Morgunblaðið - 16.12.2021, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.12.2021, Qupperneq 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Sílamáfur merktur á Íslandi fannst í Marokkó á síðasta ári og hafði hann þá ferðast um 3.555 kílómetra. Fregnir voru í fyrra af 36 litmerktum íslensk- um sílamáfum erlendis og eyddu þeir flestir vetrinum á hefðbundnum slóð- um á Íberíuskaga. Óvenjufáar langferðir voru meðal endurheimta ársins, að því er fram kemur í samantekt Guðmundar A. Guðmundssonar og Svenju N.V. Au- hage hjá Náttúrufræðistofnun Íslands um fuglamerkingar 2020 og endur- heimt merktra fugla. Þar kemur fram að rauðbrystingur hafði flogið 3.225 kílómetra þegar hann endurheimtist í Portúgal og tildra hafði lagt 2.682 kíló- metra að baki þegar hún fannst, einn- ig í Portúgal. Af öðrum ferðalöngum síðasta árs má nefna að stuttnefja hafði flogið tæplega 2.700 kílómetra við endur- heimt í Kanada, skógarþröstur 2.632 kílómetra við endurheimt á Spáni og lóuþræll hafði lagt 2.416 kílómetra að baki við endurheimt í Frakklandi. Það þykir ekki til sérstakra tíðinda að íslenskir skúmar hafi fundist í 14 löndum, meðal annars í Ungverja- landi, Ísrael, Brasilíu, Guyana, Vene- súela og Alsír. Hefðbundnar vetrar- stöðvar skúms eru víðs vegar um Atlantshafið norðan miðbaugs. Krían flýgur allra fugla lengst á vetrarstöðv- arnar í hafísnum umhverfis Suður- skautslandið og hafa merktar kríur endurheimst í fjölmörgum löndum Vestur-Afríku. 85.585 snjótittlingar merktir Síðasta ár, 2020, var 100. ár fugla- merkinga á Íslandi og það 89. í umsjón Íslendinga. Afmælisárið markaðist af heimsfaraldri og óvenjulítið var merkt af fuglum, segir í skýrslunni. Sverrir Thorstensen var afkastamestur við fuglamerkingar með 2.269 nýmerkta fugla, í Fuglaathugunarstöð Suðaust- urlands voru merktir 2.164 fuglar og Björn Hjaltason merkti 885 fugla. Mest var merkt af skógarþröstum í fyrra, 2.798 fuglar. Frá upphafi merk- inga hafa verið merktir 85.585 snjó- tittlingar. Í næsta sæti er lundinn en alls hafa 81.683 lundar verið merktir og 75.962 skógarþrestir. Til ársloka 2020 höfðu alls 58.900 ís- lensk merki endurheimst innanlands. 38.507 þeirra hafa fundist eða náðst aftur á merkingarstað en 20.392 í eins kílómetra fjarlægð eða meira frá merkingarstað. Alls hafa 8.114 íslensk merki endurheimst erlendis og auk þess hafa 4.705 erlend merki endur- heimst á Íslandi. Fjórir nýir flækingar Fjórar nýjar tegundir flækings- fugla voru merktar á síðasta ári. Þrír fuglanna náðust í Einarslundi við Höfn í Hornafirði; trjátittlingur, blá- skotta og dulþröstur. Fjórða nýja teg- undin var elrigreipur sem náðist í lundi á Hvalsnesi á Reykjanesskaga. Langförull sílamáfur í Marokkó - Af fuglum og merkingum í 100 ár - Skúmar endur- heimtir í 14 löndum Fuglamerkingar og endurheimtur 2020 11.109 fuglar af 79 tegundum voru merktir árið 2020 hér á landi Mest var merkt af skógarþröst- um 2.798 fuglar, en næstmest af auðnutittlingum, 1.007 fuglar, þá 772 kríur, 678 æðarfuglar, 376 helsingjar og 321 stari Árið 2020 var eitthundraðasta ár fuglamerkinga á Íslandi en 767.576 fuglar hafa verið merktir á Íslandi síðan 1921 Skrofa sem var merkt í Ystakletti í Vestmannaeyjum sem fullorðin með hreiður, þá líklega a.m.k. sex ára, fannst á sama stað 29 árum síðar þann 16. júní 2020 þá ekki minna en 35 ára gömul. Rita sem var merkt sem ungi í hreiðri 18. júlí 1995 í Klofningi við Flatey fannst rekin nýdauð 21. júlí 2020 í Teinæringsvogi á Flatey, þá 25 ára gömul. Stormsvala var merkt í Elliðaey, Vest- mannaeyjum, þann 19. júní 1991, þá a.m.k. ársgömul, var fönguð í net á sama stað 28 árum síðar 24. júní 2019 og þá a.m.k. 29 ára gömul. Árið 2020 bárust 1.840 endur- heimtur og álestrar á merki á lifandi fuglum. 113 merki fundust erlendis og 87 erlend merki af 18 tegundum fundust hérlendis, mest af helsingja eða 26. Frá Bretlandseyjum fundust 78 merki, 2 frá Hollandi, 2 frá Belgíu og 1 frá hverju eftirtalinna landa, Noregi, Danmörku, Frakklandi og Portúgal. Heimild: Náttúru- fræðistofnun Stuttnefja merkt á Íslandi fannst í Kanada 2.694 km frá merk- ingarstað Skógarþröstur var endur- heimtur á Spáni og lóuþræll í Frakklandi. 2.632 og 2.416 km frá merkingarstöðum Lengsta skráða ferð í endurheimtum ársins 2020 var endurfundur sílamáfs í Marokkó. Hann var 3.555 km frá merkingarstað. Í Einarslundi við Höfn í Hornafirði fundust trjá- tittlingur (Anthus trivialis) 18. apríl, bláskotta (Tarsiger cyanurus) 25. október og dulþröstur (Catharus guttatus) þann 5. nóvember. elrigreipur (Empidonax alnorum) náðst í skógar- lundi á Hvalsnesi á Reykjanesskaga, þann 22. september. Marokkó Spánn Frakkland Portúgal ELRIGREIPUR TRJÁTITT- LINGUR BLÁSKOTTA DULÞRÖSTUR Nýmerkingar 2020 Rauðbrystingur og tildra endurheimtust í Portúgal, 3.225 og 2.682 km frá merkingarstöðum Skrofa sem Jóhann Óli Hilmarsson merkti sem fullorðna á hreiðri í Ystakletti í Vest- mannaeyjum í júní 1991, þá líklega a.m.k. sex ára, eldist enn. Ingvar A. Sigurðsson fann hana í Ystakletti 29 árum síðar þann 16. júní 2020, þá ekki minna en 35 ára gamla. Skrofan skráir sig því enn sem handhafa hæsta þekkta skrofualdurs á Íslandi. Greint er frá fleiri íslenskum aldursmetum í skýrslunni. Þannig var tilkynnt um stormsvölu, sem Jóhann Óli Hilm- arsson merkti í Elliðaey, Vestmannaeyjum 19. júní 1991 og var hún þá að minnsta kosti ársgömul. Erpur Snær Hansen fangaði hana að nýju í net á sama stað 28 árum síðar, 24. júní 2019. Fuglinn var þá a.m.k. 29 ára og velti úr sessi stormsvölu sem Erpur merkti 20. ágúst 1988 og Ingvar endurveiddi á sama stað 7. ágúst 2016. Sá fugl var líka að minnsta kosti 29 ára, en dagsetningar gáfu til kynna að hann væri 18 dögum yngri. Ritan sem Ævar Petersen merkti sem unga í hreiðri 18. júlí 1995 í Klofningi við Flatey fannst rekin nýdauð 21. júlí 2020 í Teinæringsvogi á Flatey. Hún var réttra 25 ára og aðeins 58 dögum eldri en sú sem hún velti úr efsta sætinu. Langlíf skrofa eldist enn MERKIN GEFA MARGVÍSLEGAR UPPLÝSINGAR Ljósmynd/Yann N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.