Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.01.2022, Blaðsíða 2
Frábær byrjun á mótinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf í gærkvöldi leik á Evrópumótinu þegar liðið atti kappi við Portúgal í Búdapest. Íslenska liðið fór með sigur af hólmi í leiknum en það mætir Hollandi í annarri umferð riðlakeppninnar á morgun. Holland lagði Ungverja að velli í fyrstu umferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/EWPA Sólheimar 25 Endurnýjun svalahandriða og svalalokanir. Húsfélagið Sólheimum 25 óskar eftir tilboðum í verkið Endurnýjun svalahandriða og svalalokanir. Verkið felst í endurgerð svalahandriða á fjölbýlishúsið að Sólheimum 25 í Reykjavík ásamt því að leggja til og setja upp svalalokanir hjá þeim íbúum sem eftir því óska. Helstu verkliðir eru rif og förgun á núverandi stálhandriðum, smíði og uppsetning á nýjum svalahandriðum, glerjun handriða og frágangur. Útboðsaðili: Húsfélagið Sólheimum 25. Tegund: Framkvæmd Útboðsgögn afhent: 19. janúar 2022 kl: 13:00 Skilafrestur: 17. febrúar 2022 kl: 13:00 Opnun tilboða: 17. febrúar 2022 kl: 17:00 Verktími: Upphaf verktíma: 15. mars 2022 Upphaf framkvæmda: 16. maí 2022 Verklok 31. ágúst 2022 arib@frettabladid.is REYKJAVÍK Íbúi í Árbæ hefur kært tæmingu Árbæjarlóns til umhverf- is- og skipulagssviðs Reykjavíkur, á grundvelli skipulagslaga. Lónið var tæmt haustið 2020. Einar Ágústsson segir að hann sé í forsvari fyrir stóran hóp sem stendur að kærunni, hann hefur búið við Elliðaárnar alla ævi. „Ég er seintekinn til vandræða en ég skil ekki hvað er á bak við þetta. Það kemur hvorki skýring frá Orku- veitunni eða borginni af hverju þetta var tæmt.“ Orkuveita Reykjavíkur hefur sagt að tilgangur lónsins sé horfinn og því sé ekki heimilt að halda áfram að trufla náttúrulegt rennsli Elliða- ánna. Fram kom í skýrslu stýrihóps borgarinnar um Elliðaárdal sem kom út í fyrra að það væri niður- staða borgarlögmanns að lónið væri ekki friðað og ekki hefði þurft að fá leyfi fyrir tæmingunni. Í kærunni er vísað til deiliskipu- lags þar sem gert er ráð fyrir lóninu. Er farið fram á að stíf lunni verði lokað á ný og lónið fyllt á ný. Einar segir fuglalíf hafa minnað mikið fyrir ofan stíf luna eftir að lónið var tæmt. „Myndi þetta fara svona í gegn ef menn tæmdu Tjörn- ina?“ n Íbúi kærir tæmingu Árbæjarlóns Lónið var tæmt varanlega haustið 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Í gær voru fjórir í öndunarvél með Covid-19. MYND/AÐSEND birnadrofn@frettabladid.is COVID-19 43 einstaklingar lágu á sjúkrahúsi í gær með Covid-19. Átta voru á gjörgæslu og fjórir þeirra í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala hafa mest verið 15 manns í öndunarvél á sama tíma vegna Covid. Það var frá miðjum apríl fram í miðjan maí í fyrra. Mán- uðina á eftir fækkaði svo sjúklingum í öndunarvél, þar til um miðjan ágúst þegar á bilinu þrír til fimm voru í öndunarvél til 25. ágúst. Í nóvember fjölgaði svo aftur þeim sem þurftu á öndunarvél að halda vegna Covid, en frá því í lok desember hafa verið á bilinu þrír til átta í öndunarvél á hverjum degi. Í gær var 9.671 einstaklingur í ein- angrun með Covid-19 á Íslandi, yfir ellefu þúsund manns voru í sóttkví. Sólarhringinn á undan greindust 1.133 smit innanlands, tæp 50 þeirra sem greindust jákvæð voru í sóttkví við greiningu. n Mest fimmtán í öndunarvél í einu Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti. Tíu manns mega koma saman og skemmtistöðum hefur verið gert að loka. Eigandi fjölda skemmtistaða í borginni segir hertar aðgerðir mikinn skell. birnadrofn@frettabladid.is hjorvaro@frettabladid.is COVID-19 Hertar samkomutakmark- anir tóku gildi á miðnætti og mega nú tíu manns koma saman. Skólar verða áfram opnir og vinna sam- kvæmt reglugerð en viðburðir með hraðprófum eru ekki lengur heimilir. Sundstaðir og líkamsræktarstöðvar verða opin en þó aðeins með heimild fyrir helming leyfilegs fjölda gesta. Spilasölum og skemmtistöðum hefur verið gert að loka en veitinga- staðir mega taka við tuttugu gestum í rými til klukkan 21, allir gestir skulu hafa yfirgefið staðinn ekki seinna en klukkan 22. Arnar Þór Gíslason, eigandi fjölda veitinga- og skemmtistaða í Reykja- vík, segir það mikinn skell að fá svo harðar aðgerðir „í andlitið“ eftir að hafa verið undir hörðum reglum í að verða tvö ár. „Við erum að þjónusta viðskipta- vini sem eru eldri en 20 ára og eru f lestallir þríbólusettir. Svo finnst mér vanta milliveginn á milli þess að fá að hafa opið og að vera gert að loka algjörlega,“ segir Arnar Þór. Þá segir hann skjóta skökku við að loka þurfi börum algjörlega sem ekki selja mat á meðan sportbörum sem selja áfengar veitingar og mat sé heimilt að hafa opið. „Hver er til að mynda munurinn á því að panta langborð á sportbar og drekka hálfan lítra af bjór og gera það á bar? Það eru að mínu viti engin rök að baki því að það sé lík- legra að fólk smitist, hvort sem það situr inni á krá um 22.00 eða síð- degis á sportbar,“ segir Arnar Þór. English Pub er einn þeirra staða sem Arnar Þór rekur og segir hann staðinn hafa kært sóttvarnaað- gerðir síðustu tveggja daga. Hann býst við því að fá úrskurð úr þeirri kæru í upphafi næstu viku. Eftir að sá úrskurður verður kveðinn upp muni ákvörðun verða tekin um næstu skref hjá þeim stöðum sem Arnar Þór er eigandi að. Ríkisstjórnin kynnti í gær sér- stakar aðgerðir fyrir veitingageir- ann samhliða hertum samkomu- takmörkunum. Um er að ræða efnahagsaðgerðir sem lúta að fresti á staðgreiðslu skatta og tryggingar- gjalds og framlengingu umsóknar- frests vegna almennra viðspyrnu- styrkja fyrir nóvember 2021. Enn fremur er unnið að framleng- ingu lokunarstyrkja og að frumvarpi um sérstakan veitingastyrk sem fyrirtækjum stæði til boða vegna minni tekna frá desember 2021 út mars 2022. n Ekki líklegra að smitast á skemmtistað en á sportbar Skemmtistöðum er gert að loka með hertum samkomutakmörkunum en staðir sem selja mat mega hafa opið. Arnar segir það skjóta skökku við. FRÉTTABLAÐAIÐ/VALLI Við erum að þjónusta viðskiptavini sem eru eldri en 20 ára og flestallir þríbólusettir. Arnar Þór Gísla- son, veitinga- og skemmtistaða- eigandi 2 Fréttir 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.