Fréttablaðið - 15.01.2022, Síða 85

Fréttablaðið - 15.01.2022, Síða 85
Sigurborg sýnir 25 ný akrýl málverk með lögum af mynstrum sem mynda til dæmis óræð götu- eða lands- hlutakort. Norðurljósin dönsuðu í tónlistinni Þremenningarnir eru allir frábærir spilarar, segir Jónas Sen. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Sýningin Hjáleiðir eftir Sigur- borgu Stefánsdóttur er á Mokka og stendur til 3. febrúar næstkomandi. Sigurborg sýnir 25 ný akrýlmál- verk með lögum af mynstrum sem mynda til dæmis óræð götu- eða landshlutakort. Sigurborg Stefánsdóttir nam myndlist við Skolen for Brugs kunst – Danmarks design skole í Kaup- mannahöfn og útskrifaðist frá teikni- og grafíkdeild skólans. Auk þess hefur hún tekið þátt í ýmsum námskeiðum meðal annars í Banda- ríkjunum, Japan og Mexíkó. Hún starfaði um árabil sem kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands, en vinnur nú eingöngu að eigin myndlist. ■ Hjáleiðir á Mokka Sýning Sigurborgar er á Mokka. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Kristbergur Ó. Péturs- son opna r sý ning u þann 18. febrúar næst- komandi í sýningarsal Wg Kunst í Amsterdam. Á sý ning unni verða málverk, grafíkverk og verk í blandaðri tækni. Öll verkin eru unnin á liðnum tveimur árum sérstaklega fyrir þessa sýningu. Ljóð eru stór þáttur í sýningunni og er Kristberg- ur að gefa út ljóðabók um þessar mundir í tengsl- um við sýninguna. Ljóð- in eru bæði á íslensku og í enskum þýðingum Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings. Bókin er myndskreytt af höfundi. Sýningin stendur til og með 27. febrúar. ■ Kristbergur sýnir í Amsterdam í febrúar Sýning Kristbergs verður í febrúar. MYND/AÐSEND TÓNLIST Verk eftir Dvorák, Mozart, Kodaly og Mist Þorkelsdóttur Flytjendur: Rannveig Marta Sarc, Brian Hong og Svava Bernharðsdóttir. Salurinn í Kópavogi þriðjudaginn 11. janúar. Jónas Sen Eins og venjulega voru allir með grímur á tónleikum í Salnum í Kópavogi á þriðjudagskvöldið. Tónlistarf lytjendurnir, sem voru þrír, voru það þó ekki og stóðu í þokkabót þétt saman. En annar f iðluleikari hópsins, Rannveig Marta Sarc, afsakaði það með því að benda á að þau væru fjölskylda. Sara Bernharðsdóttir víóluleikari er móðir Rannveigar og Brian Hong fiðluleikari er eiginmaður hennar. Og ekki nóg með það, eitt verkið á efnisskránni var eftir frænku þeirra Rannveigar og Söru, Mist Þorkels- dóttur. Meira um það á eftir. Slátrarinn varð tónskáld Þremenningarnir eru allir frábærir spilarar, og frammistaðan nú olli ekki vonbrigðum. Þau hófu leik sinn á Terzetto í C-dúr op. 74 eftir Dvo- rák (borið fram Dvorsjak). Hann var tékkneskur og tónlistin hefur á sér slavneskt yfirbragð. Upphaf- lega ætlaði Dvorák að feta í fótspor föður síns og gerast slátrari, en var uppgötvaður af Jóhannesi Brahms, sem hrósaði ekki hverjum sem var. Þegar Brahms sagði „ekki slæmt“ þá meinti hann „alger snilld“. Hann var yfir sig hrifinn af Dvorák. Tónlist Dvoráks er lagræn og ávallt grípandi, og svo var um tón- smíðina nú. Hljóðfæraleikararnir spiluðu afskaplega fallega, hver einasti tónn var tær og vel mótaður, samspilið nákvæmt og í góðu jafn- vægi. Túlkunin var full af innlifun og tilfinningaþrunginni áfergju sem hitti beint í mark. Svo gott sem fullkomið Næst á dagskránni var Dúó eftir Mozart, KV 426, fyrir fiðlu og víólu. Þær mæðgur spiluðu af nákvæmni, nostruðu við hvert smáatriði í tónblæ; túlkunin var létt og leik- andi, en þó brá fyrir hástemmdri alvöru þegar við átti. Samspilið var nánast fullkomið og því rann tón- listin ljúflega niður. Hápunktur tónleikanna var þó hvorki Mozart né Dvorák, heldur frænkan fyrrnefnda, Mist Þorkels- dóttir. Verk hennar heitir Kaleido- scope in the Frozen Sky, samið fyrir fiðlu og víólu. Aftur léku þær Rann- veig og Sara og miðluðu einstaklega heillandi skáldskap til áheyrenda. Eins og í hugleiðslu Mikið var um liggjandi, merkingar- þrungna hljóma sem tóku stöðugum breytingum. Hljóðfæraleikararnir voru aldrei á sama stað frá einu augnabliki til annars, voru ýmist langt frá hvor öðrum eða þétt saman. Raddirnar komu því úr mismunandi áttum sem jók á galdur tónmálsins. Stemningin var íhugul, nánast eins og í hugleiðslu. Maður gat ímyndað sér nakið og fagurt landslag að nóttu til þegar norðurljósin dansa á himn- inum. Þetta var magnað. Ein önnur tónsmíð var á dag- skránni, Serenaða fyrir tvær fiðlur og víólu eftir Zoltan Kodaly. Bættist þá Brian Hong aftur í hópinn. Seren- aðan er lífleg og hress, og flutning- urinn var í takti við það, þrunginn snerpu og krafti. Maður var hins vegar orðinn dálítið þreyttur er hér var komið sögu, enda tónleikarnir um einn og hálfur tími án hlés. Að mínu mati hefði því mátt sleppa Kodaly, töfrarnir í tónlist Mistar voru verðugur lokahnykkur og ekki neinu þar við bætandi. ■ NIÐURSTAÐA: Sérlega glæsi- legir tónleikar með skemmtilegri tónlist. Stemningin var íhugul, nánast eins og í hug- leiðslu. Fulltrúar launamanna í stjórn Birtu lífeyrissjóðs Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2022 til 2024. Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr. 5.10) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna. Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn (karl og konu) til tveggja ára og einn varamann (konu) til tveggja ára í stjórn sjóðsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn framboð á útfylltu framboðseyðublaði, sem er að finna á vefnum birta.is, á netfangið valnefnd@birta.is fyrir kl. 16:00 mánudaginn 31. janúar 2022. • vera launamenn sem greiða iðgjald í Birtu lífeyrissjóð. • ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar. • vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum lögum, reglum FME, samþykktum sjóðsins og starfsreglum valnefndar. • Skila inn útfylltu framboðseyðublaði með drengskaparyfirlýsingu um að þeir uppfylli skilyrði til slíkrar stjórnarsetu. Allar nánari upplýsingar um stjórnarkjörið, framboðseyðublaðið/yfirlýsinguna og sjóðinn má finna á vefnum birta.is ÞEIR SEM GEFA KOST Á SÉR SKULU Birta lífeyrissjóður I Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta.is LAUGARDAGUR 15. janúar 2022 Menning 45FRÉTTABLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.