Fréttablaðið - 15.01.2022, Side 41

Fréttablaðið - 15.01.2022, Side 41
Nánari upplýsingar veita Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 18. janúar 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni. Michelsen ehf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Leitað er að stjórnanda sem hefur vilja og getu til að stýra traustu, rótgrónu en framsæknu fjölskyldufyrirtæki. Michelsen er eini sölu- og þjónustuaðili margra af þekktustu vörumerkjum heims á Íslandi. • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og mannauðsmálum • Umsjón með markaðsmálum • Áætlanagerð og stefnumótun • Þátttaka í vörustjórnun og birgðahaldi • Þátttaka í samskiptum við innlenda og erlenda viðskiptaaðila • Afgreiðsla viðskiptavina þegar þörf krefur Starfs- og ábyrgðarsvið: Michelsen ehf. rekur tvær verslanir, á Hafnartorgi og í Kringlunni 4-12, en einnig heldur fyrirtækið úti öflugri heimasíðu og vefverslun. Fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldu en það var stofnað 1.júlí 1909 og er eitt elsta fyrirtækið í verslun og þjónustu á Íslandi. Fyrirtækið hefur tekið mikinn vaxtarkipp undanfarin ár og eru fastráðnir starfsmenn fyrirtækisins nú níu talsins. Michelsen sérhæfir sig í innflutningi og sölu tímamæla allt frá armbandsúrum upp í klukkukerfi, ásamt sölu á breiðri línu af skartgripum og rekur fullkomnasta úrsmíðaverkstæði landsins. Michelsen er eini sölu- og þjónustuaðili margra af þekktustu vörumerkjum heims á Íslandi, þar á meðal Rolex, Tudor, TAG Heuer og nú nýlega Gucci. Stefna fyrirtækisins er að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu sem byggist á yfirgripsmikilli þekkingu á úrum og skartgripum. Sjá nánar á www.michelsen.is • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og áhugi á tækni og viðskiptum • Farsæl reynsla af stjórnun og uppbyggingu liðsheildar • Frumkvæði og skipulagshæfileikar • Framúrskarandi leiðtoga- og samskiptahæfileikar • Framsýni og hugmyndaauðgi • Traust og trúverðug framkoma • Góð tölvukunnátta Menntunar- og hæfniskröfur: Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóri rekstrarstofu Þjóðkirkjunnar Þjóðkirkjan óskar eftir að ráða öflugan einstakling í stöðu framkvæmdastjóra rekstrarstofu. Viðkomandi kemur til með að annast daglegan rekstur Þjóðkirkjunnar og bera ábyrgð á fjármála- og fasteignasviði. Auk þess gegnir framkvæmdastjóri lykilhlutverki í að ná fram aukinni skilvirkni og hagræðingu í rekstri. Framkvæmdastjóri heyrir undir framkvæmdanefnd kirkjuþings. Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. • Umsjón með og ábyrgð á daglegum rekstri Þjóðkirkjunnar • Regluleg upplýsingagjöf til framkvæmdanefndar og fylgir eftir ákvörðunum kirkjuþings • Yfirumsjón með störfum fjármála- og fasteignasviðs • Þátttaka í stefnumótun og áætlanagerð Helstu verkefni og ábyrgð: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Meistarapróf er kostur • Leiðtogahæfileikar og sterk framtíðarsýn • Farsæl reynsla af stjórnun hjá stóru fyrirtæki eða stofnun æskileg • Framúrskarandi samskiptahæfileikar • Reynsla af áætlanagerð og eftirfylgni • Sjálfstæði, frumkvæði og nákvæmni í vinnubrögðum • Góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti Menntunar- og hæfniskröfur: Nánari upplýsingar um starfið veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) í síma 511 1225. Farið verður með allar og umsóknir sem trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega. Öllum umsækjendum verður svarað að ráðningu lokinni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.