð epískur tveggja manna sundklúbbur sem við starfræktum í hvert sinn sem ég heimsótti Egilsstaði eða hann kom í borgina. Í pottinum rædd- um við allt milli himins og jarðar: sambönd, trúmál, áfengi og edrú- mennsku, fjölskylduna og lífið. Magnús afi var fyrsta fullorðna manneskjan sem ég fór á trúnó við. Magnús afi hafði bæði lifað sigra og ósigra í lífinu og hann gat talað um þá alla af æðruleysi og húmor. Ég var til dæmis með honum í göngutúr fyrir rúmum 20 árum þegar hann datt illa og hlaut axlameiðsli sem drógu tölu- verðan dilk á eftir sér. En það er til marks um manninn að hann hlaut meira að segja axlameiðsli með stæl og húmor og ég hugsa oft um hvað hann sýndi þarna mikið æðruleysi á erfiðri stund. Ég vona að mér endist ævin til að öðlast slíkt jafnaðargeð. Afi elskaði seinni konu sína, Sigríði Toft, af öllu hjarta og ég dáðist að því hvað þau voru alltaf góð saman og ástrík, líka þegar árin færðust yfir og hún tók að glíma við alvarleg veikindi. Allt tókst Magnús afi á við með sama æðruleysinu. Ég verð síðan eflaust ekki sá eini til að minnast á að Magnús afi var líka stríðshetja, og það án þess að grípa nokkurn tímann til vopna sjálfur! Þótt hann hafi ver- ið ungur að árum átti hann stóran þátt í í að bjarga 48 breskum her- mönnum frá vísum dauða árið 1942 og mér fannst alltaf jafn heillandi að heyra hann segja frá þeim atburðum, sem hann gat lýst í miklum smáatriðum þótt langur tími væri liðinn. Magnús afi náði 94 ára aldri og var sólbrúnn og sællegur fram á síðustu stundu. Það verður að teljast býsna gott þótt ég hefði sannarlega viljað ná inn nokkrum sundferðum og meðfylgjandi trúnóum í viðbót. Afi talaði alltaf um að hann vonaði að það væri líf eftir dauðann því hann hefði mik- inn áhuga á að kynnast föður sín- um betur, sem féll frá þegar afi var mjög ungur. Ég get aðeins vonað að hann hafi fengið ósk sína uppfyllta. Síðustu daga hef ég að minnsta kosti hugsað mikið og hlýtt til besta og svalasta afa sem völ var á, í von um að góðir straumar skili sér til hans og við getum þannig sent hann yfir móðuna miklu með blómakrans um hálsinn, nesti og nýja skó, á vit ástvina. Gunnar Jónsson. Magnús Pálsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐJÓN MAGNI EINARSSON vélstjóri, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 7. september. Jarðsett var í kyrrþey að ósk hins látna. Ástvinir þakka auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki blóð- og krabbameinslækningadeildar Landspítalans. Sif Guðmundsdóttir Einar Ingi Guðjónsson Bjartmar Ás Guðjónsson Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR GUNNARSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 6. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Erna Þrúður Guðmundsd. Gunnlaugur Guðjónsson Steinunn Gunnlaugsdóttir Ragnar Lövdahl Hjalti Gunnlaugsson Gunnar Karl Gunnlaugsson Anna Margrét Pálsdóttir Gunnlaugur Ernir, Benedikt Elí, Hrafnhildur Helena og Víkingur Ernir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR HANNA GUNNARSDÓTTIR sérkennari, Rúgakri 3a, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi hinn 16. september. Útförin verður auglýst síðar. Sverrir Gunnarsson Lára Áslaug Sverrisdóttir Jón Höskuldsson Davíð Björn Pálsson Gunnar Sverrisson Þórey Ólafsdóttir Sverrir Geir Gunnarsson Stefanía Theodórsdóttir Sigríður Thea Sverrisdóttir Halldór Árni Gunnarsson Embla Rún Björnsdóttir Þórunn Hanna Gunnarsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR REYNIR JÓNSSON, Gassi, Ásakór 7, lést miðvikudaginn 15. september. Útförin fer fram frá Lindakirkju fimmtudaginn 23. september klukkan 15. Kolbrún Halldórsdóttir Inga Dóra Guðmundsdóttir Snorri Torfason Elías Guðmundsson Jón Þór Guðmundsson Kolbrún Sigurðardóttir Hafdís Mjöll Guðmundsdóttir Róbert Ericsson Guðný Halldórsdóttir Guðbrandur K. Jónasson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.