Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.01.2022, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 15.01.2022, Qupperneq 42
Deildarstjóri Sérdeildar Suðurlands Sunnulækjarskóli á Selfossi auglýsir lausa til umsóknar stöðu deildarstjóra í Sérdeildar Suðurlands Leitað er að öflugum og farsælum leiðtoga til að stýra starfi deildarinnar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. apríl 2022 eða eftir nánara samkomulagi. Sérdeild Suðurlands, Setrið Sunnulækjarskóla, er deild í Sunnulækjarskóla en sérstakur deildarstjóri ber ábyrgð á faglegu skólastarfi hennar. Deildin veitir nemendum með sérþarfir í Árborg, Árnesþingi og Rangárvalla- og Ves- tur-Skaftafellssýslu fjölbreytt nám sem tekur mið af þörfum þeirra og stöðu, í samvinnu við heimaskóla. Um 40 börn stunda nám við deildina frá öllum þjónustusvæðunum. Deildin sinnir einnig ráðgjafarhlutverki og leiðir þverfagleg stuðningsteymi nemenda. Helstu verkefni og ábyrgðarsvið • Veita deildinni faglega forystu • Virk þátttaka í þróun og skipulagi deildarinnar • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri deildarinnar • Samstarf við heimaskóla og foreldra barna • Tengiliður í þverfaglegum stuðningsteymum nemenda Menntunar og hæfniskröfur Deildarstjóri sérdeildar skal hafa kennsluréttindi. Framhaldsmenntun á sviði fötlunar og margbreytileika ásamt reynslu í kennslu og þjálfun nemenda með sérþarfir er æskileg. • Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun er skilyrði • Reynsla af stjórnun er æskileg • Heildstæð og góð þekking á málefnum nemenda með sérþarfir • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Sérstök áhersla er lögð á að viðkomandi búi yfir lipurð í samstarfi og mannlegum samskiptum • Hreint sakavottorð er skilyrði Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Vakin er athygli á stefnu Sveitarfélagsins Árborgar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá sveitarfélaginu og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Umsóknarfrestur er til 24. janúar 2022. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá auk kynningarbréfs. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar um störfin eru á ráðningarvef sveitar- félagsins starf.arborg.is og hjá skólastjóra í síma 480-5400 og netfang birgir@sunnulaekjarskoli.is. Sækja þarf um stöðurnar á vef sveitarfélagsins, starf.arborg.is Umsóknir gilda í 6 mánuði. Skólastjóri VILT ÞÚ GANGA TIL LIÐS VIÐ ÖFLUGAN HÓP LÖGFRÆÐINGA PERSÓNUVERNDAR? Persónuvernd leitar að drífandi og kraftmiklum lögfræðingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í samhentu teymi stofnunarinnar. Fjölbreytni þeirra mála sem eru til meðferðar hjá Persónuvernd er mikil – allt frá rafrænni vöktun á vinnustöðum til álitamála sem tengjast vísindarannsóknum á heilbrigðissviði – og varða þau oft grundvallaratriði í íslensku samfélagi. Mikið er lagt upp úr frumkvæði, ábyrgð og getu starfsmanna til að sinna krefjandi verkefnum í öflugu teymi lögfræðinga stofnunarinnar. Um 100% starf er að ræða. Ráðið verður í starfið frá 1. mars 2022 eða samkvæmt samkomulagi en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Persónuvernd er sjálfstætt stjórnvald sem annast eftirlit með framkvæmd laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, laga nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi og reglna settra samkvæmt þeim. Persónuvernd er fjölskylduvænn vinnustaður. FREKARI UPPLÝSINGAR UM STARFIÐ Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2022. Umsóknir skulu berast á netfangið postur@personuvernd.is. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Nánari upplýsingar um störfin veitir Vigdís Eva Líndal, sviðsstjóri hjá Persónuvernd, í síma 510-9600. Umsóknir munu gilda í sex mánuði frá móttöku þeirra, sbr. reglur nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. HELSTU VERKEFNI: • Öll hefðbundin afgreiðsla og meðferð mála sem heyra undir Persónuvernd, m.a. vinna að úrskurðum í ágreiningsmálum og álitum • Vinna við afgreiðslu kvartana, þ. á m. í samstarfi við persónuverndarstofnanir innan EES • Verkefni tengd erlendu samstarfi, einkum í tengslum við þátttöku Persónuverndar í Evrópska persónuverndarráðinu (EDPB) • Önnur lögfræðistörf samkvæmt ákvörðun sviðsstjóra eða forstjóra MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði • Að lágmarki 5 ára starfsreynsla sem nýtist í starfi • Yfirgripsmikil þekking á persónuverndar- löggjöfinni er kostur • Reynsla og/eða þekking á sviði stjórnsýsluréttar • Mikil áhersla er lögð á gott vald á íslensku og ensku, auk færni til að tjá sig í ræðu og riti • Þekking á einu norðurlandamáli er kostur • Nákvæmni, frumkvæði og ögun í vinnubrögðum • Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum er skilyrði farskolinn.is Faxatorg 550 Sauðárkrókur & 455 6010 / 455 6011 Laust starf náms- og starfsráðgjafa Farskólinn leitar að öflugum starfsmanni til að vinna að fjölbreyttum verkefnum í fullorðins- og framhaldsfræðslu. Farskólinn | miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra Verkefni sem um ræðir eru: Náms- og starfsráðgjöf, raunfærnimat, mat á fræðsluþörfum og þróun og umsjón með fræðslu. Farskólinn leitar að einstaklingi sem er fær í samskiptum og sýnir frumkvæði í úrlausn verkefna, getur unnið sjálfstætt og í teymisvinnu. Helstu verkefni • Náms- og starfsráðgjöf til einstaklinga á Norðurlandi vestra • Umsjón og skipulag raunfærnimats fyrir einstaklinga • Þróun fræðsluverkefna; skipulag og umsjón • Upplýsingagjöf og samskipti við þátttakendur, stofnanir og aðra hagsmunaaðila • Önnur verkefni sem til falla Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra var stofnaður árið 1992. Farskólinn er sjálfseignarstofnun sem sinnir verkefnum á sviði fullorðins- og framhaldsfræðslu á Norðurlandi vestra. Skrifstofa Farskólans er á Sauðárkróki. Hjá Farskólanum starfa að jafnaði 4–5 starfsmenn. Umsókn skal fylgja ferilskrá, kynningarbréf og prófskírteini. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Williams Þráinsdóttir í síma 455 6014. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið bryndis@farskolinn.is. Umsóknir sendist á fyrrgreint netfang fyrir 15. febrúar næstkomandi. ný pr en t e hf | 0 12 02 2 Hæfniskröfur • Háskólamenntun, til dæmis á svið kennslu og ráðgjafar. Gerð er krafa um leyfisbréf í náms- og starfsráðgjöf • Þekking á fullorðins- og framhaldsfræðslu er kostur ásamt því að þekkja til íslensks vinnumarkaðar • Almenn og góð tölvukunnátta • Mjög gott vald á íslensku og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti • Gott vald á ensku • Frumkvæði og sjálfstæði í allri verkefnavinnu • Þjónustulipurð og mikil samstarfs- og samskiptahæfni intellecta.is RÁÐNINGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.