Fréttablaðið - 15.01.2022, Page 34

Fréttablaðið - 15.01.2022, Page 34
Þegar kemur að því að taka myndir af þeim fötum sem á að selja þarf að vanda til verka. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook ÚTSALAN í fullum gangi 40-50% afsláttur Útsölubuxur 50% afsláttur Str. Str. 36-56 Það er hægt að fá ágætis pening fyrir að selja notuð föt, sérstaklega ef rétt er farið að. Hér á landi eru ýmsir markaðir með notuð föt þar sem hægt er að leigja bás og selja. Til að salan gangi sem best verður samt að passa upp á að markaðs- setja básinn sinn svolítið. Taka góðar myndir af fötunum, deila á samfélagsmiðlum og lýsa hverri einustu flík vel. Tilgreina stærð, efni og verð og hversu mikið notuð flíkin er. Því meiri upplýsingar sem hugsanlegur kaupandi fær um flíkina, því betra. Ef ætlunin er að selja fötin á net- inu þar sem ekki er hægt að koma og máta fötin er enn mikilvægara að gefa greinargóða lýsingu á þeim. Til dæmis með því að taka mynd af manneskju í fötunum og gefa upp mál módelsins. Þannig getur fólk auðveldar fundið út hvort flíkin muni passa og getur séð hvernig hún lítur út á manneskju en ekki bara á herðatré. Oft tímir fólk ekki að losa sig við einhverjar flíkur vegna þess að því þykir vænt um þær. Þær tengjast hugsanlega einhverri kærri minningu. En ef ætlunin er ekki að nota flíkina meira, til hvers að halda upp á hana? Það er hægt að taka mynd af sér í f líkinni og gleyma minninguna þannig. Fallegar flíkur sem þú tímir ekki að selja gætu nefnilega komið sér að góðum notum fyrir aðra og eru auka peningur í budduna þína. Myndir mikilvægar Þegar kemur að því að taka myndir af þeim fötum sem á að selja þarf að vanda til verka. Krumpuð föt sem hanga skökk á herðatré eða eruð lögð í óreiðu á illa um búið Smá fyrirhöfn eykur söluna Það er sniðugt að næla sér í aukapeninga með því að selja gömlu fötin sín. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY rúm eru ekki líkleg til að fanga athygli hugsanlegra kaupenda. Það er mikilvægt að passa upp á að fötin séu hrein og slétt. Það gæti jafnvel borgað sig að strauja þau. Og ef það er gæludýr á heimilinu er mikilvægt að fjarlægja öll gælu- dýrahár af fötunum, til dæmis með límrúllu. Góð ljósmynd af fötunum er í raun mun mikilvægari en lýsingin á þeim því myndin er það fyrsta sem kaupandinn tekur eftir og vekur áhuga hans á að lesa nánari upplýsingar um flíkina. Tilgangur myndarinnar er tvíþættur. Að fanga athygli kaupandans og að gefa upplýsingar um ástand flíkurinnar. Hafið góða birtu Til að flíkin komi vel út á mynd skiptir umhverfið miklu máli. Það er sérstaklega mikilvægt að hafa góða birtu í herberginu þar sem myndin er tekin. Ef myndin er illa lýst þá sjást ekki réttir litir á flíkinni og rétt áferð. Þá er gott að hafa einlitan bak- grunn sem tekur ekki of mikla athygli frá vörunni sem á að selja. Það er hægt að leggja flíkina ofan á hreint og slétt, hvítt eða grátt lak, með áherslu á slétt, krumpað lak fælir burt viðskiptavinina. En svo má líka leggja hana ofan á einlita ljósa pappírsörk sem hægt er að finna í ritfangaverslun eða föndurbúðum sem dæmi. Ef flíkin hangir á herðatré er hægt að notast við ljósan vegg. En passið að flíkin hangi fallega á herðatrénu. Það er betra að leggja hana slétta á ljósan bakgrunn ef hún er of stór fyrir herðatréð. Sýnið smáatriðin Til að hugsanlegir notendur átti sig sem best á hvernig flíkin er, er gott að taka nokkrar myndir. Eina af flíkinni að framanverðu, eina að Þegar selja á notuð föt á netinu skiptir myndatakan miklu máli. Það eykur líkur á sölu til muna ef myndin er aðlaðandi og fötunum snyrtilega uppstillt. Það er mikilvægt að flíkin passi vel á herðatréð sé það notað, og að bakgrunnur- inn sé hlutlaus. aftanverðu, eina mynd af mið- anum á flíkinni sem sýnir stærðina og merkið og aðra af miðanum sem gefur upp efnið sem flíkin er úr. Ef verið er að selja jakka er líka gott að taka mynd af fóðrinu. Eins er gott að taka nærmyndir af smáatriðum eins og mynstri, tölum og skrauti. Ef flíkin er slitin einhvers staðar borgar sig að vera hreinskilin og taka mynd af því líka. Þá er gott að taka einhverjar nærmyndir sem sýna vel áferð efnisins. Þetta gæti hljómað eins og smá fyrirhöfn en það margborgar sig að leggja dálitla vinnu í að selja fötin sín, sérstaklega þegar margir aðrir eru að gera það sama. Örlítil auka- vinna í að þvo fötin, slétta og leggja þau vel út fyrir myndatöku getur haft úrslitaáhrif á söluna. n 4 kynningarblað 15. janúar 2022 LAUGARDAGUR ÚTSÖLUR OG OUTLET

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.