Fréttablaðið - 15.01.2022, Side 96

Fréttablaðið - 15.01.2022, Side 96
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Óttars Guðmundssonar n Bakþankar Einhvern tíma þegar kóvíðþyngslin voru að ríða þjóðinni á slig, spurði kunningi minn hvort ég ætlaði ekki að skrifa ævisögu mína. Ég hváði. Fyrir nokkrum árum flutti ég nefnilega erindi á læknasam- komu um ævisögur stéttarinnar. Ég bar heim í plastpokum fleiri kíló af misskemmtilegum afrekssögum lækna. Margir læknar virtust ekki vita hvaða mynd þeir vildu mála af sjálfum sér. Mannsævin er löng og einungis lítið brot rúmast í ævisögu. Allir leika mörg hlut- verk í leikriti lífsins og koma víða við. Ævisagan er minnisvarði sem menn reisa sjálfum sér. „Hvaða mynd vil ég skilja eftir?“ Ég var að lesa sjálfsævisögu læknis í nótt. Höfundi er mikið í mun að segja frá gáfum sínum og hæfileikum. Gamall skólameistari sagði við hann: „Þú ert sá gáfaðasti maður sem ég hef kynnst á löngum starfsferli.“ Annar maður sagði að hann væri besti læknir í heimi í sinni sérgrein. Venjulegur lesandi fær ofbirtu í augun í næturhúminu af slíku sjálfshóli. Þekktur læknir lagði áherslu á kvenhylli sína. Hann sagði frá afrekum sínum í ástarmálum og var fyrir vikið sviptur lækninga- leyfi og rekinn úr læknasamfélag- inu. Sjálfur sagðist hann einungis hafa sagt sannleikann sem fólk þyldi ekki að heyra. Skömmu síðar dó hann. Vegurinn milli karla- grobbs og sannleika er því torfær og vandrataður. Ég tók því erindi kunningja míns fálega. Læknar á mínu sérsviði geta sjaldnast sagt sögur af alvöru hetju- lækningum. Ekki þori ég að segja sannleikann af ótta við algjöra útskúfun. Ævisagan verður því áfram óskrifuð. Ekki datt Snorra Sturlusyni frænda mínum heldur í hug að skrifa æviminningar sínar af tillitssemi við ættingja sína. n Ævisögur lækna 3.990 Meira íslenskt kr./mán. Tryggðu þér áskrift á stod2.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.