Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 8

Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 Ómíkron-afbrigði kórónuveir- unnar er að líkindum 23% vægara en Delta-afbrigðið og bólu- efni veita góða vörn gegn því. - - - Það eru nið- urstöður fyrstu stóru rannsókn- arinnar á hinu nýja afbrigði, sem tók til 78.000 Ómíkronsmita í Suður- Afríku. - - - Miðað við fyrsta afbrigði veir- unnar, sem greindist í Wuhan í Kína, leiðir Ómíkron til 29% færri sjúkrahúsinnlagna, en 23% færri en Delta. - - - Miklu færri þurfa að fara á gjör- gæslu vegna veikinda af völdum Ómíkron eða 5%, en það átti við um 22% Delta-innlagna. Þrátt fyrir að talsvert sé um að bólusettir smitist af Ómíkron eru einkennin almennt mun vægari. - - - Eins smitast börn frekar af Ómí- kron en fullorðnir, en ein- kennin eru yfirleitt væg og svipuð kvefi. Rannsóknin leiddi í ljós að bólu- efni Pfizer, sem veitt hefur 80% vörn gegn kórónuveirusmiti, veitir aðeins 33% vörn gegn smiti Ómíkronafbrigðisins. - - - Hins vegar eru einkenni bólu- settra yfirleitt mun vægari, svo bóluefnið veitir 70% vörn gegn sjúkrahúsinnlögn og þær yfirleitt stuttar. - - - Enginn lést af völdum Ómíkron meðan rannsóknin stóð yfir.“ Þrátt fyrir þessa niðurstöðu og aðr- ar svipaðar skal í æðibunugangi þvinga í gegn bólusetningu á börn- um með vísun til Ómíkron. Er ekki allt í lagi? Bólusetjum við næst gegn kvefi? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrirhugað er að selja varðskipin Ægi og Tý, sem ekki eru lengur í notkun á vegum Landhelgisgæsl- unnar. Áður en tekin verður ákvörð- un um næstu skref í söluferlinu hafa Ríkiskaup óskað eftir hugmyndum um nýtingu skipanna og líklegt sölu- verðmæti. Boðið verður upp á skoð- unarferð í næstu viku. Varðskipið Ægir var smíðað í Ála- borg 1968 og er 70,1 metri að lengd, og 10 metrar á breidd. Týr var smíð- aður í Árósum 1975 og er 71,5 metr- ar að lengd og 10 metrar á breidd. Í byrjun þessa árs gáfu fjögur fyrir- tæki sig fram þegar Ríkiskaup ósk- uðu eftir tilboðum og góðum hug- myndum um nýtingu Ægis. Meðal hugmynda var að nýta skipið fyrir snjóflóðasafn á Flateyri. Bilanir og bráðaviðgerð Í frumvarpi til fjáraukalaga er gerð tillaga um 59,3 milljóna króna fjárveitingu vegna bilunar og bráða- viðgerðar á varðskipinu Tý. Þór var gerður út í stað Týs meðan á viðgerð stóð. Útgjöld fólust annars vegar í hærri rekstrarkostnaði við Þór en skipið er stærra en Týr og olíueyðsla meiri. Hins vegar fólust útgjöld í við- gerð og slipptöku. Morgunblaðið/Eggert Öldungar Varðskipið Týr var kallað til aðstoðar eftir hamfarir á Seyðisfirði síðasta vetur. Týr er 46 ára og Ægir 53 ára, bæði smíðuð í Danmörku. Selja Ægi og Tý - Ríkiskaup óska eftir hugmyndum um nýtingu varðskipanna og verð Undirbúningur fyrir byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn. Vinna við hönnun hennar stendur yfir. Á dögunum skrifaði sókn- arnefnd Miðgarðakirkju undir samning við smíða- verkstæðið Loftkastalann um smíði nýrrar kirkju. Þá hefur Hjörleifur Stefánsson arkitekt verið ráð- inn byggingarstjóri og Arna Björg Bjarnadóttir, verkefnisstjóri „Glæðum Grímsey“, verið fengin til að hafa yfirumsjón með verkefninu. Allir þessir aðilar eiga það sameiginlegt að hafa komið að minjavörsluverkefnum og endurgerð gamalla húsa með einum eða öðrum hætti. Nýja kirkjan mun hafa augljósa skírskotun til þeirrar eldri en verður aðeins stærri vegna nú- tímakrafna. Einnig er horft til þess að nýja kirkj- an nýtist til fleiri athafna en helgihalds. Áætlað er að smíða hana að hluta til í landi en reisa hana síð- an í Grímsey í sumar. Þegar hafa safnast fjármunir til byggingar hinnar nýju kirkju, sem Grímseyingar eru þakk- látir fyrir. Áfram verður safnað og hægt er að leggja verkefninu lið inn á reikning Miðgarða- kirkju, 565-04-250731, kt. 460269-2539. Samið um smíði kirkju í Grímsey - Áfram verður safnað fyrir nýrri kirkju í eynni Ljósmynd/Halla Ingólfsdóttir Grímsey Aðstandendur verkefnisins við Mið- garðakirkjugarð, þegar ritað var undir samning. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Jól Misjafnar eru aðferðirnar við að skreyta fyrir jólin. Íbúi á Vesturgötu hefur gripið til þessarar túlkunar á jesúbarninu í formi BabyBorn-dúkku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.