Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 40

Morgunblaðið - 16.12.2021, Side 40
DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Það er fagnaðarefni að íslenska líf- eyriskerfið hafi hlotið hæstu ein- kunn í alþjóðlegu MERCER-vísitöl- unni. Þetta eru þau sammála um Sigríður Lillý Baldursdóttir, for- stjóri Tryggingastofnunar ríkisins, og Ólafur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs, sem er fjórði stærsti sjóður sinnar tegundar á Íslandi. Þau eru gestir viðskiptahluta Dagmála þennan morguninn en þáttinn geta áskrif- endur blaðsins nálgast í streymi á mbl.is. MERCER-vísitölunni er ætlað að mæla gæði lífeyriskerfa út frá þremur meginstefjum; nægjanleika, gæðum og trausti. Í ár var íslenska kerfið í fyrsta sinn undir smásjá vísitölunnar og segir Sigríður Lillý að það hafi komið skemmtilega á óvart hvar á listanum Ísland rað- aðist. Ekki hefði komið neinum á óvart þótt Hollendingar hefðu vermt efsta sætið, enda lífeyriskerf- ið þar í landi talið í allra fremstu röð. Vísitalan veitir leiðsögn Ólafur nefnir að vísitalan þjóni ekki aðeins sem staðfesting á því að hér hefði verið fetuð heilladrjúg slóð í uppbyggingu lífeyriskerfis heldur gæfi hún einnig vísbendingar um hvar kerfið, og sjóðirnir eftir atvik- um, gæti bætt sig. Athygli hafi vak- ið að í einum matsþætti skoraði ís- lenska kerfið 0 stig af 10 mögulegum. „Við sendum ekki sjóðfélögum sem eru að byrja að greiða í sjóða- söfnunina sérstakt yfirlit og bjóðum þá velkomna og kynnum fyrir þeim sjóðinn og hvernig kerfið virkar,“ útskýrir Ólafur. Bendir hann á að sjóðirnir sendi flestir yfirlit á sex mánaða fresti til sjóðfélaga en þarna sé ábending um hvernig gera megi enn betur. Sigríður Lillý bendir einnig á það í viðtalinu að bæta megi samspil al- mannatrygginga og skyldutrygg- ingarinnar. Varasamt sé að gera af- markaðar breytingar á kerfunum án þess að skoða hvaða áhrif þær hafa á stöðu skjólstæðinga kerfanna. Þannig séu til dæmi um að tilraunir til að bæta framfærslu fólks hafi í raun veikt afkomu þess. Þetta megi forðast með meiri rannsóknum og uppbyggingu eins konar líkans þar sem prófa megi einstaka breytingar og áhrif þeirra á kerfið. Bendir Sig- ríður á að Tryggingastofnun hafi ekki lagaheimildir til þess að sinna slíku rannsóknar- og greiningar- starfi. Það sé ólíkt því sem uppi er annars staðar á Norðurlöndum. Ólafur tekur undir þetta sjónar- mið Sigríðar og telur mikilvægt að innan kerfisins sé einhver aðili sem hafi yfirsýn yfir allar stoðir þess, allt frá skyldutryggingunni, sér- eigninni og til almannatrygging- anna. Það þurfi í raun eins konar „kerfisstjóra“ á vettvang. Séreign og fullur ellilífeyrir Dæmi um óvæntar vendingar á vettvangi þessa kerfis segir Sigríð- ur að sé samspil söfnunar fólks í séreignarlífeyri. Á sínum tíma hafi verið tekin ákvörðun um að taka séreignar út úr sjóðunum yrði ekki til tekjutengingar við lífeyri al- mannatrygginga. Nú séu komnir fram sjóðir sem geri fólki kleift að taka einvörðungu út séreignar- lífeyri, áður en gengið er á sameign. Dæmi séu um að fólk geri það allt til 82 ára aldurs og þiggi því á sama tíma fullar almannatryggingar, jafnvel þótt greiðslur úr séreign nemi hundruðum þúsunda króna á sama tíma. Bendir hún á að kerfið hafi ekki verið hugsað með þessum hætti upphaflega. Samfélagið þurfi að taka afstöðu til þess með hvaða hætti fjármunum ríkisins til mála- flokksins sé varið og hverjir njóti stuðnings kerfisins. Segja að margt megi bæta í besta lífeyriskerfi í heimi Lífeyrismál Ólafur Sigurðsson og Sigríður Lillý Baldursdóttir í upptökuveri. Góður félagsskapur » Ísland trónir efst á lista MER- CER með 84,2 stig » Holland kemur fast á hæla Ís- lands með 83,2 stig » Danmörk er með 82 stig og Ísrael í fjórða sæti með 77,1 stig. » Í öllum kerfunum er meðallíf- eyrir kvenna lægri en karla. » Sigríður og Ólafur segja að taka verði á þeim vanda hér á landi. - Endurskoða megi samspil séreignarlífeyris og réttar til almannatrygginga 40 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2021 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is Vefuppboð nr. 581 Uppboði lýkur 20. desember Forsýning verka alla helgina hjá Fold uppboðshúsi JÓLAVEFUPPBOÐ úrval góðra verka á uppbod.is Jóhannes S. Kjarval Gunnlaugur Blöndal 16. desember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 130.34 Sterlingspund 172.71 Kanadadalur 101.73 Dönsk króna 19.822 Norsk króna 14.384 Sænsk króna 14.337 Svissn. franki 141.68 Japanskt jen 1.1475 SDR 182.27 Evra 147.4 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 179.3576 « Íslendingar straujuðu greiðslukort sín fyrir 99,7 milljarða króna í nóv- ember síðastliðnum og jafngildir það 22,2% hækkun frá sama tímabili í fyrra. Sé litið til meðalveltu á dag nam hún 3,3 milljörðum og jókst um 4,8% frá október síðastliðnum. Velta debetkorta nam 43,9 millj- örðum og kreditkora 55,8 millj- örðum. Í verslunum nam kortaveltan 80 milljörðum króna. Jafngildir það hækkun um 1,2 milljarða frá síðasta mánuði. Velta innlendra greiðslu- korta í verslunum erlendis nam hins vegar 17,5 milljörðum og jókst um 503 milljónir milli mánaða og var átta milljörðum meiri en í sama mánuði í fyrra. Heildarvelta erlendra greiðslukorta innanlands nam 10,8 milljörðum, sem jafngildir 4,6 millj- örðum lægri veltu en í októbermán- uði. Hins vegar er það 9,2 millj- örðum hærri velta en var í nóvember í fyrra. Greiðslukortin voru rauðglóandi í nóvember Morgunblaðið/Hari STUTT Baldur Arnarson baldura@mbl.is Origo hefur að undanförnu tekið yfir verkefni sem heyrðu undir Optima eftir að fyrirtækið fór í þrot. Jón Björnsson, forstjóri Origo, seg- ir verkefnin nýtil- komin enda hafi Optima orðið gjaldþrota í byrj- un mánaðar. „Þetta gerðist þannig að til okk- ar leituðu fyrir- tæki sem þurfa þjónustu. Stuttu síðar heyrðum við í skiptastjóra því við erum að hluta í þeim viðskiptum sem Optima var í og viljum þjónusta hluta af þeirra við- skiptavinum. Það fer eðlilega eftir því hvaða þjónustu var verið að veita. Hvort það var viðgerðaþjónusta eða ný þjónusta. Það er misjafnt hvað þarf að gera og hafa þarf aðgang að varahlutum o.s.frv.,“ segir Jón. Starfsmenn Optima þjónustuðu meðal annars ljósritunarvélar hjá fjölda fyrirtækja. Þá þjónustuðu þeir m.a. fyrirtæki í prentþjónustu. Síðarnefndi geirinn hefur, að sögn Jóns, enga skörun við Origo. Nokkur hundruð vélar Jón segir málið meðal annars varða hundruð ljósritunarvéla sem voru í þjónustu Optima. Ekki sé óalgengt að fyrirtæki hafi fleiri en eina í notkun. Umfangið sé því töluvert en bregð- ast hafi þurft skjótt við aðstæðum. Spurður hvaða áhrif tilfærsla verk- efna frá Optima muni hafa á veltu Origo segir Jón það ekki liggja fyrir. Af öðrum verkefnum Optima má nefna rekstur mynttalningarvéla. Optima var stofnað árið 1953 og var fyrst fyrirtækja á Íslandi til að flytja inn og selja ljósritunarvélar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Borgartún Höfuðstöðvar Origo. Taka yfir fyrri verkefni Optima - Forstjóri Origo segir umfangið vera töluvert Jón Björnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.