Fréttablaðið - 15.01.2022, Side 45

Fréttablaðið - 15.01.2022, Side 45
FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is Deildarstjóri fjármálasviðs Fjarðabyggðar - aðalbókari Fjarðabyggð leitar að deildarstjóra ármálasviðs (aðalbókara) til starfa. Um er að ræða tækifæri til að taka þátt í ármála- og reikningshaldstjórnun í stóru sveitarfélagi sem ætlar að takast á við miklar áskoranir á næstu árum. Leitað er að metnaðarfullum og vandvirkum einstakling, með mikið frumkvæði og skipulagshæfni. Helstu verkefni og ábyrgð: • Leiða reikningshaldsvinnslu sveitarfélagsins og stofnana. • Stjórna vinnslu ármálasviðs á sviði tengjast reikningshaldi, meðferð ármuna og úrvinnslu árhagslegra upplýsinga. • Bera ábyrgð á uppgjörum og gerð ársreikninga • Taka þátt í umbótaverkefnum í tengslum við rekstur Fjarðabyggðar og gerðar árhagsáætlana. Menntun og reynsla: • Háskólamenntun sem nýtist í star auk sérþekkingar og faglegrar reynslu af árhagsbókhaldi og reikningsskilum • Þekking á lögum og reglugerðum er gilda um reikningshald sveitarfélaga • Þekking og reynsla af reikningsskilum sveitarfélaga og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum • Þekking og reynsla af áætlunargerð, úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga • Þekking og reynsla af Dynamics 365 BC eða sambærilegu ker • Mikil Excel kunnátta og góð almenn tölvuþekking s.s. á Word og Outlook Allar frekari upplýsingar veitir Snorri Styrkársson ármálastjóri Fjarðabyggðar, í síma 470-9032 eða á netfanginusnorri@ardabyggd.is. Umsóknir berist í gegnum ráðningarvef Fjarðabyggðar starf.ardabyggd.is. Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2022. Teymisstjóri rafrænna upplýsingakerfa Heilbrigðisupplýsingasvið hjá embætti landlæknis óskar eftir að ráða teymisstjóra í teymi rafrænna upplýsingakerfa en sviðið hefur yfirumsjón með innri upplýsinga- kerfum embættisins. Starfið felur í sér ábyrgð á daglegum rekstri vél- og hugbúnaðar- kerfa og þróun rafrænna upplýsingakerfa og rafrænna veflausna. Sviðið rekur gagna- söfn á landsvísu og er gagnasöfnun og gagnagreiningu embættisins ætlað að uppfylla margs konar þarfir, m.a. að styðja við stefnu og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda, heilsu- eflandi samfélög og eftirlit með gæðum og árangri heilbrigðisþjónustu. Leitað er að einstaklingi sem hefur stjórnunarhæfileika, getu til að halda góðri yfirsýn og býr yfir metnaði til að þróa framsækið vinnuumhverfi. Starfið felur í sér fjölbreyttar áskoranir til að ná markmiðum embættisins. Helstu verkefni og ábyrgð • Samhæfa, stýra og forgangsraða verkefnum sem lúta að rafrænum upplýsingakerfum. • Bera ábyrgð á að rekstur upplýsingakerfa stofnunarinnar gangi hnökralaust fyrir sig. • Fylgjast með nýjungum og innleiða eftir því sem við á. • Bera ábyrgð á að kröfur um öryggi rafrænna upplýsingakerfa séu uppfylltar. • Vinna að uppbyggingu og þróun úrvinnslugrunna til gagnagreiningar og þróun innri kerfa. Helstu hæfniskröfur • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi er skilyrði, framhaldsnám er kostur. • Marktæk reynsla af stjórnun, rekstri og innleiðingu upplýsingakerfa. • Þekking á löggjöf og stöðlum varðandi öryggi net- og upplýsingakerfa. • Góð þekking á og reynsla af gagnagrunnskerfum og Microsoft hugbúnaði. • Þekking á þróun hugbúnaðarkerfa, hugbúnaði til gagnagreiningar og hugbúnaði til miðlunar á vef. Nánari upplýsingar um helstu verkefni, ábyrgð og hæfniskröfur eru á www.starfatorg.is þar sem einnig er sótt um starfið. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 31.01.2022 Nánari upplýsingar veita Sigríður Haraldsd. Elínardóttir - shara@landlaeknir.is - 510 1900 Þórgunnur Hjaltadóttir - thorgunnur@landlaeknir.is - 510 1900 Viltu skapa viðskiptatækifæri úr grjótharðri loftslagslausn? Carbfix leitar að metnaðarfullum og viðskiptasinnuðum einstaklingi sem vill leggja sitt af mörkum í loftslagsbaráttunni og vinna með okkur að áframhaldandi viðskiptaþróun og vexti Carbfix á heimsvísu. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf á sviði viðskiptaþróunar sem felur m.a. í sér vöruþróun, markaðsgreiningar, samskipti við fyrirtæki og stofnanir um heim allan sem og áframhaldandi þróun og vinnu með viðskiptatækifæri Carbfix. Skannið þennan kóða til þess að sækja um. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2022. ATVINNUBLAÐIÐ 11LAUGARDAGUR 15. janúar 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.