Fréttablaðið - 15.01.2022, Side 72

Fréttablaðið - 15.01.2022, Side 72
www.hei.is CPH spítalinn í Kaupmannahöfn hefur þjónustað Íslendinga varðandi liðskiptiaðgerðir og fleira. Þeir sem þurfa að bíða eftir aðgerð í 3 mánuðir eða lengur eiga rétt á að Sjúkratryggingar Íslands greiði allan kostnaði við aðgerð og ferðalag.  Nánari upplýsingar: www.hei.is/lidskipti/ Sími 8 200 725 Liðskiptiaðgerðir í Kaupmannahöfn Bryndís Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður, sem ávallt er kölluð Stella, keypti síðasta vor glæsilega pent- house-íbúð á Mýrargötunni ásamt manninum sínum Jak- obi Helga Bjarnasyni, tilbúna undir innréttingar. Íbúðin stendur á besta stað í hjarta miðbæjarins, þar sem mann- lífið iðar að lífi. Stella, sem festi kaup á íbúð- inni í vor, hefur hannað og innréttað hana eftir draumastíl þeirra hjóna og er útkoman glæsileg. „Hönnun íbúðarinnar er stíl- hrein og tímalaus. Hönnun í mínum huga er að samræma bæði ytra og innra útlit hússins, þar sem öll smáatriði skipta ekki síður máli en heildarmyndin sjálf,“ segir Stella, sem naut þess að gera íbúð- ina að þeirra. Stella veit fátt skemmtilegra en að bjóða vinum og vandamönnum Stílhrein og tímalaus penthouse-íbúð Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.iss Bryndís Stella Birgisdóttir innanhússhönn- uður, sem ávallt er kölluð Stella, er þekkt fyrir sinn tímalausa og stílhreina stíl þar sem ólíkum efniviði er blandað saman. MYNDIR/VALLI Stellu finnst blóm vera orkugefandi og breyta umhverfinu til hins betra. Svefnherbergið er ekki síður mikilvægt en önnur rými hússins. Fátt er betra en að koma heim að kvöldi í fallega uppbúið rúm. „Barnaherbergið þarf að vera aðlaðandi og notalegt, hér upplifir dóttir mín öryggi og hlýju innan um hluti sem hún heldur mest upp á.“ Stella segir að stofunni sé ætlað að bjóða fólk velkomið, stórar kertalukt- ir skapi notalega stemningu og vellíðan. Hér nýtast opnar hillur í eldhúsinu vel undir það leir- tau sem er mest notað. Stílhreint eldhús með rúmgóðri eyju. Eldhúsið býður upp á þann mögu- leika að hafa það opið og loka því svo alveg af, hreinir töfrar sem hér gerast. heim og þá eru eldhúsið og borð- stofan aðalatriðin. „Við elskum að bjóða gestum heim í mat og bröns og því lögðum við mikla áherslu á vera með rúmgóða borðstofu,“ segir Stella, en þegar gengið er inn í íbúðina blasir stór og björt borð- stofa við í opnu og miklu rými. Í framhaldi af því opna rými er svo stofan. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég er með eyju og ég er ótrúlega ánægð með hana, bæði nýtinguna og stálið sem við völdum,“ segir Stella og bætir því við að hinum megin við eyjuna nýtist glugga- syllurnar sem sæti og þar geti gestirnir setið og fengið drykk. n Hefðarköttur heimilisins nýtur sín á besta stað. 32 Helgin 15. janúar 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.