Morgunblaðið - 16.12.2021, Síða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Íslenska ríkið er eigandi lands sem
afsalað var frá ellefu jörðum í
Kelduneshreppi í Norður-Þingeyj-
arsýslu til Sandgræðslu Íslands með
afsali þann 29. októer 1939. Jafn-
framt á ríkið veiðirétt fyrir eignar-
landi sínu á vatnasvæði Litlárvatna.
Þetta var niðurstaða Héraðsdóms
Norðurlands eystra sem kvað upp
dóm í máli ríkisins gegn hópi land-
eigenda í Kelduhverfi þann 10. des-
ember sl.
Eigendur jarðanna afhentu Sand-
græðslu Íslands, síðar Landgræðslu
ríkisins, landið sem um ræðir árið
1939. Þá var þar örfoka sandur og
sandfok þaðan ógnaði byggð á svæð-
inu, að því er fram kemur í dóm-
inum. Sandgræðslan girti landið af
árið 1942 til uppgræðslu og gegn
ágangi búfjár. Langræðslan bar ár-
angur og landið greri upp.
Á sjöunda áratug síðustu aldar af-
henti Landgræðslan sumum
bændanna spildur úr þessu landi til
beitar, undir eftirliti Landgræðsl-
unnar. Sett var skilyrði um að girð-
ingunni yrði haldið við og tilbúnum
áburði dreift á svæðið árlega.
Kröflueldar hófust í lok ársins
1975. Þeim fylgdu jarðskjálftar og
bæði landris og landsig. Stórt svæði
norðvestast á uppgræðslusvæðinu,
Ássandi, seig og þar myndaðist um
níu ferkílómetra stórt vatn, Skjálfta-
vatn. Stór hluti svæðisins, sem
bændur höfðu fengið afhentan til
beitar nokkrum árum áður, sökk í
vatnið og eins hluti af nýju girðing-
unum.
Fiskur fór að ganga í Skjálftavatn
en úr því rennur Litlaá sem er eftir-
sótt stangaveiðiá. Landeigendur
stunduðu netaveiði í vatninu framan
af og lét Landgræðslan það af-
skiptalaust, að því er virðist í tæpa
þrjá áratugi. Ríkið taldi sig eiga
veiðihlunnindi fyrir sínum löndum
en eigendur jarðanna viðurkenndu
það ekki. Veiðifélag Litlárvatns
hafnaði ósk Landgræðslunnar um
að fá arð af veiðirétti í maí 2010.
Ríkið stefndi því eigendum um-
ræddra jarða til að fá eignarrétt
sinn á umræddu landi viðurkenndan
og önnur réttindi sem honum fylgja.
Skrykkjóttur gangur málsins
Hlynur Jónsson héraðsdómari
kvað upp dóminn. Hann tók við mál-
inu 10. júní sl. en hafði ekki haft
neina aðkomu að því fyrir þann tíma.
Saga þessa máls er orðin þó nokk-
ur í dómskerfinu. Málið var fyrst
höfðað veturinn 2018 og var það
þingfest í apríl það ár. Gagnsök var
höfðuð 30. apríl sama ár og þingfest
þann 17. maí um vorið. Málið var svo
first dómtekið 3. september 2019 en
þar eð dómur var ekki kveðinn upp
innan lögboðins frests var það end-
urflutt og dómtekið að nýju 26. nóv-
ember 2019. Með dómi 3. desember
2019 var aðalsök vísað frá dómi en
málið dæmt efnislega í gagnsök.
Landsréttur staðfesti gagnsakar-
þátt málsins með dómi 18. desember
2020 og frávísunarþáttur dómsins
var felldur úr gildi með úrskurði
Landsréttar 4. febrúar 2020. Málið
var endurflutt um aðalsök og dóm-
tekið að nýju 24. febrúar síðastlið-
inn. Dómarinn sem fór með málið
náði ekki að dæma í því vegna veik-
inda. Þess vegna tók nýr dómari við.
Málið var dómtekið 8. nóvember sl.
og fór aðalmeðferð fram enn eina
ferðina.
Ríkið er eigandi
lands og veiðiréttar
- Dómur í máli ríkisins gegn landeigendum í Kelduhverfi
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Kelduhverfi Deilt var um lönd sem landeigendur framseldu til uppgræðslu.
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Enn á ný er komin upp óvissa um
hvort tímanlega tekst að ganga frá
samkomulagi um yfirfærslu svo-
nefndra skilavega frá Vegagerðinni
yfir til sveitarfélaga áður en frestur
til þess rennur út um næstu áramót.
Ákveðið var árið 2007 með laga-
setningu að ákveðnir stofnvegir í
þéttbýli teldust ekki til þjóðvega í
umsjá Vegagerðarinnar heldur yrðu
sveitarfélögin veghaldarar þeirra.
Síðar var svo ákveðið að Vegagerðin
annaðist veghald þessara vega til
ársloka 2019 á meðan samið yrði við
sveitarfélögin um yfirfærsluna en
samkomulag náðist ekki.
Hefur fresturinn tvívegis verið
framlengdur um eitt ár í senn og
gæti komið til þess að fresta þyrfti
yfirfærslunni í þriðja sinn ef ekki
verður búið að ganga frá samkomu-
lagi fyrir árslok um yfirfærsluna.
Vilja sveitarfélögin að tryggt sé að
fjármagn sem ríkið hefur úthlutað
Vegagerðinni vegna viðhalds og
þjónustu þessara vega verði til
framtíðar greitt sveitarfélögunum.
Sveitarfélög beri ekki kostnað
„Við erum mátulega bjartsýn á að
þetta náist,“ segir Páll Björgvin
Guðmundsson, framkvæmdastjóri
Samtaka sveitarfélaga (SSH) á höf-
uðborgarsvæðinu.
Í nýrri umsögn SSH um fjárlaga-
frumvarpið segir að ástæða frests-
ins í fyrra sé sú að samningar og
vinna þeim tengd hafi gengið hægt,
m.a. hvað varðar mat á ástandi veg-
anna við yfirfærslu og hvernig skuli
farið með rekstrarkostnað þeirra.
Sveitarfélögum beri ekki að taka við
skilavegum „nema tryggt sé að
þeim verði komið í viðunandi ástand
áður eða fyrir liggi samkomulag um
að sveitarfélag annist um að koma
vegi í slíkt ástand, enda komi til
fjárframlag frá Vegagerðinni til að
standa straum af kostnaði við verk-
ið“.
Það hafi verið vilji og ætlan lög-
gjafans á sínum tíma að sveitar-
félögin bæru ekki aukinn kostnað af
yfirfærslu veganna.
Páll Björgvin segir Vegagerðina
hafa staðið sig mjög vel í að ljúka
við ástandslýsingu skilaveganna,
sem sé mjög vönduð, enda sé það
grundvöllur þess að umræddum
vegum verði skilað að búið sé að
fara yfir ástand þeirra og þeim sé
skilað með viðunandi hætti.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sæbraut Einn þeirra vega í þéttbýli
sem teljast til skilavega.
„Mátulega bjartsýn
á að þetta náist“
- Óvissa enn á ný um skil skilaveganna
Hjörleifur B.
Kvaran hrl. var
lögmaður meiri-
hluta landeig-
endanna sem rík-
ið stefndi. Hann
telur ólíkegt að
málinu verði
áfrýjað.
„Nokkrir land-
eigendur gagn-
stefndu ríkinu og kröfðust viður-
kenningar á eignarrétti þeirra á
landi sem landgræðslustjóri af-
henti þeim til afnota 1967. Ríkið
var sýknað af þeirri kröfu í héraðs-
dómi og Landsréttur staðfesti
það. Héraðsdómurinn byggði á
sjónarmiðum sem komu fram í
Landsrétti og féllst á allar kröfur
ríkisins,“ sagði Hjörleifur.
Hann sagði að bæði héraðs-
dómur og Landsréttur hefðu stað-
fest að landeigendurnir ættu
kauprétt að landinu, eins og þeir
áskildu sér þegar það var afhent
Sandgræðslunni til uppgræðslu
árið 1939. Nokkrir landeigendur
vildu nýta kaupréttinn og tók fjár-
málaráðuneytið vel í það. Heimild
til sölunnar var veitt í fjárlögum.
Þegar ganga átti frá sölunni
kom í ljós að umhverfisráðuneytið
hafði skilgreint löndin sem nátt-
úruverndarsvæði og sett þau á
náttúruminjaskrá. Ríkið má ekki
selja lönd á náttúruverndarsvæði.
Þar með var ekki hægt að virkja
kauprétt landeigenda.
Hjörleifur sagði að löndin hefðu
verið sett á náttúruminjaskrá án
þess að tilkynna landeigendum um
það. Þeir gátu því ekki andmælt.
Landeigendurnir hafa nú óskað
eftir því við umhverfisráðuneytið
að ákvörðunin verði felld úr gildi
svo þeir geti virkjað kaupréttinn.
Hjörleifur segir að landinu sem
um ræðir hafi aldrei verið skipt út
úr jörðunum og það hvergi skráð
sem sérstakar landareignir í op-
inberum bókum. Þá hafa bænd-
urnir borgað af því skatta og
skyldur alla tíð. Eins hafa þessi
lönd fylgt með þegar jarðir hafa
verið veðsettar t.d. vegna lántöku.
Var aldrei skipt út úr jörðunum
LANDEIGENDUR VILJA NÝTA FORKAUPSRÉTT SINN
Hjörleifur
B. Kvaran
100% Merino
ullarnærföt
fyrir dömur og herra
Stærðir: S–XXL
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is
OLYMPIA
Sölustaðir:
Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi
Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar
Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi
Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði
Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is
Tilvalin og
nytsöm jólagjöf
Þinn dagur, þín áskorun
Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is – Erum við símann kl. 12-17 virka daga
Silfurmunir og skartgripir síðan 1924
ERNA
GULL- OG SILFURSMIÐJA
Hönnuður
Ragnhildur Sif Reynisdóttir
Verð kr. 22.500
Hönnuður
Ösp Ásgeirsdóttir
Verð kr. 8.500
Jólaskeiðin &
jól bj lla a an
2021
Frí heim-
sending