Fréttablaðið - 15.01.2022, Page 87

Fréttablaðið - 15.01.2022, Page 87
 Á hverju leikári býður Borgarleikhúsið a.m.k. tvo sjálfstæða leikhópa velkomna til samstarfs. Verkefni sjálfstæðu leikhópanna eru valin af leikhússtjóra og verkefnavalsnefnd leikhússins og í kjölfarið kynnt hússtjórn Borgarleikhússins og stjórn Sjálfstæðu leikhúsanna (SL). Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar skal Leikfélag Reykjavíkur tryggja hið minnsta tveimur leikflokkum afnot af húsnæði í Borgarleikhúsinu til æfinga og sýninga eins verkefnis á hverju ári. Leikflokkarnir skulu hafa endurgjaldslaus afnot af húsnæði en greiða útlagðan kostnað LR vegna vinnu þeirra í Borgarleikhúsinu. Samkvæmt ofangreindu er hér með auglýst eftir umsóknum leikhópa vegna leikársins 2022–2023. Með umsókn skal fylgja: • Lýsing á verkefni • Listi yfir aðstandendur: framkvæmdaaðilar, listrænir stjórnendur og aðrir þátttakendur • Ítarleg fjárhagsáætlun • Styrkir/loforð um styrki Umsóknarfrestur er til miðnættis föstudaginn 11. febrúar 2022 og skulu umsóknir sendar í tölvupósti á netfangið samstarf@borgarleikhus.is Samstarfsverkefni leikárið 2022-2023 Ljó sm yn d: Sa ms tar fsv erk efn i L eik hó ps ins Mi ðn æt ti o g B org arl eik hú ss ins 20 21- 20 22 .

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.