Fréttablaðið - 15.01.2022, Page 19

Fréttablaðið - 15.01.2022, Page 19
Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Heildarfjárhæðin nemur 23.000.000 án vsk. Fyrir fyrsta sætið verða verðlaunin 15.000.000 kr., fyrir annað sætið 5.000.000 kr. og þriðja sætið 3.000.000 kr. Auk þess áskilur dómnefnd sér rétt til að kaupa áhugaverðar tillögur. Á Breið eru lóðir og fasteignir sem áður nýttust fyrir útgerð og fiskvinnslu en breytingar í atvinnuháttum opna nú á einstakt tækifæri til þróunar og uppbyggingar í takt við breytta tíma og nýja framtíðarsýn. Samkeppnissvæðið er einstakt hvað varðar staðsetningu, sögu, menningu, fjörugerð og fuglalíf.   Nýsköpun, breyttir atvinnuhættir, stafræn þróun, sjálfbærni, hringrásarhagkerfið og græn orka geta lagt grunn að metnaðarfulllu skipulagi á Breiðinni og leitt okkur í spennandi áskoranir. Breiðin tekur til vestasta hluta Akraness í nálægð hafnar og miðbæjar, en um er að ræða alls um 16 hektara svæði, aðallega í eigu Brims hf. og Akraneskaupstaðar. Breið þróunarfélag, f.h. Brims hf. og Akraneskaupstaðar, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands býður til opinnar hugmyndasamkeppni um skipulag Breiðar á Akranesi. Markmið samkeppninnar er að fá fagaðila til að leggja fram tillögur sem eru í samræmi við þá framtíðarsýn að svæðið verði íbúðabyggð fyrir ólíka aldurshópa í bland við atvinnusköpun með áherslu á hátækni, nýsköpun og sjálfbærni. Hugmyndasamkeppnin er öllum opin. Tillögum í samkeppnina er skilað undir nafnleynd. Samkeppnisgögn og upplýsingar um skráningu verða aðgengileg á heimasíðu Breiðar þróunarfélags www.breid.is og á heimasíðu Arkitektafélags Íslands, www.ai.is frá og með 14. janúar 2022. Tillögum skal skilað fyrir 29. apríl 2022. Niðurstaða dómnefndar mun liggja fyrir í júní 2022. BREIÐ Á AKRANESI OPIN HUGMYNDASAMKEPPNI Falin perla framtíðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.