Morgunblaðið - 16.12.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 16.12.2021, Síða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 „Gjalda þarf varhug þegar kemur að heimildum til lántaka með ábyrgð ríkisins þegar mikil óvissa ríkir um fjárhagsgrundvöll þess verkefnis sem lána skal til,“ segir ríkisendur- skoðandi í umfjöllun um fjögurra milljarða króna lántökuheimild rík- isins í fjárlagafrumvarpi næsta árs til að endurlána fyrirtækinu Betri samgöngum ohf., en það var stofnað um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, þ. á m. borgar- línu. Þarf 4 milljarða lán á næsta ári Þetta kemur fram í umsögn ríkis- endurskoðanda til fjárlaganefndar Alþingis um fjárlagafrumvarpið. Bendir hann á að tekjur félagsins sem eigi að standa undir kostnaði séu annars vegar þriggja milljarða kr. árleg framlög eigenda og hins vegar ráðstöfun lands og hugsanleg flýti- og umferðargjöld sem séu ekki ennþá til staðar og fram komi í frum- varpinu að erfitt sé að áætla hvenær og hversu hratt þau renni til félags- ins. Gæti þurft að gefa eftir hluta lána vegna Vaðlaheiðarganga Brúa eigi bilið á fyrri hluta fram- kvæmdatímabilsins milli tekna og gjalda með lántöku frá ríkinu eða með lánum frá öðrum með ríkis- ábyrgð og gert sé ráð fyrir að félagið þurfi fjögurra milljarða lántöku á næsta ári. Vekur ríkisendurskoðandi athygli á að samgönguframkvæmdir sem ætlunin sé að fjármagna með öðrum hætti en beinum ríkisframlögum geti haft áhættu í för með sér fyrir ríkis- sjóð. „Skemmst er að minnast Vaðla- heiðarganga í því sambandi sem upphaflega var gert ráð fyrir að einkaaðilar myndu fjármagna og sem í raun var forsenda þess að ákveðið var að ráðast í verkefnið,“ segir í umsögn ríkisendurskoðanda. „Mál skipuðust hins vegar með þeim hætti að einkaaðilar töldu ávöxtun og áhættu verkefnisins vera slíka að þeir treystu sér ekki til að lána fé til þess. Ríkissjóður stendur líklega núna frammi fyrir því að þurfa að gefa eftir hluta lána til félagsins í tengslum við fjárhagslega endur- skipulagningu þess þrátt fyrir að ekki hafi verið gert ráð fyrir því þeg- ar ríkið ákvað að stíga inn í verkefnið og tryggja framgang þess. Áhættan minnkar ekki ef aðrir aðilar en ríkið eru ráðandi um tilhögun þess og stýra í raun ferðinni,“ segir ríkisend- urskoðandi. Ríkisendurskoðandi væntan- legur á fund fjárlaganefndar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, for- maður fjárlaganefndar Alþingis, og Haraldur Benediktsson, 1. varafor- maður nefndarinnar, vildu ekki tjá sig í gær um þessi ummæli ríkisend- urskoðanda fyrr en hann hefði komið á fund nefndarinnar og gert nefnd- armönnum ítarlegri grein fyrir sjón- armiðum sínum. Gert er ráð fyrir að ríkisendurskoðandi komi fyrir nefndina á allra næstu dögum. omfr@mbl.is Geldur varhug við lántökuheimild - Lán með ríkisábyrgð til Betri sam- gangna gæti haft áhættu í för með sér Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Fjárlagafrumvarp næsta árs er til umfjöllunar í nefnd. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta hefur gengið að áætlun en auðvitað hafa verið einhverjir hnökrar og byrjunarörðugleikar eins og alltaf er með tölvukerfi,“ segir Jóhannes Rúnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Strætó. Einn mánuður er í dag síðan Klapp, nýtt greiðslukerfi fyrir Strætó á höfuð- borgarsvæðinu, var innleitt. Klapp sækir fyrirmynd sína til almenn- ingssamgangna um allan heim og virkar þannig að kort eða farsími er settur upp við skanna þegar far- gjald í vagninn er greitt. „Fólk hefur kallað eftir því að við myndum uppfæra greiðslukerfið og Klapp er svar við því. Við erum að taka stökk yfir margar kynslóðir tölvukerfa með þessari innleiðingu,“ segir Jóhannes. Mest hefur selst af stökum fargjöldum Samkvæmt upplýsingum frá Strætó hafa alls 13.130 fargjöld ver- ið seld í nýja greiðslukerfinu frá 16. nóvember og fram til dagsins í dag. Þar af eru 11.636 stök fargjöld, 1.219 mánaðarkort og 275 árskort. Í heild hafa verið skráðar hátt í fimmtíu þúsund skannanir, eða klöpp, í kerfið. Fyrstu dagana hlupu klöppin á nokkrum hundruðum en notkun hefur smám saman aukist. Síðustu vikuna hafa um og yfir þrjú þúsund klöpp verið á hverjum virk- um degi. Notkun um helgar er um- talsvert minni en á virkum dögum. „Fólk er enn að læra að skanna og hitta á rétta staði. Ég held að fólk muni smátt og smátt sjá betur möguleikana sem felast í þessari breytingu og á næsta ári aukast möguleikarnir enn frekar,“ segir Jóhannes. Hafa klappað 50.000 sinnum - Yfir 13 þúsund fargjöld hafa selst Morgunblaðið/Sigurður Bogi Strætó Nú borga allir með klappi í strætó á höfuðborgarsvæðinu. ÍTALÍA 2022 ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 WWW.UU.IS SKÍÐAFRÍ Á MADONNA Nú er tíminn til að bóka skíðaferðina. Við bjóðum beint flug vikulega til Ítalíu, þar sem farþegar okkar geta valið úr tveimur frábærum skíðasvæðum, Madonna og Pinzolo. Kláfur tengir skíðasvæðin Pinzolo og Madonna, svo auðvelt er að nýta sér bæði skíðasvæðin. Farastjórar okkar á staðnum eru þau Dinna og Helgi. En þau hafa mikla reynslu af skíðaferðum. SKÍÐI 2022PINZOLO EÐAMADONNA ÍSLENSK FARARSTJÓRN OG FLUTNINGUR Á SKÍÐABÚNAÐI INNIFALIÐ Í VERÐI RESIDENCE AMBIEZ 3*- MADONNA 22. - 29. JANÚAR VERÐ FRÁ 134.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN HOTEL GRIFONE 4* - MADONNA 29. JAN.- 05. FEB. VERÐ FRÁ 181.500 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN GARNI ST HUBERTUS 3* - MADONNA 05. - 12. FEBRÚAR VERÐ FRÁ 154.900 KR. Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN Sýning með hátt í tvö hundruð ljós- myndum eftir Ragnar Axelsson – RAX var opnuð boðsgestum í sýn- ingarsölum Kunstfoyer í virtu safni, Versicherungskammer Kult- urstiftung, í München í Þýskalandi í gær. Um er að ræða viðamestu yfir- litssýningu sem sett hefur verið upp með verkum Ragnars en hún er í nokkrum sölum. Vegna hertra sóttvarna í Þýskalandi var gestum hleypt í hollum inn á sýninguna. Mikið hefur verið fjallað um Ragnar og verk hans í þýskum fjöl- miðlum í tengslum við sýninguna. Til að mynda var í dagblaðinu Süd- deutsche Zeitung umfangsmikil umfjöllun um skrásetningu ljós- myndarans á norðurslóðum. Í tengslum við sýninguna gefur hið þekkta forlag Kehrer út myndar- lega sýningarskrá en það er önnur bókin með verkum Ragnars sem kemur þar út á einu ári. Viðamesta yfirlitssýning sem sett hefur verið upp með ljósmyndum Ragnars Axelssonar var opnuð í München í gær Norðurslóð- ir RAX í München Ljósmynd/Versicherungskammer Kulturstiftung
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.