Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2022, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 15.01.2022, Qupperneq 20
Ég hef oft sagt börn- um mínum að það sé algjörlega pabba þeirra að þakka að við séum öll þar sem við erum í dag. Vanda Sigurgeirsdóttir var einn af strákunum í fótboltan- um á Króknum í gamla daga, síðar varð hún fyrst kvenna til að þjálfa karla lið hér á landi og síðasta haust varð hún fyrst kvenna í Evrópu til að taka að sér formennsku knattspyrnu- sambands. Glerþök ógna ekki þessari konu sem býður áfram fram krafta sína í flókin verkefni. Vanda er eins og stór h lu t i þjó ð a r i n n a r nýkomin heim f rá Tenerife þar sem hún naut langþráðs frís með fjölskyldunni yfir hátíðirnar. Einn fjölskyldumeðlima reyndist svo smitaður við heimkomu og er Vanda því í sóttkví þegar viðtalið fer fram í gegnum fjarfundarbúnað. „Ég bjóst alltaf við álagshausti í vinnunni og við tókum því í vor ákvörðun um að vera erlendis yfir jólin. En ég hef sjaldan verið ánægð- ari með nokkra ákvörðun,“ segir Vanda og hlær en haustmánuðirnir reyndust strembnari en hún hafði gert ráð fyrir enda tók hún við stöðu formanns Knattspyrnusambands Íslands í október síðastliðnum við vægast sagt erfiðar kringumstæður. „Ég náði alveg að hlaða batteríin,“ segir Vanda og ekki veitir af því hún hefur tekið ákvörðun um að bjóða fram krafta sína í formannskjöri KSÍ sem fram fer í næsta mánuði. Vanda er fyrir löngu landsþekkt knattspyrnukona og hefur á ferli sínum þurft að mölva þau nokkur glerþökin, þó að nýjasta útspilið, að setjast fyrst kvenna í Evrópu í for- mannsstól knattspyrnuhreyfingar, hafi líklega verið það stærsta. Nennti ekki búningaleikjum Vanda ólst upp fyrir norðan, á Sauð- árkróki og Dalvík, auk nokkurra ára í Danmörku þegar móðir hennar var þar við nám. „Ég fór til Danmerkur í öðrum bekk í grunnskóla og uppgötvaði þar fótboltann. Stelpurnar voru inni í einhverjum búningaleikjum sem ég nennti ekki að taka þátt í svo ég fór út þar sem bekkjarbræður mínir voru í fótbolta og spilaði bara með,“ segir Vanda sem strax heillaðist af boltanum. Fjölskyldan bjó á stúdentagörð- um þar sem voru fleiri Íslendingar. „Þar spilaði ég mikið fótbolta við vin minn Jóhannes Björnsson og fleiri krakka, og þannig byrjaði þetta.“ Þó að Vanda hafi líka leikið sér í Barbie-leikjum við vinkonu sína segist hún hafa verið klassískur „tomboy“, eða það sem þá var kallað stráka stelpa. Hún hafði meiri áhuga á útileikjum og ævintýrunum sem þeim fylgdu. „Ég held að þetta hafi bjargað lífi mínu, þegar ég lenti í ýmsum atvik- um hjálpaði það mér að hafa verið mikið að klifra utan á húsbygging- um og í ljósastaurum. Undan mér hrundi til að mynda stillans, ég datt niður um vök og eitt sinn datt hjólið mitt í sundur á fullri ferð. Ég lenti þá á jörðinni og náði að hlaupa með og slapp við að stórslasast.“ Það trix hafði Vanda lært þegar krakkarnir hlupu á eftir bláa bílnum sem keyrði með karlana frá höfn- inni á Sauðárkróki og heim í hádeg- ismat, en bíllinn var með stiga aftan á sem var vinsæll hjá krökkunum. „Við hlupum þá á eftir bílnum og stukkum aftan á til að næla okkur í far. Ef maður ætlaði svo að fara af bílnum á ferð varð maður að hlaupa með til að detta ekki. Þegar hjólið fór í sundur kunni ég þetta trix og það bjargaði mér frá því að slasast. En svo má á móti segja að ég hefði kannski ekki verið á allri þessari ferð ef ég hefði ekki verið þessi „tomboy“ sem ég var.“ Fékk að vera hún sjálf Vanda segist þakka fyrir að hafa fengið að vera hún sjálf í litlu sam- félögunum á Sauðárkróki og Dal- vík. „Mér var ekki strítt þótt ég væri Mig langar ekki að fara neitt Þótt Vanda viðurkenni að hafa bugast aðeins vegna fjölmiðlaumfjöllunar er ekkert fararsnið á henni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR mikið í fótbolta með strákunum og mikið að leika við þá. Það sagði eng- inn neitt þó að ég væri bara í bikiní- buxunum en engum topp þangað til ég varð 13 ára,“ rifjar hún upp og hlær. „Toppurinn þvældist fyrir mér þegar við vorum í eltingarleikjum á bakkanum og ofan í lauginni því það var hægt að toga í hann og ná manni þannig. Ég leit alveg eins út og strákarnir og fannst þetta því óþarfi.“ Vanda bendir á mikilvægi þess að fá að vera maður sjálfur á upp- vaxtarárunum. „Ég er raunverulega þakklát enda veit ég ekkert hver ég hefði orðið ef ég hefði fengið þau skilaboð að ég þyrfti að breyta mér.“ Ég var bara góð í fótbolta Vanda kom til baka frá Danmörku níu ára gömul og fór þá að æfa fót- bolta með strákunum á Dalvík og á Sauðárkróki enda ekkert stúlknalið í boði á þeim tíma. „Ég veit ekki hvort það þurfti eitthvað að berjast fyrir þessu hjá Tindastóli en ég veit þó að einhverjir strákanna úr hinum liðunum fengu að heyra það ef ég til dæmis sólaði þá,“ segir hún í léttum tón. „En ég fann ekkert fyrir því að vera eina stelpan. Þetta var bara sjálfsagður hlutur. Ég var bara góð í fótbolta!“ Vanda var að eigin sögn sein- þroska og því lítil eftir aldri en það háði henni ekki framan af og hún var mjög f ljót að hlaupa. „Ég man svo í þriðja f lokki, þegar ég var komin í tíunda bekk, að við keppt- um á móti Þór og KA og þá voru þeir orðnir ansi stórir nokkrir. Ég var svo rosalega lítil.“ Aðspurð segist Vanda að öðru leyti lítið hafa fundið fyrir því að vera eina stelpan í strákaliði. „Þetta er bara fótbolti – það skiptir mig engu máli hvort það eru konur eða karlar sem spila hann. Þegar við fórum í útileiki fór ég bara annað hvort ekki í sturtu eða í sturtu fyrst og svo hinir og þegar við spiluðum heima mætti ég bara klædd.“ Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Valdi alltaf fótboltann Þó að fótboltinn hafi alltaf verið í fyrsta sæti hjá Vöndu stundaði hún einnig aðrar íþróttir; körfubolta, sund, skíði, frjálsar og blak. Hún náði meira að segja að leika með tveimur landsliðum, í fótbolta og körfubolta, og mætti á unglinga- landsliðsæfingar í blaki. „Hér áður fyrr var fótboltinn sumaríþrótt og körfubolti vetrar- íþrótt. Yfir veturinn var því lítið eða ekkert um fótboltaæfingar. Það var því auðvelt að vera í báðum greinum,“ segir Vanda sem gerir þó ekki mikið úr því að hafa verið valin í tvö landslið og nefnir fólk sem hafi komist í þrjú. „Þetta var kannski auðveldara á þessum tíma en rannsóknir sýna að það er gott að hafa fjölbreyttan íþróttabakgrunn. Þegar fótboltinn varð meiri ársíþrótt varð þó of mikið að vera í f leiru og ég valdi fótboltann. Ég valdi alltaf fótbolt- ann.“ Íþróttaáhuginn hefur augljóslega alltaf fylgt Vöndu og stefndi hún á að læra að verða íþróttakennari. „Fyrsta árið mitt í kvennafót- bolta var með KA. Ég spilaði með þeim í fyrstu deild en ég var með landsliðsdrauma og taldi því að ég þyrfti að fara í efstu deild. Ég fór því að spila með Skaganum og var í Menntaskólanum á Akureyri á veturna og á Akranesi á sumrin.“ Eftir að hafa prófað sumarstarf í grásleppu og byggingarvinnu fékk Vanda f lokksstjórastarf í vinnu- skóla bæjarins og fann þar hvað hana langaði að leggja fyrir sig. „Mér fannst ofsalega gaman að vinna með unglingum og langaði að fara að vinna í félagsmiðstöð, frekar en að verða íþróttakenn- ari. Sem betur fer, því þar hitti ég manninn minn.“ Eiginmaðurinn beið í fimm ár Vanda lærði frítímafræði í Gauta- borg þar sem hún spilaði einnig fótbolta. „Ég kom heim árið 1989 og fór að vinna í Árseli þar sem Kobbi er fyrir,“ segir Vanda og á þá við eiginmann sinn Jakob Frímann Þorsteinsson. „Hann var með permanent og spangir þegar við hittumst auk þess sem hann var fjórum árum yngri en ég,“ segir Vanda hlæjandi en það tók hann fimm ár að fá Vöndu til að skipta um skoðun og gefa sér séns. „Ég hef oft sagt börnum mínum að það sé algjörlega pabba þeirra að þakka að við séum öll þar sem við erum í dag. Hann hefur sagt það sjálfur að hann fann að ég ætti að verða konan hans og eltist við mig árum saman. Mér fannst erfitt að allir vinir okkar vissu að hann væri hrifinn af mér og var því ekk- ert alltaf voða næs – átti líka annan kærasta á tímabili. Hann bara beið og beið og aðra eins þrautseigju hef ég varla heyrt um, sem betur fer,“ segir Vanda, fegin því að hafa séð ljósið. „Þegar ég svo hætti að of hugsa þetta og hugsa um hvað öðrum fannst, varð ég ástfangin af honum. Ég setti niður varnirnar og leyfði mér að sjá betur hversu frábær- lega frábær hann er,“ rifjar hún upp en síðan eru liðnir tæpir þrír áratugir og þau hjónin hafa ekki aðeins verið samstíga í einkalífinu heldur starfað saman stóran hluta ferilsins. „Fyrst í félagsmiðstöðinni og svo störfuðum við saman í yfir tíu ár við Háskóla Íslands við náms- braut í tómstunda- og félagsmála- fræði. Á eftir bolta kemur barn Saman eiga  Vanda og  Jakob þrjú börn en þau komu í heiminn þegar Vanda var 33, 35 og 44 ára. „Ég sagði alltaf þegar ég var spurð um barneignir: „Á eftir bolta kemur barn,“ sem tilvitnun í auglýsingu Sjóvár. Ég hætti því fyrst í fótbolt- anum áður en ég fór í barneignir en ég ber mikla virðingu fyrir þeim konum sem gera bæði. Margar fyrr- verandi og núverandi landsliðs- 20 Helgin 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.