Fréttablaðið - 15.01.2022, Síða 28

Fréttablaðið - 15.01.2022, Síða 28
Konur voru beittar ofbeldi og þeim nauðgað. Þau not- uðu ofbeldi gegn mótmæl- endum og það getum við ekki sætt okkur við. Edith Með skýrslunni erum við að mótmæla því hvernig lögregla tekur skýrslu af þolendum og bendum á að hún svari konum með ofbeldi, misnoti vald sitt og berji og lemji þær, til að sýna þeim hver ræður. Edith Í desember komu hingað til lands þær Edith Olivares Ferreto, framkvæmdastýra Amnesty International í Mexíkó, og aðgerðasinninn og femínistinn Wendy Andrea Galarza, til að ræða kvenna- morð í Mexíkó, vekja athygli á þeim og fá Íslendinga til að sýna þeim samstöðu. Í Mexíkó eru tíu konur myrtar á hverjum degi. Sem vitað er um. Í nýrri skýrslu Amnesty International, Justice on Trial, sem gefin var út í september 2021, voru 3.723 kynbundin morð á konum skráð í landinu árið 2020. Í skýrslunni kemur fram að rann- sókn málanna sé verulega ábóta- vant. Sem dæmi er vettvangur glæps ekki skoðaður nægilega vel, sönnunargögn týnast eða áhugi er ekki til staðar á að sinna rannsókn. Það leiðir svo til þess að málin rata sjaldan til dómstóla og að hinir seku sæta ekki ábyrgð. „Við höfum unnið í þessu í mörg ár, en í september í fyrra sendum við tilkynningu til lögreglunnar um að við værum sjálfar að rann- saka kvennamorð, og þá sérstak- lega í Ciudad Juares,“ segir Edith og bætir við að þær geri það vegna þess að þær telji lögregluna óhæfa til að rannsaka morðin. „Það hefur eitthvað verið að ger- ast með rannsóknirnar undanfarið, en það er ekki nóg. Það er enn stórt verkefni fyrir höndum, sem er að fá yfirvöld til að sinna sínum verk- efnum og gera það vel,“ segir Edith. Yfirvöld óhæf Hún segir frá því að markvisst hafi verið unnið að því, af hálfu Amnesty, að fá stjórnvöld til að hlusta. Það hafi verið sendar út til- kynningar auk þess sem samtökin hafi stutt skipulögð mótmæli. „Með skýrslunni erum við að mótmæla því hvernig lögregla tekur skýrslu af þolendum og bendum á að hún svari konum með of beldi, misnoti vald sitt og berji og lemji þær til að sýna þeim hver ræður. Það sem gerðist 9. nóvember í Cancun var út í hött. Það var kornið sem fyllti mælinn,“ segir Edith, og á þar við mótmæli sem voru skipulögð af femínistum árið 2020 til að mót- mæla kvennamorði og ofbeldi gegn konum. Það fór ekki betur en svo að á mótmælunum sjálfum voru konur skotnar, þeim nauðgað og einhverj- um skellt í fangaklefa fyrir þátttöku. „Konur voru beittar of beldi og þeim nauðgað. Þau notuðu ofbeldi gegn mótmælendum og það getum við ekki sætt okkur við. Ekki nóg með að konum sé sýnd mikil harka og ofbeldi, heldur er þeim ekki sýnd virðing,“ segir Edith. Wendy tók sjálf þátt í umræddum mótmælum og er ein þeirra sem voru skotnar af lögreglunni. „Konur fóru út á götu til að mót- mæla og sýna samstöðu með þeim sem hafa verið beittar of beldi eða myrtar. En meðal kvenna er almenn hræðsla um það hver verði næst, sama hvort um er að ræða of beldi eða morð. Þetta var auðvitað tilraun til þess, í mínu tilfelli, þennan dag, 9. nóvember. Við mótmæltum fyrir Alexis, sem var myrt, en auðvitað líka fyrir aðrar konur sem voru myrtar á hrottalegan hátt og fleiri sem hafa horfið sporlaust.“ Skotin tvisvar á mótmælunum Wendy segir að mótmælin hafi hafist við skrifstofu embættis sak- sóknara – þangað sem konur fari til að gefa skýrslu. „Starfsfólkið er óhæft til að taka skýrslur af konum og því er illa sinnt þegar konur kvarta undan ofbeldi. Okkur fannst þetta því góður staður til að hefja mótmælin. Við vorum um þúsund þar og mörgum var mjög heitt í hamsi vegna ástands- ins. Það var búið að kveikja eld á nokkrum stöðum og þannig vildi fólk sýna að því væri alvara,“ segir Wendy. Óþolandi að búa á stað þar sem þú getur engum treyst Edith og Wendy eru sammála um að yfirvöld þurfi að gera betur í þágu kvenna í Mexíkó. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Wendy var skotin tvisvar af lögreglu á mótmælum gegn kvennamorði þann 9. nóvember 2020. Edith segir að ofbeldið gegn konum á mótmælunum 9. nóvember 2020 hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hún segir að eins hafi margir notað veggjakrot til að lýsa yfir megnri óánægju sinni með ýmsar stofnanir. „Næst tókum við stefnuna á ráðhúsið og það var aðeins um tíu til fimmtán mínútum eftir komu þangað sem of beldið hófst fyrir alvöru,“ segir Wendy og að þá hafi lögreglan byrjað að skjóta, fyrst upp í loftið, en svo á mannfjöldann. Wendy varð á mótmælunum sjálf fyrir tveimur skotum. Önnur kúlan fór í annan fótinn, en hin fór fyrst í rassinn og út um sköpin. „Eftir þetta fréttum við að tveir blaðamenn hefðu orðið fyrir skoti, að tveimur konum hefði verið nauðgað, tvær hlutu alvarlega höf- uðáverka og átta konur voru fluttar á lögreglustöðina þar sem þær voru settar í fangaklefa.“ Wendy segir að fyrir mótmælin hafi þessar konur ekkert þekkst, en í kjölfar þeirra hafi verið búinn til sameiginlegur vettvangur fyrir þær til að eiga samskipti. „Okkar markmið er að halda áfram að berjast fyrir rétti okkar til að mótmæla og við viljum hvetja aðrar konur til að gera það sama. Við viljum láta heyra í okkur,“ segir Wendy. Hún segir að núna, ári eftir að mótmælin áttu sér stað, hafi ekki enn farið fram rannsókn á því of beldi sem hún varð fyrir og því hafi hún ekki fengið neitt réttlæti, eða nein önnur kona sem var beitt ofbeldi á mótmælunum. „Við viljum ekki peninga en við förum fram á að það sé viðurkennt að þetta var óþarft of beldi og að yfirvöld viðurkenni að þau séu óhæf til að rannsaka hvert og eitt mál sem kemur á borð til þeirra.“ Wendy segir að í gegnum þetta allt hafi Amnesty stutt þær, í skýrslutöku og í kröfu þeirra um gagnsæi. Getur ekki hætt Kom aldrei til greina að hætta að mótmæla eftir að þú varst skotin? „Nei, það hefur ekki hvarflað að mér að hætta. Fyrst og fremst vegna þess að það er nokkuð til sem heitir reisn. Ég get ekki hætt. Ég verð að koma þeim skilaboðum áleiðis að það sé ekki hægt að koma svona fram við okkur.“ Hvaðan kemur kvenhat ur í Mexíkó og eru mótmælin fyrsta skrefið til að breyta því, ef það er hægt? „Fyrst og fremst kemur þetta hatur frá yfirvöldum. Að bæla niður allt sem heitir mótmæli. Sérstaklega þegar konur eiga í hlut. Og þá eru það ekkert bara „yfirvöld“. Ég er að tala um forseta Mexíkó. Hann hefur sýnt virðingarleysi gagnvart öllu sem mætti kalla mótmæli gegn kvenna- morðum. Það er hægt að byrja þar og þegar hann hundsar mótmælin er alveg hægt að líta svo á að hann sé að hvetja hina til að drepa niður þetta andóf. Þessar raddir sem eru að reyna að fæðast og vilja að á þær sé hlustað. Ef við byrjum þar og á því valdi sem hann hefur, það fara allir að hans fordæmi,“ segir Edith og bætir við að lögreglan hafi sýnt fem- ínistum mikla hörku og tengir það sérstaklega við viðhorf forsetans. Hún segir að Mexíkó sé karlaveldi og að hlutverk kvenna sé mjög hefð- bundið, almennt séð. „Hvernig við högum okkur og klæðum okkur. Konur verða að vera penar og mega ekki sýna styrk- leika. Þær eiga að vera undirgefnar og sýna að þær þurfi á karlmanni að halda til að vernda þær,“ segir Edith og að margar konur í Mexíkó hafi tileinkað sér þetta. „En þetta er að breytast. Ný kyn- slóð kvenna kemur inn með þrýst- ing og þær eru sterkar og það fer í taugarnar á mörgum. Þeir eru hrein- lega hissa á að sjá konur í hlutverki sem þeir eru ekki vanir að sjá þær í. Og það eru ekki bara karlar sem eru hissa, það eru líka konur,“ segir Edith, og að femínistar séu teiknaðir upp sem of beldisfullar konur sem verði að forðast. Tíu morð toppurinn á ísjakanum Hvernig er að vera kona í Mexíkó? Er stanslaus ótti og hræðsla við að vera næst? „Þær tölur sem við sjáum eru bara toppurinn á ísjakanum og eru langt frá því að sýna fram á raunverulega tíðni of beldis. Við vitum það og það sem er hættulegast af öllu er að það sé gert lítið úr þessu of beldi,“ segir Wendy og að í raun sé vanda- málið svo stórt að konur séu orðnar samdauna of beldinu og geri sér stundum ekki grein fyrir því að um ofbeldi sé að ræða, því ofbeldisfull samskipti eru svo tíð. „Það er absúrd að segja það en við erum búin að normalísera ofbeldi. Sem er ómögulegt. En þetta er bara þannig.“ Edith tekur undir þetta og segir að Mexíkó sé mjög hættulegur stað- ur fyrir konur. Tíu konur séu myrtar á hverjum degi og þá sé ekki talinn sá fjöldi sem er beittur ofbeldi. „Morðin geta verið margvísleg, en f lest tengjast þau heimilisof beldi. Þetta eru hræðilegar tölur. Hættan er ekki bara á heimilinu, sem á að vera athvarf, heldur er of beldi þar, á vinnustaðnum, úti á götu og kyn- ferðislegt ofbeldi og áreitni úti um allt. Svo er ekki nóg með það, heldur þegar konur fá nóg og mótmæla, þá eru þær líka beittar of beldi þar, af bæði samborgurum sínum og lög- reglu. Það er óþolandi að búa á stað þar sem þú getur engum treyst og þú býrð alltaf við einhverja ógn. Þetta er ógeðfellt.“ Íslendingar geta hjálpað Geta íslensk stjórnvöld gert eitthvað til að aðstoða, eða Íslendingar? „Ég er bjartsýn og held að Íslend- ingar og íslensk stjórnvöld geti aðstoðað okkur við að minnka of beldið. Það sem yfirvöld hérna þola ekki er þegar einhver annar segir þeim fyrir verkum, eða ef ein- hver bendir þeim á hversu bagalegt og slæmt ástandið er. Það getur því verið gott að láta marga vita og ef þið látið í ykkur heyra um ástandið í Mexíkó. Við viljum gagnsæi og það er okkar eina von fyrir betri aðstæður fyrir konur í Mexíkó,“ segir Wendy og bætir við: „Okkar tími er kominn. Við erum að vakna eftir langan dvala og erum að reyna að koma ýmsu til skila, en við byrjum á mótmælum.“ Edith tekur undir þetta og hvet- ur íslensk stjórnvöld til að beita sér fyrir samstöðu með konum í Mexíkó. Grípa má til aðgerða og skrifa undir mál Wendy og annarra þol- enda mannréttindabrota á vefnum amnesty.is, en undirskriftasöfnunin er opin fram á sunnudag. n Lovísa Arnardóttir lovisaa @frettabladid.is 28 Helgin 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.