Fréttablaðið - 15.01.2022, Side 47

Fréttablaðið - 15.01.2022, Side 47
kopavogur.is Viltu slást í hópinn? Velferðarsvið Kópavogsbæjar leitar að öflugum einstaklingum sem vilja bætast í frábæran starfsmannahóp vegna aukinna umsvifa og þróunar á verklagi. Velferðarsvið Kópavogs annast framkvæmd félagslegrar þjónustu Kópavogsbæjar og er hlutverk sviðsins að veita árangursríka þjónustu sem mætir fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fjölskyldna og byggir á sérfræðiþekkingu og þverfaglegu samstarfi með þarfir notenda að leiðarljósi. Við leitum að jákvæðu og umhyggjusömu fólki í fjölbreytt störf sem sýnir metnað, frumkvæði og sjálf- stæði í starfi og hefur mikinn áhuga á málefnum velferðarþjónustunnar. Áhersla er lögð á þátttöku í þverfaglegu starfi, innleiðingu nýrra vinnubragða og þjónustu sem hluta af stefnu velferðarsviðs, stefnu- mörkun Kópavogsbæjar og nýjum áherslum í lögum er varða þjónustu í þágu farsældar barna. · Deildarstjóri á heimili fyrir fatlað fólk · Teymisstjórar á heimili fyrir fatlað fólk · Starfsfólk á heimili fyrir fatlað fólk · Félagsráðgjafi í barnavernd · Ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks · Umsjónarmaður stuðningsúrræða · Verkefnastjóri á velferðarsviði Nánari upplýsingar um störfin má finna á ráðningarvef Kópavogsbæjar: https://kopavogur.alfred.is/ Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt í gegnum ráðningarkerfið Alfreð. Velferðarsvið leitast við að skapa trausta ímynd og sýna hlutlægni, umhyggju og virðingu í verki gagnvart íbúum Kópavogsbæjar og starfsfólki. Áhersla er lögð á árangursríka, skilvirka og hagkvæma þjónustu og gott samstarf við önnur svið bæjarins. Á velferðarsviði starfa um 650 manns í fjölbreyttum störfum og bjóðum við upp á gott starfsumhverfi og samheldinn starfsmannahóp. Við hjá Landsvirkjun leitumst við að eiga sem best samskipti við nágranna okkar nær og fjær. Því leitum við að verkefnisstjóra í teymi nærsamfélags og græns reksturs. Við leiðum sameiginlega vegferð fyrirtækisins að kolefnishlutleysi, grænum rekstri, samfélagslega ábyrgri starfsemi og virku samstarfi og samtali í nærsamfélögum. Helstu verkefni: – Undirbúningur og framkvæmd samfélagsverkefna – Gerð og eftirfylgni samskiptaáætlana – Samskipti við hagsmunaaðila í nærsamfélagi aflstöðva – Miðlun verkefna og árangurs – Styðja við þróun, innleiðingu og eftirfylgni græns reksturs Hæfniskröfur: – Framhaldsmenntun af háskólastigi sem nýtist í starfi – Framúrskarandi samskiptaeiginleikar og jákvætt viðhorf – Þekking og reynsla af samskiptum við mismunandi hópa – Þekking eða reynsla af umhverfis- og/eða orkumálum er kostur – Sjálfstæði í vinnubrögðum – Metnaður til að vera hluti af sterkri liðsheild Starfsstöð viðkomandi verður á Suðurlandi, í Sogsstöðvum og Þjórsárstöðvum Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar Sótt er um starfið hjá Hagvangi hagvangur.is Viltu hjálpa okkur að vera góður granni? Starf Ánægðir viðskiptavinir eru okkar besta auglýsing Sérfræðingar í ráðningum lind@fastradningar.is mjoll@fastradningar.is FAST Ráðningar www.fastradningar.is ATVINNUBLAÐIÐ 13LAUGARDAGUR 15. janúar 2022

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.