Fréttablaðið - 15.01.2022, Page 67

Fréttablaðið - 15.01.2022, Page 67
Íris Ann Sigurðardóttir er lærður ljósmyndari og rekur listræna vinnustofu, ásamt því að vera í veitingarekstri. Nýlega opnaði Íris Lólu Flór- ens í Garðastræti 6, ásamt Svövu æskuvinkonu sinni. sjofn@frettabladid.is Þegar kemur að mataræði þá trúir Íris Ann Sigurðardóttir því að allt sé gott í hófi. „Ég elska kolvetni og er alfarið á móti megrunum. Ástæða þess að ég elska að vera í veitingabransanum er að matur kemur fólki saman; að elda, njóta og skapa minningar í kringum matarborðið er það sem mér finnst lífið að mestu snúast um.“ Þegar kemur að því að huga að mataræði og lýsa hinum hefð- bundna degi hvað varðar næringu, finnst Írisi skipta máli að velja það sem eykur vellíðan og tileinka sér að fasta. Finnst þér skipta miklu máli hvað þú borðar þegar kemur að því að huga að orku og úthaldi? „Ég las fyrir nokkrum árum að það gæti hjálpað fólki eins og mér með „athygliskost“ eins og ég kýs að kalla það, að tileinka sér að fasta. Það gefur líffærunum ákveðna hvíld og hjálpar við ein- beitingu. Ég hef gert þetta síðustu árin en ekki strangt, ég borða þegar ég er svöng en reyni að forðast að borða eftir kvöldmat og svo sleppi ég oftast morgunmat og fæ mér næringarríkan hádegisverð í kringum hádegið.“ Íris segir að þessi fasta sé alls ekki heilög heldur bara viðmið. „Þetta er alls ekki fyrir alla en virðist henta mér vel. Mér finnst ég svo alltaf fá aukna orku við að stunda stutta hreyfingu á hverjum degi.“ Ekki miklar kröfur til sjálfrar sín Aðspurð segist Íris ekki breyta mataræðinu í upphafi árs. „Mér finnst að maður eigi að byrja árið í ró og kærleika gagnvart sjálfum sér. Gott og vel að hafa markmið fyrir árið, en kannski ekki raunsætt að gera of miklar kröfur til sjálfs sín í dimmasta mánuði ársins. Ég reyni yfir höfuð að tileinka mér ágætlega hollan lífsstíl þannig það er ekki mikil breyting í byrjun árs hjá mér. Það helsta sem ég reyni að breyta í byrjun árs er að vera sannari sjálfri mér og gefa mér þann tíma sem ég þarf til að huga að andlegri og líkamlegri heilsu.“ Hvernig lítur hefðbundinn dagur út hjá þér þegar kemur að því að raða saman matseðli fyrir daginn? „Ég byrja alla daga á hafra-cap- puccino, fæ mér svo næringar- ríkan hádegisverð, oftar en ekki á Coocoo’s Nest. Einstaka sinnum tek ég sparifund á La Primavera, fátt er betra en pasta í hádegisverð með einu rauðvínsglasi.“ Íris er þakklát fyrir elda- mennsku eiginmannsins og sam- verustundirnar við matarborðið. „Svo er ég svo vel gift að þegar maðurinn minn er ekki á kokka- vakt þá eldar hann fyrir okkur fjölskylduna kvöldverð. Reglulega koma vinir og fjölskylda í mat. Ég elska ekkert meira en að hafa heimaalninga í mat með börn- unum sínum og við njótum öll saman. Ég verð að viðurkenna að ég elda sjaldnast hádegisverð fyrir sjálfa mig enda heppin að eiga Coocoo’s Nest að. Þar er næringar- ríkur matur gerður frá grunni. Ég elska að fá mér súpu og samloku úr súrdeigsbrauði. Svo er ég líka hrifin af matarmiklum salötum með rótargrænmeti, byggi og sítrónu-olíu. Það er auðvelt að skera mikið af grænmeti og ofn- baka og sjóða bygg, það endist líka vel út vikuna og hægt að nota í meðlæti með kvöldverðinum. Með því að huga vel að andlegri líðan þá ósjálfrátt ræður maður betur við heilbrigðan matarlífs- stíl, það helst í hendur og ætti að vera fyrsta skrefið. Ef ég fæ mér köku einn daginn þá geri ég það samviskulaust og fæ mér líklegast þá ekki daginn eftir, snýst um ákveðið jafnvægi. Ég hef þá trú að maður fitni við tilhugsunina eina og sér um að fara í megrun, ef maður bannar sér eitthvað þá langar mann bara enn þá meira í það. Mantran mín er: Allt er gott í hófi.“ n Matur er til að njóta og skapa minningar Íris byrjar alla daga á hafra- cappuccino, síðan fær hún sér næringar- ríkan hádegis- verð, oftar en ekki á Coocoo’s Nest. Þá er það oftar en ekki samloka úr súr- deigsbrauði og súpa. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Salat og súrdeigsbrauð. Frábær há- degisverður fyrir fólk á hlaupum. Protis kappkostar að þróa og markaðssetja hágæða náttúrulegar heilsuvörur, fyrir viðskiptavini sem kjósa vörur úr íslensku hráefni, sem er aflað og unnið á sjálf- bæran hátt. Protis var stofnað árið 2015. „Ég vann þá sem framleiðslustjóri hjá Ice Protein og var að þróa lyktarlaust fiskiprótín. Um haustið hófum við framleiðslu á IcePro- tein® og í kjölfarið var fyrirtækið Protis stofnað sem framleiðslu- fyrirtæki. Í dag framleiðum við IceProtein®, Protis® og SeaCol® sem eru öll náttúruleg virk efni sem við notum í fæðubótarvörur okkar, Liði og Kollagen,“ segir Heimir Haraldsson, framleiðslu- stjóri Protis. Öll framleiðsla Protis er á Íslandi og er því um að ræða bæði íslenskt hugvit og íslenska framleiðslu. Sjálfbær framleiðsla fæðubótarefna „IceProtein® er framleitt úr afskurði af snyrtilínum í þorsk- vinnslu og stuðlar því að enn betri nýtingu afurðarinnar. Um er að ræða vatnsrofið og ensímmeð- höndlað prótín, sem líkaminn getur auðveldlega melt og nýtt sem einstaka næringu og orkugjafa fyrir vöðvana,“ segir Heimir. „Efnið virkar að auki líkt og peptíð á blóð- rásina og hefur þannig blóðþrýst- ingslækkandi áhrif. Protis® er svo hágæða kollagen sem er unnið úr fiskroði sem fellur til við fiskvinnslu, en á undanförn- um árum hefur fjöldi rannsókna sýnt fram á góða virkni kollagens á húð, hár og neglur,“ segir Heimir. Lykill að liðheilsu SeaCol® er unnið úr sæbjúgum og byggir á aldagamalli þekkingu frá Austurlöndum. Kínverjar hafa enda löngum neytt sæbjúgna fyrir liðheilsu og fleira. „Sæbjúgu, sem og brjóskfiskar eins og skötur og hákarlar, eru afar rík af kondroitín súlfati, sem þekkt er að hafi góð áhrif á brjóskheilsu, en heilbrigt brjósk er algert lykil- atriði þegar kemur að liðheilsu,“ útskýrir Heimir. Fæðubótarefni Protis, Liðir og Kollagen, byggja á þessum þremur virku innihaldsefnum. „Hver blanda fyrir sig inniheldur önnur virk efni sem styrkja og styðja við virkni efnanna sem Protis fram- leiðir frá grunni,“ segir Heimir. Hjálpar mörgum með liðavandamál „Liðir frá Protis er frábær blanda fyrir liða-, brjósk- og beinheilsu og inniheldur IceProtein® og Cucumaria frondosa extrakt, sem unnið er úr skráp villtra sæbjúgna sem veidd eru í hafinu við Ísland,“ segir Heimir. „Skrápurinn er að mestu leyti úr brjóski og er því mjög ríkur af kollageni en einnig lífvirka efninu kondroitín súlfati, sem þekkt er að hafi góð áhrif á brjóskheilsu. Einnig inniheldur blandan túrmerik, sem hjálpar til við að lágmarka bólgur, og D-víta- mín, sem er algert lykilatriði þegar kemur að beinheilsunni. Það er ekki að ástæðulausu að við notum IceProtein® í Liði, en þetta er frábær orkugjafi og algert undraefni fyrir liði og vöðva,“ útskýrir Heimir. „Liðir hefur hjálpað mörgum með liðavanda- mál eins og liðagigt, en einnig fólki sem hefur fengið brjósklos.“ Þéttari og sléttari húð með Kollagen „Kollagen frá Protis er síðan dúnd- urblanda fyrir húð, hár og neglur. Hún inniheldur Protis® kollagen sem er framleitt úr íslensku fiskroði og inniheldur einstaka innihaldsefnið SeaCol®, en það er blanda af vatnsrofnu kollageni úr íslensku fiskroði og vatnsrofnu þorskprótíni úr íslenskum þorski, sem tekur þátt í að styrkja vefi líkamans og viðhalda teygjan- leika,“ segir Heimir. Einnig inniheldur blandan B-vítamín, sem gefur orku og er frábært fyrir bæði húð og hár, hýalúrónsýru, sem er alger raka- bomba fyrir húðina og Q10, sem hefur góð áhrif á eldri húð. „Fólk finnur mikinn mun á sér í húðinni, hún er bæði þéttari og sléttari. Margir tala líka um þéttari hárvöxt og að neglurnar styrkist. Þá hafa margir vitnað um að hafa verið með þurra og sprungna hæla, en að það hafi lagast við að taka inn Protis Kollagen,“ segir Heimir. „Það finna líka margir sóríasis sjúklingar fyrir miklum mun, en blandan getur haft mildandi áhrif á útbrot og sóríasissár.“ n Fæðubótarefnin frá Protis fást í matvöruverslunum, apótekum og heilsuvöruverslunum um land allt. Gæðin endurspeglast í virkninni Heimir Haraldsson segir hafið við strendur Íslands vera uppsprettu mikilla gæðaafurða sem vel megi nýta til bættrar heilsu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kollagen frá Protis er frábær blanda fyrir húð, hár og neglur og byggir á íslensku hugviti. Liðir er sérhönnuð blanda fyrir liði, brjósk og bein sem gegnir allt lykil- hlutverki í liðheilsu. ALLT kynningarblað 3LAUGARDAGUR 15. janúar 2022

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.