Fréttablaðið - 15.01.2022, Side 24

Fréttablaðið - 15.01.2022, Side 24
Hulda Vigdísardóttir, doktors­ nemi í málvísindum og starfs­ maður hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var krýnd Miss Powerwoman Inter­ national í desember og lenti í fimmta sæti í Miss Multi­ verse. Keppnin var haldin í Dóminíska lýðveldinu og fór lokakeppnin fram þann 19. desember. Hún fékk titilinn Miss Most Classy og Miss Powerwoman en seinni titl­ inum fylgir kóróna. Keppnin er í senn raun­ ver u leik aþát t u r og fegurðarsamkeppni en þó alls ekki með hefð­ bundnu sniði. Í Miss Multiverse þurfa keppendur að takast á við ýmsar áskoranir eins og hreystikeppni á ströndinni sem stendur yfir í sex klukkustundir með mismunandi þrautum og greindar­ vísitölupróf ásamt verkefnum sem reyna á félagslega hæfni, viðskipta­ hæfni, framkomu, úthald og þol. Síðustu níu ár hafa keppendur dvalið þrjár vikur á Hard Rock­hót­ eli þar sem hver keppandi hefur fengið sitt herbergi en því var breytt í ár, meðal annars vegna Covid, en líka til að gefa keppendum tækifæri til að ferðast víðar um eyjuna og upplifa hana á annan hátt. Þátttak­ endur dvöldu því bæði á hótelum og var boðið að vera saman í nokkrum stórum villum. „Þetta var auðvitað alger lúxus en ég kynntist hinum þátttakend­ unum líka miklu betur en ég hefði gert, ef við hefðum allar verið sín í hverju herberginu eða tvær og tvær. Við urðum mjög nánar og þetta var miklu betra, held ég,“ segir Hulda sem segist þakklát fyrir þær vin­ konur sem hún eignaðist úti. Ætlaði í fyrra en komst ekki Spurð hvernig hún hafi endað á því Þurftu að synda í land með helstu nauðsynjar Hulda Vigdísar- dóttir lenti í fimmta sæti í keppninni og var krýnd Miss Powerwoman. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI að taka þátt segir Hulda að hún hafi lengi vitað af keppninni og fundist hún spennandi. „Ég tók þátt í Miss Universe Ice­ land árið 2019 og var krýnd Queen Beauty Iceland 2020. Ég átti alltaf að keppa sumarið 2020 en hef ekki enn farið út. Forsvarsfólk Miss Multi­ verse­keppninnar fann mig eflaust á vefsíðu eða samfélagsmiðlum tengdum Miss Universe Iceland. Mér var boðin þátttaka í fyrra sem ég ætlaði að þiggja, en þá stóð hinn titillinn í vegi fyrir því,“ segir Hulda og bætir við að þegar þau leituðu aftur til hennar í ár hafi hún ekki hikað við að þiggja boðið. Hún segir að hver dagur hafi verið ólíkur hinum og að sjaldnast hafi þær fengið að vita hvað væri í vændum. „Yfirleitt vissum við ekkert hvað var í vændum. Morguninn eftir undanúrslitin vaknaði ég snemma og fór í sturtu. Við héldum allar að fram undan væri rólegur dagur en skyndilega heyrðist svaka trommu­ sláttur frammi á gangi og karl­ mannsraddir sem hrópuðu: „It’s a drill! It’s a drill!“ Vinkona mín frá Filippseyjum var einmitt nýkomin inn á baðherbergi til mín til að fá eitthvað lánað. Okkur brá báðum svo mikið að við áttuðum okkur engan veginn á því hvað væri í gangi. Raunar heyrðum við hvorug hvað var hrópað eða við greindum alla vega ekki orðaskil. Enginn tökumannanna átti að vera mætt­ ur, svo það voru bara stelpur í hús­ inu – að við héldum. Vinkona mín flýtti sér að læsa baðherberginu og stóð greinilega alls ekki á sama en ég stóð enn inni í sturtuklefanum með hárnæringu í hárinu. Hálftíma seinna vorum við komnar um borð í bát með helstu nauðsynjar, klæddar grænum hermannafötum, í sund­ skóm og með fastar fléttur í hárinu,“ segir Hulda. Hún rifjar það upp hlæjandi að þær hafi lítið vitað hvað þær ættu að taka með sér en þær fengu að vita að þær væru á leiðinni á eyði­ eyju, án nokkurra þæginda, í tvo sólarhringa. „Við máttum ekki pakka miklu. Áður en við fórum um borð í bátinn var okkur skipt í tvö lið á bryggj­ unni, hvort með sinn hópstjóra. Hvort liðið mátti hafa einn poka eða það sem við treystum okkur til að synda með í land því báturinn gat auðvitað ekki siglt að landi og því skyldum við hoppa út í sjó með allt hafurtaskið. Hópstjórinn var með einn pott og eina pönnu fyrir liðið. Við máttum gefast upp þegar við vildum en þetta var í senn hóp­ keppni og einstaklingskeppni. Ég get ekki sagt hvernig þetta fór en við fundum allavega afar frumlega leið til að pakka eldhúsgögnunum, nokkrum vatnsflöskum, síðerma­ peysum og buxum, moskítóspreyi og sólarvörn auk þess matar sem við náðum að grípa með; orkustöngum, Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is Á myndinni með Huldu er Julie Tarrayo frá Fillipseyjum en þær voru herbergis- félagar á meðan keppni stóð og urðu mjög góðar vinkonur. MYND/AÐSEND Ég get ekki sagt hvern- ig þetta fór en við fundum alla vega afar frum- lega leið til að pakka eldhús- gögn- unum, nokkrum vatns- flöskum, síðerma- peysum og buxum, moskító- spreyi og sólarvörn. 24 Helgin 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.