Fréttablaðið - 15.01.2022, Síða 32

Fréttablaðið - 15.01.2022, Síða 32
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Verslunin Innréttingar og tæki í Ármúla í Reykjavík er eitt af rót- grónustu fyrirtækjum á höfuð- borgarsvæðinu, enda stofnað árið 1945. Í dag er fyrirtækið ein fremsta sérverslun landsins fyrir baðherbergið, en seldi áður fjöl- breyttari vörur, t.d. borvélar og bílskúrshurðajárn, að sögn Írisar Jensen, sem svo tók við rekstrinum árið 2014 ásamt eiginmanni sínum Grétari Þór Grétarssyni. „Þetta er ekta fjölskyldufyrirtæki en amma mín stofnaði fyrirtækið upphaf- lega. Bæði börnin og foreldrar mínir eru hér með annan fótinn, svo það kemur ekki á óvart að við leggjum mikla áherslu á persónu- lega og góða þjónustu.“ Verslunin heldur útsölu árlega í janúar þar sem ýmsar spennandi vörutegundir eru á góðum afslætti. „Vörumerkin sem við seljum koma flest öll með nýjar línu á hverju ári, þannig að á janúarútsölunni erum við að bjóða eldri línur á góðum afslætti. Auk þess seljum við sýningareintök á spottprís.“ Fjölbreytt vöruúrval Meðal nýrra vara sem eru komnar í sölu hjá versluninni nefnir Íris nýjustu baðherbergisinnrétt- inguna frá Elita. „Þetta vörumerki er frá Póllandi og það hefur komið mjög sterkt inn á undanförnum árum enda með flottar línur. Við seljum m.a. baðinnréttingar frá þeim í svartmöttu og hvítmöttu útliti. Þessi lína kom stuttu fyrir síðustu jól og vakti mikla athygli. Elita Mable byrjaði t.d. að setja aftur óhreinatauskörfur í innrétt- ingar en það var vinsælt hér áður fyrr. Auk þess eru fleiri spennandi hlutir að koma inn hjá þeim sem voru dottnir út áður. Við fáum fleiri spennandi vörur frá þessu fyrirtæki á árinu.“ Einnig nefnir hún spænska merkið Gala sem selur m.a. stein- sturtubotna. „Þeir eru eins og ein stór flís með tilbúnum halla í. Þeir fást í fimmtán litum og í 26 stærðum. Við seljum einnig handlaugar og klósett frá þessu vörumerki.“ Svarti liturinn vinsæll Globo er ítalskt merki sem býður upp á gott úrval af salernum og hreinlætisvörum í sextán litum, t.d. í bleiku, bláu, gulu og svörtu. „Svarti liturinn hefur verið mjög vinsæll í gegnum tíðina hjá okkur. Við höfum líka selt bleik klósett, sem er skemmtilegt.“ Að lokum nefnir hún Fima sem er ítalskt merki. „Þetta vörumerki býður m.a. upp á blöndunartæki í svörtum lit, 24 karata gull- húðun og ýmsa spennandi hluti. Fyrirtækið vinnur með mörgum þekktum hönnuðum, m.a. þeim sem hanna fyrir ítalska bílafram- leiðandann Lamborghini. Þetta fyrirtæki er svo sannarlega að gera skemmtilega og öðruvísi hluti sem við sjáum ekki mikið af hér á landi.“ n Útsalan í Innréttingum og tækjum stendur yfir dagana 17.-31. janúar. Sturtusett í krómi og svörtum lit. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Flottasta úrvalið í bænum af handlaugum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Litríku handklæðaofnarnir frá TERMA eru mikil prýði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR GLOBO er þekkt fyrir sitt slétta postulín. MYND/AÐSEND Nesti Dante eru náttúrlegar vörur frá Ítalíu. MYND/AÐSEND FIMA CF er með nútímahönnum á blöndunartækjum. MYND/AÐSEND Metallínan króm, gull og brons frá spænska merkinu GALA. MYND/AÐSEND Frægu steinsturtubotnarnir frá GALA. MYND/AÐSEND Salerni, handlaug og bidet frá spænska vörumerkinu GALA. MYND/AÐSEND Nýja línan frá ELITA er glæsileg og stílhrein. MYND/AÐSEND 2 kynningarblað 15. janúar 2022 LAUGARDAGURÚTSÖLUR OG OUTLET
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.